Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 6.–8. desember 20162 Fréttir Sími: 562 5900 www.fotomax.is Yfirfærum yfir 30 gerðir myndbanda, slides og fleira Björgum minningum Persónulegar gjafir við öll tækifæri Allt til að merkja vinnustaðinn Langþreyttur á leigu- markaðinum „Það er bara staðreynd að til þess að ná jafnvægi á markaði þá er skorturinn um 15 þúsund íbúðir á landsvísu. Það er vitað. Þess- ar smáplástraaðgerðir sem eru í gangi hljóma bara vel í fjölmiðl- um. Átak í þessu og uppbygging á leigufélögum, sem eru nokkur hundruð íbúðir, eru bara dropi í hafið.“ Þetta sagði Hólmsteinn Brekk- an, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, á Morgun- vaktinni á Rás 2 á mánudag. Hann segir að ekkert hafi breyst á framboði á leiguíbúðum frá hruni og ekki útlit fyrir að það muni breytast. Hann gagnrýndi íslensk stjórnvöld, í þessu sambandi, harðlega fyrir að vilja alltaf finna einhverjar nýjar séríslenskar lausnir til að bæta ástandið á leigumarkaðinum í stað þess að nota aðferðir sem hafa virk- að annars staðar. Segir hann að í stað þess að leggja áherslu á séreignarstefnu ættu stjórnvöld heldur að líta til landa með heil- brigða leigumarkaði. Þá til dæmis Svíþjóðar og Þýskalands. Hólmsteinn sagði jafnframt að það eina sem væri sérstakt við íslenska leigumarkaðinn væri að hann er nánast 100 prósent hagnaðardrifinn. „Markaður- inn er séreignarmarkaður sem er stórvarasamt því það vant- ar allt jafnvægi. Enda sést það á þessum svokölluðu leigufélögum sem hafa skotið upp kollinum frá hruni.“ Mikið álag á Landspítalanum Sjúklingum forgangsraðað M ikið álag er nú á Landspítal- anum og er fjöldi sjúklinga sem leitað hefur á spítalann síðustu daga óvenju mik- ill. Í tilkynningu sem Landspítalinn sendi frá sér á mánudag kom fram að inflúensutilfelli hafi nú greinst á spít- alanum. „Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráð- leika og við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu eða verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavakt- ina að forflokkun lokinni,“ segir í til- kynningunni. Þá er bent á það að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgar- svæðinu bjóði opna síðdegismót- töku og þá er Læknavaktin á Smára- torgi opin til klukkan 23 á kvöldin. n Látinn í íbúð sinni í þrjár vikur n Nágrannar fundu slæma lykt í stigaganginum n Hringdu á lögreglu þann 12. nóvember M ér skilst á fólkinu hérna að hann hafi verið látinn í þrjár vikur áður en hann fannst. Hann var nú ein- fari þessi. Ættingi hans bjó skammt frá en þeir voru í litlu sam- bandi. Þetta gerist einum of oft í þjóð- félaginu. Það er alveg þess virði að líta eftir nágrönnum sínum og sínu nán- asta fólki,“ segir Torfi Geirmundsson, rakari við Hlemm. Þann 12. nóvember fannst karl- maður látinn á heimili sínu í fjölbýl- ishúsi skammt frá Hlemmi. Hann var borinn til grafar í byrjun mánaðarins. Talið er að maðurinn hafi verið látinn í íbúð sinni í minnst þrjár vikur áður en hann fannst. