Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 9.–12. desember 201610 Fréttir „Óeðlilega“ fáar nýrnaígræðslur í ár, segir Sahlgrenska É g á ekki von á öðru en að ígræðslum muni fjölga veru- lega. Annað er ekki ásættan- legt fyrir okkur,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækn- inga og umsjónarmaður líffæra- ígræðsluteymis Landspítalans, sem í síðustu viku fundaði með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Gautaborg. Tilefni fundarins var að leita skýr- inga á því hruni sem varð á nýra- ígræðslum í íslenska sjúklinga á ár- inu 2016, samanborið við önnur ár, sem DV greindi frá í síðasta mánuði. Aðeins ein í ár Þar kom fram að aðeins ein nýra- ígræðsla hafi verið gerð á Íslendingi í gegnum norrænt samstarf um líf- færagjafir, samanborið við átta árið áður. Ígræðslan eina kom í þokkabót ekki fyrr en í byrjun nóvember. Um er að ræða samstarf undir merkjum ígræðslustofnunarinnar Scandia- transplant sem starfrækir líffæra- banka. Líffæri sem Íslendingar gefa fara í bankann og ígræðsla fer oftast fram á Sahlgrenska- háskólasjúkrahús- inu í Svíþjóð, sem er samstarfssjúkrahús verkefnisins. Ísland hefur verið aðili að þessu samstarfi frá árinu 2010. Að meðaltali hafa íslenskir nýrnasjúk- lingar verið að fá um 5–6 ígræðslur á ári í gegnum þetta ver- kefni en árið 2016 var afar slæmt. Svo slæmt að Íslendingar óskuðu eftir fundi til að fara yfir stöðuna sem álitin var alvarleg. Óeðlilega fáar aðgerðir „Við áttum ágætan fund með full- trúum Sahlgrenska-háskóla- sjúkrahússins í síðustu viku. Farið var ítarlega yfir þetta mál og ýmsa aðra þætti samstarfsins. Aðilar voru sammála um að nýraígræðslur í ís- lenska sjúklinga hefðu verið óeðli- lega fáar síðastliðið ár, ekki síst með hliðsjón af miklum fjölda líffæra- gjafa héðan, og það væri óviðun- andi ástand sem þyrfti að leiðrétta hið fyrsta,“ segir Runólfur. Hann ítrekar þó að aðgengi íslenskra sjúk- linga að ígræðslum annarra líffæra hafi verið ágætt. Ekki meðvituð ákvörðun Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk í síðasta mánuði eru nú 12 ís- lenskir nýrnasjúklingar á formlegum biðlista eftir ígræðslu. Fleiri eru síð- an á undirbúnings- stigi. Aðspurður hvort íslenskir nýrnasjúklingar á biðlista megi nú, í kjölfar fundarins og þeirrar staðreynd- ar að menn voru sammála um að ástandið hafi verið óviðunandi, búast við fleiri ígræðslum á næstunni segir Runólfur að hann eigi ekki von á öðru. Einn tilgang- ur fundarins var að leita skýringa á þessu hruni en að- spurður hvort slíkar skýringar hafi fengist segir Runólfur: „Engin ákveðin skýring og ekk- ert sem bendir til að þetta hafi verið meðvituð ákvörðun af þeirra hálfu.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Býst við úrbótum Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítal- anum, segir að allir hafi verið sammála um að ástandið hefði verið óviðunandi og að það yrði að leiðrétta stax. Óeðlilegt væri hversu fáar nýrnaígræðslur Íslendingar hefðu fengið í ár. Mynd Sigtryggur Ari „Aðilar voru sam- mála um að nýra- ígræðslur í íslenska sjúk- linga hefðu verið óeðlilega fáar síðastliðið ár. 15. nóvember 2016 Kennarar í fæðingarorlofi munu ekki fá eingreiðslu G runnskólakennarar sem verið hafa í fæðingarorlofi munu ekki fá 200 þúsund króna eingreiðslu sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningi þeirra sem undir- ritaður var 29. nóvember síðast- liðinn. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um samninginn og hafa kennarar víða um land því verið að fara nánar í saumana á því sem liggur á borðinu. Eitt þeirra atriða sem kennarar sem eru og hafa verið í fæðingarorlofi undanfarna mánuði ráku augun í er að þeir munu ekki fá tiltekna eingreiðslu sem aðrir fá, og kveðið er á um í samningnum. DV leitaði skýringa á þessu enda ljóst að kennurum í orlofi þykir þetta frekar súrt í brotið. Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, segir að ekki sé um einsdæmi að ræða í kjarasamningum kennara, svona sé þetta almennt séð í kjarasamn- ingum. Eingreiðslur sem þessar eigi ekki við um fólk í fæðingar- orlofi. Um sé að ræða eingreiðslu til að mæta samningsleysi sem í tilfelli grunnskólakennara var frá júní fram í desember og um sé að ræða um 200 þúsund krónur. Mis- jafnt geti þó verið eftir sveitarfé- lögum, hvort kennarar í fæðingar- orlofi verði af þessum greiðslum. Sum sveitarfélög hafa greitt þetta út „Ég veit að sum sveitarfélög hafa borgað þetta. Við erum að kanna hvernig þetta er hjá sveitarfélög- um. Það er engin regla á því og mér er ekki kunnugt um hvernig það er.“ Einstaklingar í fæðingarorlofi þiggja greiðslur úr fæðingaror- lofssjóði og fá því skiljanlega að- eins hækkunina sem um er samið hverju sinni eftir að þeir snúa aftur til starfa. Það fer því eins með ein- greiðsluna, sem ætlað er að mæta samningsleysinu, og launagreiðsl- ur á meðan fólk er í fæðingarorlofi. Ólafur segir skiljanlegt að fólki í fæðingarorlofi finnist þetta fúlt. Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning grunnskólakennara hófst á mánudag og stendur til 12. desember næstkomandi. Margir sagt upp Kjarabarátta grunnskólakennara hefur verið afar hörð. Fjölmargir kennarar hafa sagt upp störfum og fleiri bættust við eftir að nýr kjara- samningur var kynntur. Til að mynda sagði þriðjungur kennara við Réttarholtsskóla upp störf- um degi eftir að samningurinn var undirritaður, enda ekki nógu ánægðir með þær kjarabætur sem þar var boðið upp á. Ekki er því útilokað að kennarar komi til með að fella hinn nýja samning. n n Verða af 200 þúsundum króna n Ætlað að mæta samningsleysi Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ekki á launaskrá Kennarar í fæðingarorlofi fá ekki 200 þúsund króna eingreiðslu sem ætlað er að mæta samningsleysi kennara frá júní til desember. Sum sveitarfélög hafa þó í gegnum tíðina greitt þeim slíka eingreiðslu. Ólafur Loftsson Formaður Félags grunnskólakennara segist skilja að ein- hverjum þyki þetta fúlt. „Ég veit að sum sveitarfélög hafa borgað þetta. „ÓViðunandi ástand“ Gleraugnaverslunin Eyesland opnar nýja og glæsilega verslun á Grandagarði 13. Mikið úrval af góðum gleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónstu. Opnum augun á nýjum stað! Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Ray Ban umgjörð kr. 24.890,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.