Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 13
Vikublað 6.–8. desember 2016 Fréttir 13 IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Farðu nýjar leiðir og prófaðu gómsætar hrefnulundir á grillið eða á pönnuna snöggsteiktar að hætti meistarakokka Frosið hrefnukjöt fæst í næstu verslun Marinerað & ÓMarinerað hreFnukjöt sliti ekki sambandi sínu við Andra án þess að fá frekari skýringar á því af hverju hún ætti að gera það. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég var mjög skotin í honum og vildi ekki hætta þessu. Ég var mjög ringluð.“ Andri segir að rétt áður en Ólafía lokaði á hann vegna hræðslu hefði Andri nýlega verið búinn að bjóða henni í dekur í Bláa lóninu. „Hún hafði verið mjög spennt. Ég var að keppa í lyftingum þessa helgi og hún að vinna. Ég heyrði ekkert frá henni og ég fann á mér að eitthvað væri að. Ég heyrði ekki frá henni en ég vildi ekki vera að ýta á hana.“ Loks fékk Andri skilaboð. Hann starði á skjáinn í lengri tíma og skildi hvorki upp né niður í því sem var að gerast. „Því miður kemst ég ekki í Bláa lónið á morgun. Mér þykir það mjög leiðinlegt. Ég þarf smá tíma til að hugsa.“ Andri bætir við: „Á þessum tímapunkti var búið að hóta því að hún myndi missa lífsviðurværið. Hún var bara hrædd og þorði ekki annað en að hlýða.“ Daginn eftir hitti Andri Ólafíu fyrir tilviljun fyrir utan World Class. Hann hafði farið þangað til að fá útrás fyrir tilfinningar sínar og áttaði sig ekki á því sem var að eiga sér stað. „Ég vissi að ákvörðunin var ekki hennar. Það var eitthvað einkenni- legt við þetta allt saman. Síðan hitti ég hana þarna fyrir utan í sólinni, um hásumar.“ Þau settust saman á bekk fyrir utan Laugar og ræddu saman í rúma tvo tíma. Reyndi Andri að sannfæra Ólafíu um að það væri verið að eitra fyrir sambandi þeirra. „Hún vissi ekki hvað hún átti að gera en ég sagði henni að hún gæti fengið vinnu hvar sem er. Hún var ringluð enda búin að vera þarna lengi og skildi ekki af hverju þau hefðu allt í einu snúist gegn henni.“ Ólafía kveðst hafa reynt að ræða málin við annan eigenda stofunnar og þá hafi henni borist skeyti frá öðr- um aðila tengdum stofunni. Þar stóð: „Þú mátt drepast í helvíti annskot- ans svikari“. Í kjölfarið segir Ólafía að hún hafi verið neydd til að fjarlæga Andra af Facebook, Snapchat og Instagram. Á þessum tímapunkti byrjaði Ólafía að hugsa um að færa sig um set. „Ég var bara mjög hrædd og á þessum tímapunkti fer ég alvarlega að spá í það að hætta en mér finnst ég ekki geta það, því ég var með bókaða kúnna langt fram í tímann. Þetta er í september 2015 og þarna er ég kom- inn til sálfræðings sem stappar í mig stálinu og segir að ég verði að hætta. Ólafía hefur áður tjáð sig um þennan þátt á Facebook: „Meðal annars hefur verið sagt „Brjóta á mér hendurnar, stinga mig í andlitið og láta mig lenda í sjúkrabíl.