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi hjá lögreglunni, staðfesti í samtali við DV að maður- inn hefði verið látinn í íbúð sinni í nokkurn tíma. Lykt barst frá íbúðinni Torfi rakari, sem býr í fjölbýlishúsinu þar sem maðurinn bjó, segir íbúa hafi fundið einkennilega lykt í um viku- tíma og laugardaginn 12. nóvember hafi þeir talið að um nálykt væri að ræða og því kallað til lögreglu. DV ræddi við annan íbúa í húsinu sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hafði hann dvalið utan höfuðborgar- innar um tíma. Þegar hann kom heim þann 10. nóvember fann hann ein- kennilega lykt. „Strax þegar ég kem inn í stiga- ganginn mætir mér þessi sérkenni- lega fýla, sem minnti á kæsta skötu. Ég spurði meðleigjendur hvort þeir hefðu orðið varir við lyktina og þeir sögðu að þeir hefðu orðið hennar varir viku áður en hún hefði svo stig- magnast.“ Þegar þau uppgötvuðu að ekki hefði sést til eins íbúa fjölbýlishússins hefði verið haft samband við hús- vörðinn og kjölfarið yfirvöld. Bætir íbúinn við að lyktin hafi verið til stað- ar í viku eftir að líkið var fjarlægt. Maðurinn hélt sig út af fyrir sig en átti ættingja á lífi. Er honum lýst sem snyrtilegum og kurteisum manni. Gerist ekki oft á Íslandi Fyrir ári var greint frá í fjölmiðlum að rúmlega fertugur karlmaður hefði verið látinn í íbúð sinni í tvo mánuði. Sagði Jóhann Karl Þórisson aðstoðar- yfirlögregluþjónn við það tilefni að sjaldgæft væri að fólk fyndist svo seint eftir dauða sinn. „Eftir því sem samfélagið er stærra aukast líkurnar á að svona sorglegir hlutir eigi sér stað,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri, í sam- tali við DV. „Þetta gerist ekki oft á Ís- landi og hér á Akureyri væri fólk strax farið að furða sig ef vantaði einn. Ég man ekki eftir svipuðu tilviki hér fyrir norðan en ég man að þetta gerð- ist stundum í Reykjavík þegar ég var prestur þar.“ Hildur bætir við að stundum ýti fólk aðstandendum frá sér en tekur fram að hún þekki ekki sögu þessa manns. „Ef fjölskyldur eru ekki þeim mun sterkari er auðvelt að bíta fólk af sér.“ Verum forvitin Getum við dregið lærdóm af þessu sorglega máli? „Það er stundum talað á neikvæð- an hátt um það að vera forvitinn um náungann og spyrja frétta. Mér finnst það frekar vera kostur að við séum það. Það er eitt að hnýsast og annað að vera forvitinn. Að vera forvitinn er að hafa áhuga á fólki. Við viljum líka að fólk hafi áhuga á okkur, þó svo að við viljum ekki endilega að fólk hnýsist í það sem kemur því ekki við. Í forvitni er ákveðinn kærleikur, í hnýsninni er það ekki. Að vilja vita hvernig fólki líð- ur, hvernig það hefur það. Hvað það er að fást við. Við þurfum að gera meira af því.“ Þá segir Hildur einnig: „Svo ég vitni í atvinnurekanda minn, hann Jesú, þá var hann mjög forvitinn um fólk. Hann var alltaf að tala við alls konar fólk og spyrja það út í líf þess. Hann var alla vega fyrir- mynd í því. Ég man að þetta var meira í um- ræðunni fyrir hrun. Þá var meira í um- ræðunni að við værum orðin svo upp- tekin af góðærinu að við gleymdum að hugsa um náungann. Nú er góðær- ið að koma aftur og þá verður kannski meira um þetta.“ n Látinn lengi Talið er að mað- urinn hafi verið látinn í þrjár vikur áður en hann fannst. Hildur Eir „Eftir því sem samfélagið er stærri aukast líkurnar á að svona sorglegir hlutir eigi sér stað,“ segir Hildur. „Það er stundum talað á neikvæð- an hátt um það að vera forvitinn um náungann og spyrja frétta. Gerist of oft Torfi á íbúð í sama húsi og maðurinn bjó í. Auður Ösp Guðmundsdóttir Kristjón Kormákur Guðjónsson audur@dv.is / kristjon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.