Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 16
Helgarblað 9.–12. desember 201616 Fréttir Erlent Bílahitari Við einföldum líf bíleigandans Termini 1700 bílahitarinn er tilvalin lausn. Hann er lítill og nettur og auðvelt að koma honum fyrir t.d. undir mælaborði bílsins. Allur tengibúnaður fylgir ásamt tímarofa sem ræsir hitarann t.d. klukkutíma áður en þú leggur af stað. Verð kr. 39.000 Væri ekki dásamlegt að sleppa við að skafa glugga og geta sest inn í heitan og notalegan bílinn á köldum vetrarmorgni? Láttu verkstæðið sjá um ísetninguna. Verð frá kr. 49.900 með ísetningu. 11.0 52 Glæpamaður oG fórnarlamb? n Dominic Ongwen fyrir dómi í Haag n Var hægri hönd Joseph Kony R éttarhöld yfir Úgandamann- inum Dominic Ongwen hófust hjá Stríðsglæpadóm- stólnum í Haag í vikunni. Málið markar ákveðin tíma- mót því Ongwen er fyrsti meðlimur Andspyrnuhers drottins (e. Lord‘s Resistance Army; LRA) sem leidd- ur er fyrir dómstólinn. Ongwen var háttsettur innan skæruliðahreyf- ingarinnar og hægri hönd leiðtogans Josephs Kony. Stríðsglæpir Hreyfingin er talin bera ábyrgð á dauða um hundrað þúsund manns í Úganda og nágrannaríkjum á undanförnum 30 árum og ránum á um 60 þúsund börnum á sama tíma sem mörg hver voru gerð að barna- hermönnum. Ongwen er ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mann- kyni, þar á meðal morð, mannrán og þrældóm. Alvarlegustu ákæruliðirnir varða árásir og morð á flóttamanna- bækistöðvar árin 2004 og 2005. Á þriðjudag var málið tekið fyrir hjá Stríðsglæpadómstólnum og ákæran gegn honum lesin upp. Ongwen, sem neitar sök, á yfir höfði sér lífs- tíðarfangelsi en sjálf réttarhöldin byrja í janúar næstkomandi. Var sjálfur numinn á brott Mannréttindasamtök hafa fagnað ákærunni gegn honum, þeirra á meðal er Mannréttindavakt- in, Human Rights Watch. En mál- ið hefur einnig vakið upp ákveðn- ar spurningar þar sem Ongwen var sjálfur fórnarlamb LRA á sínum tíma. Talið er að hann hafi verið níu ára gamall þegar liðsmenn Andspyrnu- hersins rændu honum og þjálf- uðu hann til að gegna hermennsku. „Margir þessara meðlima LRA, sem eru álitnir vondir eða slæmir, voru sjálfir fórnarlömb fyrir það fyrsta. Þannig að þetta er erfitt viðfangsefni sem veltir upp mörgum spurning- um,“ sagði Ledio Cakaj í samtali við breska blaðið The Guard ian í vik- unni, en Ledio er höfundur bókar- innar When the Walking Defeats You sem byggir á æviminningum fyrrver- andi lífvarðar Josephs Kony. Vann sig upp metorðastigann Í umfjöllun The Guardian kom einnig fram að verjendur Ongwens muni nota þessa staðreynd í málsvörn sinni og benda á að engar óyggjandi sannanir séu fyrir þeim voðaverkum sem ákæruliðirnir byggja á. Thomas Obhof, bandarískur lögfræðingur sem er í lögmannateymi Ongwens, sagði við The Guardian í vikunni að skjól- stæðingur sinn hefði sjálfur þurft að sæta pyntingum þegar hann var barn. „Hann var neyddur til að horfa upp á morð og var skikkaður til að gerast hermaður. Saksóknarar munu á móti benda á að tryggð hans við LRA hafi orðið til þess að hann vann sig fljótt upp metorðastigann og varð einn valdamesti maður hreyfingarinnar. Þó að enginn efist um ódæðisverk skæruliðahreyfingarinnar í Afríku eru sumir sem hafa kallað eftir því að meðlimum samtakanna, sem horfið hafa af braut glæpa, verði fyrirgefið. „Ég vil að Ongwen verði fyrirgefið, al- veg eins og sumum okkar hefur verið fyrirgefið,“ segir Dominic Ecodu sem var liðsmaður Andspyrnuhers drottins í tíu ár. Hann var sjálfur numinn á brott af liðsmönnum sam- takanna þegar hann var sjö ára. Kony ófundinn Samtökin alræmdu eru sem fyrr segir talin bera ábyrgð á dauða um hundrað þúsund einstaklinga. Þau stóðu í skæruhernaði í fimm lönd- um í austur- og miðhluta Afríku; Úg- anda, Suður-Súdan, Mið-Afríkulýð- veldinu, Lýðveldinu Kongó og Tsjad, í um 30 ár þar sem pyntingum, lim- lestingum og nauðgunum var óspart beitt. Talið er að LRA samanstandi í dag af aðeins um hundrað meðlim- um og er leiðtogi samtakanna, Jos- eph Kony, þar á meðal. Árið 2005 var lýst eftir fimm háttsettum meðlim- um LRA og af þeim eru aðeins Kony og Ongwen á lífi. Þrátt fyrir að fimm milljónir Bandaríkjadala hafi verið lagðar til höfuðs Kony er hann enn ófundinn. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Gengur enn laus Leiðtogi LRA, Joseph Kony, gengur enn laus þrátt fyrir að fimm milljónir dala hafi verið lagðar til höfuðs honum. Fyrir dómi Dominic Ongwen er nú fyrir dómi í Haag sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Mynd EPA Glímudrottning í starfsliði Trumps Donald Trump, verðandi Banda- ríkjaforseti, heldur áfram að skipa í embætti í kringum sig áður en hann tekur við í janúar næstkomandi. Nýjasta skipan hans hefur vakið athygli en hún sneri að því að ráða í stöðu yfir- manns SBA (e. Small Business Administration) sem er sjálfstæð stofnun bandarísku ríkisstjórnar- innar sem tryggir hagsmuni smá- fyrirtækja. Það var athafnakonan Linda McMahon sem hlaut útnefn- inguna en hún er hvað þekktust fyrir að stofna og stýra fjölbragða- glímuveldinu WWE ásamt eigin- manni sínum, Vince McMahon. Hjónin voru miklir stuðnings- menn Trumps og gáfu hátt í sex milljónir dala til kosningabaráttu hans, í gegnum svokallaða Super Pac-sjóði. Linda hefur í tvígang boðið sig fram til öldungadeildar- þingmennsku fyrir Repúblikana- flokkinn, 2010 og 2012, en ekki haft erindi sem erfiði. Á Twitter- síðu sinni segir hún það mikinn heiður að fá útnefninguna. Trump þekkir vel til McMahon-hjónanna en sjálfur hefur hann komið fram í glímu- viðburðum WWE og gott betur því hann var tekinn inn í frægðar- höll sambandsins á sínum tíma, þar sem hann situr á stalli með Hulk Hogan og fleiri köppum. Linda McMahon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.