Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 23
Vikublað 6.–8. desember 2016 Menning 23 Inni- og útilýsing Sími: 565 8911 & 867 8911 - www.ledljos.com - ludviksson@ludviksson.com Led sparar 80-92% orku Ledljós Ludviksson ehf Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322 CNC renniverkstæði það, enda orðinn löggilt gamal- menni.“ Lokasagan, Ósagt best, um föð- ur og son hans sem er með illkynja æxli er sláandi, en þar eru þeir í bíl og hlusta á grín- þátt. Þú ert þarna að lýsa atviki sem gerðist raunveru- lega í þínu lífi. „Já, ég er að lýsa einni eða tveimur upplif- unum frá erfiðum tíma. Tilgangur- inn með því setja slíkt í sögu er ekki að hneykslast eða býsnast eða barma sér. Þetta er hugleiðing þar sem undirtónn- inn er: Aðgát skal höfð í nær- veru sálar. Ég er þó alls ekki að hvetja til þess að aldrei megi nokk- ur maður segja nokkurn skapaðan hlut af ótta við að það komi illa við einhvern. Öllum verður okkur ein- hvern tíma á að segja eitthvað sem er mjög særandi án þess við höfum hugmynd um það. Sennilega er ekk- ert við þessu að gera. En það er gott að hafa í huga hversu auðvelt er að særa með orðum eða gjörðum þó maður ætli sér það ekki.“ Að luma á sparkinu Áttu þér uppáhaldssögu í þessu safni? „Má það? Ég er kannski dálítið svag fyrir sögunni Þér eruð riddari. Hún er í raun eina sagan sem fjallar um þennan margnefnda séra Þórar- in. Að því leyti er hún titilsagan. Hann var langalangafi minn og endaði feril sinn sem prófastur í Vatnsfirði og þar gerist sagan. Hún er soðin saman í eina hræru úr ýms- um brotum sem til eru um þennan áa minn og alnafna. Mér finnst það skemmtileg aðferð að hrifsa glefs- ur úr raunveruleikanum og hrista þær saman við eldri frásagnir. Úr- vinnsla úr gömlu hráefni blandast nýju framandi kryddi og leiðir af sér dúndrandi nýsköpun. Mér þykir dálítið vænt um þessa sögu og sú er kannski ástæðan fyrir því að ég set hana svo að segja í titilinn. Mörgum hefur þótt titillinn skrýtinn, einkum þessi undarlega beyging á nafninu okkar langfeðga. Það kváðu til rituð dæmi um þessa þágufallsmynd allt frá 17. öld, eink- um á Suðurlandi. Þannig að eftir á virðist blasa við að sögumaðurinn sem er ekki nafngreindur og enginn veit hver er hljóti að hafa verið Sunnlendingur. Svona geta hlutir hlaðið utan á sig og skýrst eftir að bækur koma út!“ Þú þykir skemmtilegur höfundur. Hefur þér einhvern tíma fundist að það sé krafa frá lesendum þínum að vera alltaf fyndinn? „Ég hef mun meira fundið fyrir þeirri kröfu að ég eigi að hætta að vera fyndinn.“ Þykir ekki fínt að vera fyndinn? „Mér hefur alltaf skilist að það sé ófínt en mér er bara alveg sama. Húmor er órofa meginþáttur í mín- um köðlum. En fyndni sem lumar ekki á neinu fellur um sjálfa sig. Ég vona að mín sé ekki öll þannig. Mér finnst eftirsóknarvert að vera fyndinn á þann hátt að fólk fari að hlæja en svelgist svo allt í einu á í miðjum hlátri. Eða löngu síðar. Að fyndnin svo að segja lumi á spark- inu eins og múlasni páfans í frægri sögu eftir Daudet.“ n Þórarinn Eldjárn „Húmor er órofa megin- þáttur í mínum köðlum.“ „Mér finnst eftirsóknarvert að vera fyndinn á þann hátt að fólk fari að hlæja en svelgist svo allt í einu á í miðjum hlátri Hundrað ára afmæli Kristjáns Eldjárns H átíðardagskrá verður í dag, þriðjudaginn 6. desember, í Þjóðminjasafninu vegna 100 ára afmælis dr. Kristjáns Eldjárns fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Dagskráin hefst klukkan 15.00 og haldin verða stutt erindi, auk tónlistarflutnings og ljóðalesturs. Aðgangur er ókeypis. Bók Kristjáns, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi, hefur verið endurútgefin. Hún kom fyrst út árið 1956 og er nú gefin út í þriðja sinn. Adolf Friðriksson fornleifa- fræðingur ritstýrði og skrifaði við- bætur. n kolbrun@dv.is Kristján Eldjárn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.