Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 2
Helgarblað 9.–12. desember 20162 Fréttir ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook G ufunes verður ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað út­ hverfa og þar verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnu­ rekstur, skapandi iðnað, menn­ ingu, menntun, sýningar og atburði. Þá verða ferjusamgöngur á milli Gufuness og miðborgarinnar þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að fólk geti tekið með sér reiðhjól. Þetta er samkvæmt vinnings­ tillögu í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar um Gufunes­ svæðið, en verðlaunin voru afhent í Spönginni í Grafarvogi á fimmtu­ dag. Sex tillögur bárust og bar arki­ tektastofan jvantspijker + Felixx sigur úr býtum. „Vinningstillagan sýnir einstaklega vandaða vinnu og tekst það vandasama verk að vera frumleg á sama tíma og hún fer vel með anda staðar. Þetta er sannfær­ andi og raunhæf tillaga með skýra heildarhugmynd,“ segir í umsögn dómnefndar um vinningstillöguna. Það var í mars 2013 sem borgar­ stjóri skipaði hóp til að fjalla um tækifærin í Gufunesi. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að áfram­ haldandi skipulagsvinna á svæðinu sé ekki bundin við þátttakendur né verðlaunahafa eingöngu. Talsverðar breytingar á starfsemi í Gufunesi hafa þegar verið ákveðnar. Reykjavík Studios hefur keypt gömlu Áburðar­ verksmiðjuna og hyggst reka þar kvikmyndaver. Þá hefur verið samið við Íslensku gámaþjónustuna um að flytja starfsemi sína úr Gufunesi upp á Esjumela. n ritstjorn@dv.is Ferjusamgöngur frá Gufunesi Hugmyndasamkeppni um Gufunessvæðið Uppgjör Finnboga: „Það sem ég gerði var óafsakanlegt“ n Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir ógnandi tilburði n Ræðir þunglyndið, ADHD og prófið sem bendir til þess að hann sé á einhverfurófi Þ etta er ansi hörð lexía. Það sem ég gerði var óafsakan­ legt og ég sé rosalega eftir þessu. Hegðun mín var gjör­ samlega út úr korti,“ segir útgerðarmaðurinn Finnbogi Vikar, sem í vikunni sem leið var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fang­ elsi fyrir að hóta hafnarverði líf­ láti og ýta við honum með ógnandi hætti. Þá verður brátt tekið fyrir mál gegn Finnboga í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem hann er sakaður um að hafa hótað starfs­ manni Kviku banka. „Ég harma þess­ ar uppákomur mjög og hef verið að taka á mínum málum. Ég hef glímt við þunglyndi undanfarin ár og ný­ lega var ég greindur með ADHD, sem gæti hafa ýtt undir þessa hegð­ un mína,“ segir Finnbogi Vikar. Þá upplýsir hann blaðamann um að hafa tekið próf sem bendir til þess að hann sé á einhverfu rófi sem geti skýrt ýmsa árekstra í samskiptum við annað fólk í gegnum árin. Bumban fyrirferðarmikil í dómsal Atvikið í tengslum við hafnarvörðinn átti sér stað í maí á síðasta ári. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að Finnbogi hafi látið ljót orð falla þegar hann kom að landi eftir túr en þá biðu starfsmenn Fiskistofu eftir honum og óskuðu eftir afladagbók. Hafnarvörðurinn var skammt frá og sakaði Finnbogi hann um að hafa verið að hlera samskiptin. „Það má segja að þetta hafi verið lokapunkt­ urinn á langri sögu erfiðra sam­ skipta. Ég var þreyttur og pirraður eftir erfiðan túr og var mjög langt niðri andlega á þessum tíma,“ segir Finnbogi. Að hans sögn missti hann gjörsamlega stjórn á sér og endaði með því að ausa svívirðingum yfir hafnarvörðinn og reka magann í manninn. „Ég viðurkenndi að hafa rekið bumbuna í hann og ég sá mjög eftir að hafa gert það enda bumban orðinn allsvakalega stór, kannski var ég heppinn að verða ekki kærður fyr­ ir morðtilraun líka út af bumbunni,“ segir Finnbogi og kveðst þakklátur dómaranum fyrir að hafa metið það til refsilækkunar að hann hafi iðrast og beðist strax afsökunar. „Ég mat það mikils við brotaþola og vitni að það var tekið fram í réttarhöldun­ um.“ Finnbogi bætir við að dágóður tími hafi farið í að ræða bumbuna í réttarsalnum og eftir því sem á þau leið varð Finnboga starsýnt á mag­ ann á sér. „Bumban er orðin ansi stór og ég er búinn að setja mér það markmið að minnka hana verulega. Ég otaði henni að hafnarverðinum og myndi telja það talsvert minna ógnandi en að ýta brjóstkassanum í einhvern,“ segir Finnbogi. Hann vísar því á bug að hafnarvörðurinn hafi raun­ verulega óttast um líf sitt eins og hann hélt fram fyrir dómi. „Hann kom í nokkur skipti upp í fiskvinnslu til mín eftir þetta og stundum vorum við þar einir,“ segir Finnbogi. Honum hafi þótt vænt um að vitnin hafi fyrir dómi sérstaklega minnst á það að hann hafi beðist afsökunar á orðum sínum. Brjálaður út af bónusum „Ég gerði það sama þegar ég missi mig gagnvart starfsmanni Kviku banka,“ segir Finnbogi. Það atvikaðist þannig að hann hafði lesið frétt um himinháa bónusa ALMC og orðið reiður mjög. „Það fauk verulega í mig út af þessu óréttlæti og ég fann því símann hjá ALMC og hringdi. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri númerið hjá Kviku banka og ég jós skömmum yfir stúlkuna í símanum,“ segir Finnbogi. Þegar hon­ um rann reiðin hafi hann síðan haft aftur samband og beðist afsökunar á hegðun sinni. Sú afsökunarbeiðni dugði ekki til og fljótlega verður mál­ ið tekið fyrir dóm. „Það er óheyrilega sárt að hafa misst sig í nokkrar mín­ útur og það hafi endað með þessum hætti,“ segir Finnbogi. „Ég hef verið að vinna mikið í sjálfum mér undanfarið og ætla að ná heilsu aftur. ADHD­grein­ ingin var talsverður léttir því hún út­ skýrði ýmislegt í fari mínu sem ég hef lent í vandræðum með og þarf að bæta. Þá er það sérstaklega hvat­ vísin, núna myndi ég telja upp á 10, jafnvel hundrað í sambæri legum aðstæðum. Ég er að læra að lifa með þessu,“ segir Finnbogi. Hann er ný­ komin af heilsuhæli og hyggur á aðra innlögn fljótlega. Þetta var ekki eina greiningin sem Finnbogi fékk því að hans sögn bendir margt til þess að hann sé á einhverfurófi. „Ég tók próf sem bendir til þess. Ég hef síðan ver­ ið að kynna mér ýmislegt um ein­ hverfu og fara yfir samskipti mín við annað fólk. Þau hafa yfirleitt reynst mér erfið og þegar ég horfi til baka þá sé ég ákveðið munstur í þessum samskiptum. Ég vildi óska þess að ég hefði vitað af þessum takmörk­ unum mínum fyrr,“ segir Finnbogi einlægur. n Finnbogi Vikar Var nýlega dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að ógna hafnarverði auk þess sem annað dómsmál gegn honum er yfirvofandi. Hann leggur spilin á borðið í samtali við DV. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.