Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 9.–12. desember 20166 Fréttir Pingpong.is - Síðumúli 35 (að neðanverðu) , Reykjavík - S: 568 3920 & 897 1715 Borðtennis er fyrir alla! BorðtennisBorð n Bandaríkjamenn vildu byggja á Kjalarnesi n Brúneggjabræður keyptu landið Stofnfrumufjárfestar hættir við heilsuhótel E kkert verður af áformum þriggja bandarískra fjárfesta og stjórnenda hjá fyrirtækinu BioStem Technologies, sem selur stofnfrumumeðferðir frá Flórída, um að reisa heilsuhótel í Nesvík á Kjalarnesi. Þeir höfðu samið við fjármála­ fyrirtækið Lýsingu hf. um kauprétt á um 40 hektara landi og stofnað ís­ lenska einkahlutafélagið BioStem Iceland utan um verkefnið. Bræð­ urnir Kristinn Gylfi og Björn Jóns­ synir, eigendur Brúneggja ehf., keyptu félagið í haust og tryggðu sér þá skikann sem þeir misstu til Lýs­ ingar árið 2012. Fékk 17 milljóna lán Þeir Henry William Van Vurst, fram­ kvæmdastjóri BioStem Technologies, Jason Matuszewski, fjármálastjóri bandaríska fyrirtækisins, og Andrew Van Vurst, rekstrarstjóri þess, sátu all­ ir í stjórn BioStem Iceland. Það gerðu einnig lögmennirnir Haraldur Flosi Tryggvason og Stefán Árni Auðólfs­ son hjá LMB Lögmönnum. Haraldur sagði í samtali við Fréttablaðið í maí síðastliðnum að erlendir fjárfestar værum að skoða byggingu 100 til 200 herbergja heilsuhótels í Nesvík. Hug­ myndir um verkefnið væru enn á frumstigi og ómótaðar en verið væri að vinna með „einhvers konar heilsu­ tengda ferðaþjónustu“. Lögmaðurinn hafði þá í þeirra umboði óskað eftir staðfestingu skipulagsyfirvalda í Reykjavík á því að áformuð starfsemi félli að gildandi aðalskipulagi. BioStem rekur höfuðstöðvar í borginni Oakland Park í Flórída­ríki. Fyrirtækið býður meðal annars upp á stofnfrumumeðferðir við ýms­ um hrörnunarsjúkdómum í borginni Guadalajara í Mexíkó. Þá sérhæfir það sig einnig í þróun og markaðssetningu lyfja sem innihalda stofnfrumur og eiga að sögn forsvarsmanna þess að hægja á öldrun húðarinnar. Samkvæmt heim­ ildum DV seldu bandarísku fjárfest­ arnir félagið og kaupréttinn á Nesvík nokkrum mánuðum eftir að viðtalið við Harald Flosa birtist. Eignir félagsins voru þá metnar á 18,5 milljónir króna en íslenska einkahlutafélagið hafði fengið 17 milljóna lán frá erlendu móð­ urfélagi. Í ársreikningi félagsins fyrir 2015 kemur ekki fram hvar í heiminum móðurfélagið er staðsett. Endaði hjá Lýsingu BioStem Iceland heitir nú Nesvík fast­ eignir ehf. Bræðurnir Björn og Krist­ inn Gylfi Jónssynir settust í stjórn þess þann 11. nóvember. Fjölskylda þeirra átti Nesvík til ársins 1967, og aftur á árunum 1997 til 2012, en landið var áður hluti af bænum Brautarholti þar sem meðlimir fjölskyldunnar ráku um tíma svínabú og Brúnegg er nú með pökkunar­ og birgðastöð. Í Nes­ vík má finna sumar bústað og félags­ heimili sem félag fyrrverandi starfs­ manna flugfélagsins Loftleiðir byggði á áttunda áratugnum. Starfsmanna­ félagið seldi fjölskyldunni landið aft­ ur árið 1997 og var það í kjölfarið skráð á félagið Nesvík ehf. Gjaldþrot fyrirtækja sem eigendur svínabúsins í Brautarholti voru hluthafar í árið 2003 leiddi til þess að Lýsing eignaðist Nesvík í júní 2012 eða níu árum síðar. Nesvík ehf. var úrskurðað gjald­ þrota í júlí 2015. Samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins var Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf., stærsti hluthafi þess í árslok 2011 með 35 prósenta hlut. Annað hlutafé félags­ ins var þá í eigu systkinanna Kristins Gylfa, Björns, Ólafs og Emilíu Bjargar Jónsbarna. Kristinn Gylfi vildi ekki tjá sig um félagið þegar DV ræddi við hann í síðustu viku og ekki náðist í Björn Jónsson. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Framkvæmdastjóri Brúneggja Kristinn Gylfi og Björn Jónsson, bróðir hans, sitja nú í stjórn Nesvíkur fasteigna ehf. sem hét áður BioStem Iceland ehf. Jörðin sem um ræðir Nesvík er við sjóinn fyrir sunnan Brautarholt. Þarf að greiða 800 þúsund eftir líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Atvikið átti sér stað í Stórholti að morgni laugar­ dagsins 15. ágúst í fyrra. Hinn dæmdi var ákærður fyrir að ráðast á annan mann, snúa hann niður og slá hann ítrekað í höfuðið með þeim afleiðingum að fórnarlamb­ ið hlaut áverka víða um líkamann. Mönnunum lenti saman þegar hinn dæmdi var á gangi með vin­ konu sinni. Lýsti sá síðarnefndi því að fórnarlamb árásarinnar hafi sýnt ögrandi og ógnandi til­ burði, hann hafi orðið hræddur og snúið manninn niður. Fórnarlamb árásarinnar sagði hins vegar að árásarmaðurinn og vinkona hans hafi verið að rífast og hann hvatt þau til að hafa lægra. Vitnið, sem var með árásarmanninum, sagði að hinn dæmdi hafi farið að áreita og ögra manninum sem hafi gengið á undan þeim. Maðurinn hafi að lokum svarað og sagt árásarmann­ inum að láta sig í friði og einbeita sér að stúlkunni sem hann væri með. Sá síðarnefndi hafi ekki látið sér segjast og fórnarlambið spurt hvort hann væri samkynhneigður. Þetta hafi endað með því að hinn dæmdi réðst á manninn og sneri hann í jörðina. Þar hafi hann kýlt hann tvisvar til þrisvar í andlitið. Dómurinn mat það svo að fórnarlamb árásarinnar hafi viljað forðast manninn og árásarmann­ inum hafi ekki átt að standa ógn af honum. Ekki var þó talið sann­ að að árásarmaðurinn hafi lamið fórnarlambið í höfuðið en þó talið sannað að hann hafi snúið hann í jörðina. Fangelsisdómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára, en auk þess var árásarmanninum, sem er fæddur árið 1982, gert að greiða fórnarlambi sínu skaða­ og miskabætur að fjárhæð 279 þús­ und krónur. Þá var hann dæmdur til að greiða 543 þúsund krónur í sakarkostnað. Metið fallið Rúmlega hálf milljón Íslendinga fara til útlanda á árinu R úmlega 45 þúsund Íslendingar flugu frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði sem er mik­ il viðbót við gamla metið. Það var sett í nóvember árið 2007 þegar nærri 41 þúsund íslenskir farþegar flugu frá Íslandi. Ferðavefurinn Túristi greindi frá þessu á fimmtudag. „Að meðaltali sátu því um fimmtán hund­ ruð Íslendingar á degi hverjum í vél­ unum sem tóku á loft frá Keflavíkur­ flugvelli í nóvember en svo margir farþegar fylla um átta hefðbundnar þotur,“ segir í frétt Túrista. Ferðamála­ stofa hefur haldið úti talningu á brott­ förum Íslendinga frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá árinu 2004 og á þeim tíma hafa aldrei fleiri farið út en árið 2007 þegar fjöldinn náði nærri 470 þúsundum. Það met fellur hins vegar í ár því í lok nóvember síðastliðinn höfðu 495 þúsund íslenskir farþegar farið út og næsta víst er að í fyrstu viku þessa mánaðar hafi meira en 5.000 Ís­ lendingar innritað sig í flug í Leifsstöð. Þar með hefur meira en hálf milljón íslenskra farþega farið til útlanda í ár. Langflestir í júní eða rúmlega 67 þús­ und talsins. n kristin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.