Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Qupperneq 8
Helgarblað 9.–12. desember 20168 Fréttir K aup Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi for- stjóra Glitnis, og þriggja ís- lenskra útgerðarfyrirtækja á dótturfélagi Icelandic Group á Spáni, Icelandic Iberica, sem seldi sjávarafurðir fyrir um þrettán millj- arða króna í fyrra, gengu í gegn á þriðjudag. Seðlabanki Íslands og samkeppn- isyfirvöld á Spáni höfðu þá sam- þykkt kaupin en Icelandic Group, sem er í eigu fimmtán lífeyrissjóða og Landsbankans, gefur kaupverðið ekki upp. Bjarni tók við stöðu stjórn- arformanns íslensks móðurfélags sölufyrir tækisins í lok október og er það nú skráð til húsa á heimili hans. Stór biti af Icelandic Tilkynnt var um kaup íslenska einkahlutafélagsins Solo Seafood á starfsemi Icelandic Group á Spáni í september síðastliðnum. Kom þá fram að útgerðarfélögin FISK- Seafood á Sauðárkróki, Jakob Valge- ir í Bolungarvík, Nesfiskur í Garði, og Sjávar sýn, fjárfestingarfélag Bjarna, hefðu komist að samkomulagi um kaup á Icelandic Iberica. Fyrirtækin þrjú væru stærstu birgjar spænska dótturfélagsins sem er einn helsti sölu- og dreifingaraðili á léttsöltuð- um þorski frá Íslandi og öðru frosnu sjávarfangi til Suður-Evrópu. Tekjur Icelandic Iberica hafi numið 100 milljónum evra, um þrettán millj- örðum króna, árið 2015 og starfs- menn fyrirtækisins væru um 140 talsins. Heildarvelta Icelandic Group sama ár var til samanburðar um 500 milljónir evra. Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri FISK-Seafood, Berg- þór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks, Hjörleifur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Icelandic Iberica til tuttugu ára, og Jakob Valgeir Flosason sitja nú allir í stjórn Solo Seafood ásamt Bjarna. Félagið var stofnað í júlí 2015 en viðskiptafé- lagarnir Jakob Valgeir og Ástmar Ingvarsson settust í stjórn þess í nóvember sama ár og hvarf sá síðarnefndi á braut þegar nú- verandi stjórnarmenn þess tóku við hálfu ári síðar. „Mjög stolt“ Bjarni Ármannsson lýsti í samtali við Undercurrent News á miðviku- dag, fréttamiðilinn sem greindi fyrst frá kaupum Solo Seafood á Icelandic Iberica í september, ánægju eigenda íslenska móðurfélagsins með að kaupin hafi gengið í gegn. „Við erum mjög stolt af stjórnend- um og starfsfólki Icelandic Iberica og hlökkum til að þróa reksturinn með þeim. Þannig að við verðum leiðandi í okkar grein,“ sagði Bjarni í samtali við Undercurrent News og vildi ekki gefa upp hversu stóran hlut hann á í Solo Seafood og þá spænska sölu- fyrirtækinu. Ekki náðist í Bjarna við vinnslu þessarar fréttar. Hluthafa- lista Solo Seafood hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár Ríkis- skattstjóra (RSK). Icelandic Group er í eigu Fram- takssjóðs Íslands (FSÍ). Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna er stærsti einstaki hluthafi FSÍ með 19,9 prósenta hlut en þar á eftir koma Landsbankinn með 17,7 prósent og Gildi lífeyris- sjóður með 16,5. Þrettán aðrir lífeyris- sjóðir eiga níu prósent eða minna. n Kaup Bjarna Ármanns og solo Á spÁni í höfn n Þrjú útgerðarfélög og Bjarni eiga solo seafood n seldi fyrir tólf milljarða í fyrra Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Sitja báðir í stjórn Solo Seafood Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, og Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood. Stjórnarformaðurinn Bjarni Ármannsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Glitnis. Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS Persónuleg og fagleg þjónus ta einstakar skreytingar við öll tækifæri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.