“ Sagt við mig að ég væri „lítil og ljót sveita- stelpa sem væri ekkert án þeirra“,“ sagði Ólafía í færslu sinni og bætti við að höfðu samráði við sál- fræðing og fjölskyldu sína hefði hún ákveðið að fjar- lægja sig frá fólkinu. Ólafía ákvað ásamt samstarfsfélaga að róa á önnur mið og leita fyrir sér með vinnu á öðrum húðflúrstofum. Segir hún vinnuveitendur hafa kom- ist að því og í kjölfarið boðað til fund- ar þar sem hún segir að þau hafi ver- ið borin þungum sökum. Stuttu eftir að þessi fundur var haldinn var nýr starfskraftur fenginn í afgreiðslu. „Það reyndu allir að vera hressir og kátir fyrir hana. Þetta er í septem- ber á síðasta ári. Í október fóru þau til útlanda og þá fæ ég símtal og er beðin um að taka lykla af stúlkunni því búið væri að segja henni upp störfum. Ég spurði stúlkuna sem var gráti næst, hvað væri í gangi. „Þá var hún látin fara vegna þess að hún hafði, löngu áður en hún var ráðin, verið að hitta mann sem þau sögðu að væri óvin- ur þeirra. Þarna fékk ég nóg og setti áætlun í gang í samvinnu við sál- fræðinginn minn. Ég planaði að vinna út desember og klára alla mína kúnna sem áttu pantað hjá mér.“ Þann 22. desember tók Ólafía saman dótið sitt og gekk út. Sál- fræðingurinn ráðlagði Ólafíu að til- kynna um uppsögn sína með tölvu- pósti. Ólafía sem er ættuð frá Ísafirði fór vestur um jólin. Í febrúar fór hún aftur til höfuðborgarinnar. „Mamma og sálfræðingurinn töldu að það væri sniðugt að ég færi á sjálfsstyrkingarnámskeið. Síðan var ég að æfa líkamsrækt og var reynt að koma í veg fyrir að ég mætti mæta þangað. Svo varð ég að skipta um hárgreiðslustofu vegna þess að eig- andi hennar og minn fyrrverandi vinnuveitandi voru vinir. Ég mátti ekki fara þangað aftur.“ Í febrúar safnaði Ólafía kjarki og byrjaði að sækja um á öðrum húð- flúrstofum. „Eigendur annarrar stofu vildu ráða mig og ég var í skýjunum. Daginn eftir var þeim hótað að það yrði kveikt í hjá þeim ef ég yrði ráðin.“ Ólafía segir að daginn eftir það hafi hún fengið símhringingu frá Securitas. Þá var búið að brjótast inn hjá henni. Ólafía var stödd á líkams- ræktaræfingu skammt frá og hljóp í ofboði heim. „Það var búið að brjóta klósettið og það var vatn úti um allt. Dótið mitt var eyðilagt, sjónvarpið. Þetta var ekki rán, það átti bara að skemma enda var ekkert tekið. Það hefði örugglega verið skemmt meira ef ég hefði ekki verið með öryggiskerfi en það var búið að rífa það af veggnum og grýta því í klósettið. Eftir þetta þorði enginn að ráða mig í vinnu.“ Fyrsta sprengjan Ólafía ákvað að eyða páskunum vest- ur á fjörðum. Hún hafði dvalið þar í einn sólarhring þegar búið var að gera alvarlega atlögu að henni. Sprengjan var þannig útbúin að hún var límd við gluggann og krafturinn var slíkur að allur glugginn sprakk inn í íbúðina. „Það voru stór glerbrot á rúminu hjá henni. Þetta var tilraun til mann- dráps og hún hefði stórslasast ef hún hefði verið heima,“ segir Andri. „Það vissi enginn hvort ég var heima eða ekki. En það er á þessum tímapunkti sem við Andri förum að tala aftur saman. Ég er mikið erlend- is næstu mánuði, því ég vildi komast í burtu en við hittumst alltaf þegar ég kom til landsins og við byrjuðum fljótlega saman.“ Opna stofu Það var svo núna í september sem Andri og Ólafía ákváðu að opna stofu. Sú ákvörðun var tekin eftir að þau gáfust upp á að reyna sækja um vinnu fyrir hana á öðrum húðflúrstofum í höfuðborginni. „Það leit út fyrir að þetta myndi ganga eins og í sögu. Við fengum öll leyfi og fundum draumahúsnæði. „En sirka tíu dögum fyrir opnun heyri ég utan úr bæ að það eigi að skemma allt fyrir okkur. Gluggi brotinn Skemmdarvargurinn býr sig undir að kasta sprengju inn í stofuna. Sprengjunni hent inn Stuttu síðar logaði Immortal Art.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.