Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Side 14
Helgarblað 9.–12. desember 201614 Fréttir T víreykta Húsavíkurhangi­ kjötið frá Norðlenska bar sigur úr býtum í árlegri hangikjötsmökkun DV þar sem sex manna dómnefnd smakkaði og dæmdi fjórtán tegundir af íslenskum hangilærum frá fimm framleiðendum. Hangikjöt þykir ómissandi hluti af jólahaldi á ótal íslenskum heimilum og miðað við niðurstöður blindsmökkunar DV í ár er árgangurinn í ár einstaklega góð­ ur. Keppnin var hnífjöfn að þessu sinni og sjaldan verið eins mjótt á munum. Aðeins skildu 0,5 stig að fyrstu sex sætin í ár en á endanum var það tvíreykta Húsavíkurhangi­ kjötið sem var hlutskarpast. Hnífjöfn keppni Besta hangikjötið í ár hlaut 7,75 stig að meðaltali hjá dómnefndinni, af 10 mögulegum, en þetta er í fyrsta skipti sem tvíreykta Húsavíkur­ hangikjötið tekur þátt. Sambands­ hangikjötið, einnig frá Norðlenska, varð í öðru sæti með 7,66 stig og birkireykta hangikjötið frá SS hafn­ aði í þriðja með 7,58 stig. Svo mjótt var á munum á efstu lærunum að DV ákvað að notast við tvær aukatöl­ ur í meðaleinkunn á þeim efstu til að gefa gleggri mynd af stöðunni. Dóm­ nefnd DV var sem fyrr skipuð kröfu­ hörðu fagfólki, en almennt virtust flestir sem komu að smökkun DV í ár sammála um að mikið væri af góðu kjöti í ár. Tíunda árið Þetta er tíunda árið í röð sem DV framkvæmdir blinda bragðprófun á jólakjöti, en í ár var ákveðið að ein­ blína á hangikjötið. Líkt og undanfarin ár er smökk­ unin undirbúin og skipulögð af matreiðslumeistaranum Brynjari Eymundssyni á Höfninni. DV bauð framleiðendum sem tekið höfðu þátt áður að vera með að þessu sinni og lögðu þeir til kjötið í smökkunina með glöðu geði. Brynjar sá um að matreiða kjötið eftir kúnstarinnar reglum. Allt hangi­ kjötið var eldað með sama hætti nema aðrar leiðbeiningar væru tekn­ ar fram af framleiðendum á pakkn­ ingum. Hangikjötið var borið fram kalt, með laufabrauði og jólaöli á huggulegum veitingastað Brynjars, Höfninni á Geirsgötu 7. Dómarar brögðuðu síðan á kjöt­ inu án þess að vita nokkuð um hvaða tegund væri um að ræða eða frá hvaða framleiðanda. Gáfu þeir kjötinu síðan einkunn á bilinu 1 og upp í 10 og skrifuðu hnitmiðaðar athugasemdir við hvert og eitt, þar sem þeir tóku út þætti eins og út­ lit, áferð, reyk­ og saltmagn og síð­ an auðvitað bragð – hver eftir sínu höfði. Valinkunn dómnefnd Dómnefndina í ár skipuðu Bjarki Hilmarsson, matreiðslumeistari á Hótel Geysi, Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans, Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Sam­ taka sauðfjárbænda, Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar stjóri Hvolsvelli, Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslu­ meistari, einnig þekktur sem Bjarni snæðingur, og Margrét Ríkharðsdótt­ ir, matreiðslumeistari á Bryggjunni brugghúsi. Brynjar sá um að manna dóm­ nefndina líkt og fyrri ár. Kann DV dómnefndinni, Brynjari og starfs­ fólki Hafnarinnar bestu þakkir fyrir aðstoðina og fagleg vinnubrögð. Telja eitt lærið hafa verið skemmt Að höfðu samráði við Brynjar við og dómnefndina vill DV taka fram að svo virðist sem eitt hangilæri hafi hugsanlega verið skemmt. Það var framlag Fjallalambs, Hóls­ fjallahangikjötið, sem oft hefur skip­ að sér í efstu sætin í keppninni en endaði í neðsta sæti nú. Að sögn Brynjars var ekkert á umbúðun­ um sem gaf til kynna að þær hefðu skemmst áður en kjötið var matreitt þannig að súrefni hafi komist að því. Lærið fékk sömu meðhöndlun og önnur í keppninni. En þegar kom að því að skera kjötið og bera það fram var augljóst að eitthvað var ekki eins og það á að vera. Að keppni lokinni gátu Brynjar og dómnefndin ekki ímyndað sér hvað gæti hafa orsakað þetta. Að utan leit hangilærið ekki grunsamlega út en þegar það hafði verið skorið kom í ljós brúngrá rönd í ytri lögum vöðvans og bragðið þótti ekki eðlilegt. n Tvíreykta Húsavíkurhangikjötið best n Dómnefnd leggur mat á hangikjöt í árlegri könnun DV n Fjórtán læri smökkuð n Keppnin hnífjöfn í ár n 0,17 stigum munaði á fyrsta og þriðja sætinu Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Sigurvegarar fyrri ára 2015 – Kjarnafæði – taðreykt norðlenskt 2014 – KEA 2013 – Fjarðarkaup 2012 – Iceland 2011 – Sambandshangikjötið 2010 – Húsavíkurhangikjötið 2009 – Hólsfjallahangikjötið og Húsavíkurhangikjötið 2008 – Húsavíkurhangikjötið 2007 – Hólsfjallahangikjötið Sigurvegari á diski Hér má sjá tvíreykta Húsavíkurhangikjötið á diski. Þetta hangilæri hlaut hæstu einkunn dómara. Dómnefndin F.v. á mynd. Margrét Ríkharðsdóttir, Margrét Sigfúsdóttir, Bjarki Hilmarsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Bjarni snæðingur og Svavar Halldórsson. Hjá þeim stendur Brynjar Eymundsson, eigandi Hafnarinnar. MynDir SigTryggur Ari Allt fyrir raftækni Yfir 500.000 vörunúmer Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.