Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Side 12
Helgarblað 9.–12. desember 201612 Fréttir Bláuhúsin v. Faxafen s: 568 1800 s: 588 9988 s: 511 2500 Kringlunni Skólavördustíg 2 Bestir í sjónmælingum Tímapantanir í síma H æstaréttardómararnir Við- ar Már Matthíasson og Ei- ríkur Tómasson áttu hluti í Landsbanka Íslands við fall bankans 3. október árið 2008 og nam samanlagt tap þeirra vegna hlutabréfaeignarinn- ar á þeim degi rúmlega ellefu millj- ónum króna. Þegar gengi bréfa í Landsbankanum stóð hvað hæst, um miðjan októbermánuð 2007, nam markaðsvirði hlutabréfanna hins vegar um 23 milljónum króna. Eiríkur og Viðar Már, sem er jafn- framt varaforseti Hæstaréttar, skip- uðu báðir fimm manna dóm Hæsta- réttar sem dæmdi ýmsa fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Lands- bankans seka um markaðsmisnotk- un og/eða umboðssvik í tveimur málum fyrir Hæstarétti í október 2015 og febrúar 2016. Á meðal þeirra sem hlutu dóm var Sigurjón Þ. Árna- son, fyrrverandi bankastjóri Lands- bankans, en hann var dæmdur í samtals fimm ára fangelsi. Í samtali við DV segist Eiríkur ekki telja að hlutafjáreign hans í Landsbankanum, sem var metin á 1,7 milljónir við fall bankans, hafi valdið vanhæfi hans í þeim mál- um sem beindust að stjórnendum bankans. „Ég tel að þetta valdi ekki vanhæfi mínu í málum af þessu tagi. Þetta var það lítilfjörleg fjárhæð og það voru margir sem töpuðu fjár- munum við fall bankanna og ég var einn þeirra og í sporum margra. Ég ber engan sérstakan hug til for- ystumanna þessa banka frekar en annarra vegna þessa. Ég hef enga ástæðu til þess.“ Eiríkur tekur hins vegar fram að „ef þetta hefði verið há fjárhæð, numið kannski tugum milljóna sem ég hefði tapað þarna, þá hefði gegnt öðru máli.“ DæmDu stjórnenDur banka sem þeir töpuðu milljónum á n Hæstaréttardómararnir Viðar Már og Eiríkur áttu um tíma samanlagt 23 milljónir í Landsbankanum en töpuðu öllu n Dæmdu í markaðs­ misnotkunarmáli bankans n „Tel að þetta valdi ekki vanhæfi mínu“ Viðar Már Matthíasson Eiríkur Tómasson Hörður Ægisson Haraldur Guðmundsson hordur@dv.is / haraldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.