Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 37
Skrýtið 29Vikublað 12.–14. apríl 2016 Olnboganudd og vöðvanart n Vændisfólk opinberar skrýtnustu óskir viðskiptavinanna Þ etta var merkilega skemmtilegt,“ segir fyrrver­ andi vændiskona um ein­ kennilegan kynlífsgreiða sem hún gerði viðskipta­ vini sínum. Um var að ræða stæltan karlmann, sem eftir að hafa baðað sig, vildi að hún kjamsaði á vöðv­ um hans á meðan hann spennti þá. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umræðuþræði á samskipta­ miðlinum Reddit, þar sem vændis­ fólk ber saman bækur sínar. Kveikjan að umræðunni er fyrir­ spurn til vændisfólks um einkenni­ legustu kynlífsgreiðana sem það hefur verið beðið um. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eins og fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá, svo sem Mirror í Bretlandi. Þó ómögulegt sé að véfengja það sem þarna kemur fram er sumt þess eðl­ is að mikið hugmyndaflug þyrfti til að skálda það upp. Mátti liggja á bólakafi Fantasíur geta verið af ýmsum toga – og ekki er víst að þeir sem eru í föstum samböndum kunni alltaf við að viðra þær við maka sinn. Þannig greinir vændiskarl frá því að hann hafi á menntaskólaár­ unum stundað það að afklæðast fyrir framan vefmyndavél, gegn greiðslu. „Einn náungi greiddi fyrir einkasýningu og bað mig að fara með fartölvuna inn á baðherbergi. Þegar þangað var komið lét hann mig renna í bað og því næst liggja eins lengi og ég gæti á bólakafi.“ Hann segist hafa verið í kafi í um 45 sekúndur. „Þegar ég kom upp úr var hann á bak og burt. Ég velti enn fyrir mér hvað hann fékk út úr þessu.“ Gengilbeina nokkur á stripp­ klúbbi leggur orð í belg og segir að í eitt skipti hafi maður komið inn á staðinn með það fyrir augum að borga fyrir að fá að nudda olnboga kvennanna sem þar unnu. Mætti með tannlæknatól Þá segir vændiskona frá því að maður hafi heimsótt hana með tannlæknaverkfæri í farteskinu. „Hann klæddi mig úr skóm og sokkum og lét mig leggjast á borð. Svo framkvæmdi hann læknis­ skoðun á fótum mínum, með tannbursta og töngum. Í heilan klukkutíma.“ Hún ber að hann hafi burstað á henni tær og fætur – jafnvel notað tannþráð og raftann­ bursta. „Ég átti allan tímann að láta eins og hann væri að eiga við tennurnar í mér,“ segir konan. Einn notandi greinir frá því að vinkona sín hafi starfað sem vændis kona. Eftirlætiskúnni hennar var maður sem krafðist þess eins að fá að standa nakinn úti í horni, snúa baki í konuna, að lesa skáldsöguna Ulysses, eftir írska rithöfundinn James Joyce, fyrir hana. Svívirðingar og hráki Ein sagan, sem hlýtur nokkra athygli snýr að manni sem hafði blæti fyrir því að láta svívirða sig opinberlega. „Hún bíður eftir honum á götuhorni og hann kem­ ur gangandi. Þau ganga saman nokkurn spöl og hún byrjar að svívirða hann af öllum lífs og sálar­ kröftum; hversu mikill ræfill hann sé og hann verði að borga henni pening. Svona gengur þetta áfram þar til þau koma að hraðbanka. Þar tekur hann út pening á með­ an hún hellir viðstöðulaust yfir hann fúkyrðum.“ Nokkur hópur fólks staldrar jafnan við og fylgist forviða með framvindunni. „Hann tekur út 250 dollara og afhend­ ir henni. Að svo búnu hrækir hún framan í hann og gengur burt.“ Um er að ræða svokallaða fjár­ hagslega drottnun [e. fin dom eða financial domination] þar sem drottnari þvingar hinn undirgefna til að gefa sér pening. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Vændi Óskir vændiskaup- enda geta sannarlega verið af ýmsum toga. Mynd SViðSett tannlækningablæti Einn kúnninn lét eins og fæturnir á vændiskonunni væru tennur. Mynd PhotoS.coM www.graf.is - s: 663-0790 Við merkjum allt mögulegt Leður glasamottur með persónulegri merkingu Verð aðeins 3.900 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.