Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 28
Helgarblað 19.–22. ágúst 201624 Fólk Viðtal tugi, í desember fagnar hann fertugs- afmæli sínu og á næsta ári verða þeir Frosti búnir að vera í loftinu í tíu ár. Máni segist skána með hverju árinu sem líður frá því að edrú mennskan hófst. Nú hefur hann slegið draum- um sínum um stjórnmál á frest og eru þeir Frosti nú að taka yfir Miði. is. Ásamt því starfar Máni sem um- boðsmaður fyrir Friðrik Dór, sem er sjaldan eða aldrei spilaður á X-inu sem sérhæfir sig í rokki. Hversu lengi á hann von á að Harmageddon verði í loftinu? „Við erum búnir að semja við 365 um að halda áfram, ætli við endumst ekki fram yfir næsta kjörtímabil. Held að það henti ágætlega, tvær hægristjórnir og tvær vinstristjórnir. En það er ekki nein föst dagsetning. Við höfum talað um það að kannski hættum við þegar markmiðum okk- ar er náð, Þjóðkirkjan verður lögð niður og RÚV hverfur af auglýsinga- markaði,“ segir Máni og hlær: „Ef RÚV fer af auglýsingamarkaði þá get ég lofað öllum að ég skal ráða konu í vinnu.“ Nú er Frosti Logason í fríi, en hann var að eignast sitt fyrsta barn í byrjun vikunnar. Frosti og Máni hafa verið vinir og samstarfs félagar í aldarfjórðung, þeir eru ólíkir að mörgu leyti: „Daginn sem Frosti var að eignast barn var ég úti í búð að kaupa rakvélablöð fyrir eldri drenginn minn, það er skemmtileg staðreynd. Ég hlakka verulega til að fylgjast með Frosta takast á við þetta merkilega starf. Við erum búnir að vinna saman mjög náið í tíu ár, nán- ast upp á dag. Fólk getur rétt ímynd- að sér hvað það getur tekið á, líka af því að við erum þannig karakterar. Þetta hefur reynt alveg gríðarlega á oft og tíðum.“ Hann segir þá Frosta alltaf hafa getað rætt saman um hluti og það skipti mestu máli að fara aldrei reiður að sofa: „Við höfum gengið í gegnum alls konar skringilega hluti í gegnum árin, en við höfum alltaf getað rætt málin. Það sem heldur þessu saman er kærleikurinn. Við erum hálf ónýtir án hvor annars. Við erum lengsta tvíeyki í sögunni í íslensku útvarpi, við vinnum mikið saman við að reka X-ið, erum nú að taka að okkur Miði. is og gerum alls konar hluti saman, það hafa komið upp atvik. Við höfum rifist, í alvörunni rifist í loftinu og svo erum við fúlir og pirraðir og hlust- endur hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi. En Frosti er allra besti vin- ur minn og það eru forréttindi að fá að vinna með besta vini sínum á hverjum degi.“ FM957 er ruglaði frændinn Aðspurður um ástandið á 365 miðl- um spyr Máni á móti hvort einhver myndi vilja vinna á sama stað í 15 ár ef það væri ekki gaman í vinnunni: „Fjölmiðlar flögguðu um daginn bréfi stjórnarformanns 365. Þar sagði hún að 365 væri fjölskyldufyrirtæki. Nú þekki ég ekki hana eða manninn hennar en ég er alveg sammála. Það er ekki mikið verið að knúsa okkur á ganginum eða þakka okkur fyrir vel unnin störf alla daga en þegar við lendum í klandri þá fáum við alltaf hjálp og það er staðið þétt við bak- ið á okkur, þannig eru stundum fjöl- skyldur. Þetta er þannig fjölskyldu- fyrirtæki, Þorgeir Ástvalds er afinn og FM957 er ruglaði frændinn. Á 365 vinna líka stórir karakterar og eiga að gera það. Ef það verða ekki árekstrar þá er þetta fyrirtæki í mín- um huga að ráða vitlaust starfsfólk. Ég hef margoft öskrað á yfirmann minn á útvarpssviðinu. En hann er samt alger toppmaður og við erum miklir vinir.“ Þeir Harmageddonbræður eru óhræddir við að taka umræðuna um hvað sem er við hvern sem er: „Fólk kemur oft til okkar hneykslað og vill meina að sumir sem við tölum við séu ekki með allar skrúfur fastar, það getur í sumum tilvikum verið rétt. Við lítum þannig á að við séum að endurspegla samfélagið sem við búum í og sumt af þessu fólki vill bara koma í viðtöl. Sumir taka því persónulega ef við höfnum því að fá þá í viðtal, þó svo við tölum við marga sem við erum á öndverðum meiði við þá lítum við á það fólk sem góða félaga okkar. Við hleypum öll- um röddum í loftið, líka þessum ras- istaröddum Útvarps Sögu, þær kom- ast líka í loftið hjá okkur. Okkur finnst það auðvitað siðlaust að það eigi að forðast einhverja umræðu, við get- um ekki búið í rétttrúnaðarsamfélagi þar sem við getum ekki átt umræðu um hlutina,“ segir Máni. Hann er mjög stoltur af þættinum sem hann og Frosti hafa gert að föstum punkti í degi þúsunda Ís- lendinga. Beinskeytt framkoma þeirra við viðmælendur hefur oft vakið athygli, þeir hafa hnakkrifist við Hannes Hólmstein Gissurar- son og frægt er orðið þegar Máni spurði séra Bjarna Karlsson hvort Ólafur Skúlason biskup heitinn væri nú í helvíti. „Harmageddon er „one of a kind“, við ættum að vera löngu komnir í sjónvarp. Það sjá allir með greindarvísitölu yfir meðallagi. Ís- lenskur fjölmiðlamarkaður er því miður ekki orðinn það þroskaður að hann þoli að við séum að ráðast á ákveðna elítu í þessu landi. Það hefur enginn kvartað eins mikið yfir okkur og Biskupsstofa. Harmageddon er ekki að reyna að vera eitthvað sem hann er ekki, við erum ekki Tvíhöfði, við erum ekki Reykjavík síðdegis, við tökum okkur ekki of alvarlega, við erum bara fyrst og fremst að berjast fyrir réttlátu samfélagi. Við erum á móti öllu ranglæti í samfélaginu. Síð- an er það fólks að dæma hvort okkar réttlæti sé ranglæti.“ n ari@pressan.is Edrú í tvo áratugi Segist skána með hverju árinu sem líður frá því að edrúmennsk- an hófst. „Þegar við erum að tala við sjálfstæðis­ konurnar Ragn­ heiði Ríkharðs eða Þorgerði Katrínu þá er mjög erfitt að finna á þeim högg­ stað því þær segja bara satt og rétt frá hlutunum Vinnum fyrir öll tryggingafélög Skútuvogi 12h, Reykjavík S: 568-9620 - bilaretting.is Útvegum bifreið meðan á viðgerð stendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.