Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 19
Helgarblað 9.–12. desember 2016 Umræða 19 Náttúrulegar hágæða gæludýravörur að losa sig úr sínum viðjum, hætti um hríð í víni og dópi og fór meðal annars í Myndlistarskólann hér heima. En tókst ekki að komast úr vítinu; fyrirfór sér, eða „stimplaði sig út“ eins og Hreinn Vilhjálmsson bróðir hans orðaði það. Seinna hitti ég Tolla listmálara sem sagði mér að þeir Leifur hefðu verið um hríð samtíða í myndlistarnámi, og að Leifur, þá orðinn fullorðinn mað- ur, hefði verið með einna mestan talent skólasystkinanna. Því er ég að rifja upp örlög þessara bræðra að maður hugsar með hrolli til þess hversu skammt er um liðið frá því misskipting var slík í okkar þjóðfélagi að ungum efnilegum börnum eins og þessum bræðrum stóð í raun ekkert nema eymd og útskúfun til boða, þeir fengu í rauninni aldrei tækifæri. Tveimur hæfileikaríkum krökk- um var í rauninni kastað á fjós- hauginn í barnæsku, vegna órétt- lætis í samfélaginu og bágra kjara móðurinnar. Og með það í huga hef ég verið að lesa nýútkomið stórvirki Guðjóns Friðrikssonar „Úr fjötrum“ og fjallar um sögu Alþýðu- flokksins, sem hófst 1916, fyrir rétt- um hundrað árum. Jöfnuður í samfélagi manna Nú er mikið í tísku að segja að sósíal demókratismi sé úreltur, það hlakka margir yfir dvínandi fylgi þeirra flokka sem slíkt aðhyllast, ekki síst í okkar heimshluta, og við Íslendingar þekkjum þetta svos- em vel; hreyfing jafnaðarmanna næstum þurrkaðist út í síðustu kosningum. En ég hef verið að lesa áðurnefnda bók Guðjóns Friðriks- sonar, hún hefur auðvitað Alþýðu- flokkinn gamla í miðpunkti en fylgir að sjálfsögðu hreyfingunni, hvert sem hún klofnar og undir hvaða nöfnum sem hún birtist í lengri eða skemmri tíma: þetta er sagan um baráttu fátækrar alþýðu fyrir því að geta lifað mannsæmandi lífi, að alþýðubörn geti notið viðunandi húsnæðis, menntunar og þroska, og þurfi ekki að eyða ævinni á botni samfélagsins. Og það er hrollvekj- andi til þess að hugsa hvernig þjóð- félagið væri ef jafnaðarmenn og verkalýðshreyfing hefði ekki barist fyrir þeim umbótum sem orðið hafa. Það mætti byrja á vökulögun- um frá þriðja áratugnum, og svo áfram: verkamannabústöðunum, alþýðutryggingum og seinna al- mannatryggingum, lög um stéttar- félög og vinnudeilur sem tryggðu samningsrétt vinnandi fólks um kaup og kjör; lög um jöfn laun kynj- anna, lánasjóð námsmanna, tón- listarnám sem öllum stæði til boða og þannig mætti áfram telja; það var fyrir baráttu sósíalista sem tókst að uppræta fátækrahverfi af því tagi sem tvíburarnir sem hér hefur verið sagt frá þurftu að alast upp í. Fólk ætti að velta fyrir sér þeim æpandi mun sem er á samfélögum í okkar heimshluta þar sem jafn- aðarmenn hafa haft veruleg áhrif, og svo hinum. Jafnaðarmenn hafa aldrei ráðið neinu í Rússlandi, eftir fall kommúnismans tóku ólígark- arnir yfir þjóðarauðinn og sólunda honum í þotulíf sjálfs sín um allan heim. Í Bandaríkjunum er sósíal- ismi bannorð, og sagt var að þegar Bernie Sanders kenndi sig við þá stefnu hafi orðið útséð um að hann gæti orðið forseti; í staðinn fengu þeir Trump sem ætlar strax í janúar að hefja vinnu við að leggja niður hið svokallaða „Obamacare“ sem er vottur af því kerfi sem við þekkj- um í kratískari Evrópu og á að gefa fátæku fólki rétt til lífs og heilsu þótt það veikist eða slasist. Ég held við viljum ekki banda- rískt kerfi í okkar landi; það var þannig snemma á síðustu öld, en breyttist vegna baráttu alþýðunnar, þrátt fyrir oft hatramma andstöðu hinna betur megandi. Fólk þarf að kynna sér þessa sögu; lesa bæði „Bæjarins verstu“ og hina nýju „Úr fjötrum – saga Alþýðuflokksins“. n Bernie Sanders „Í Bandaríkjunum er sósíalismi bannorð, og sagt var að þegar Bernie Sanders kenndi sig við þá stefnu hafi orðið útséð um að hann gæti orðið forseti.“ Við tökum upp söngvara, hljóðfæraleikara, hljómsveitir, hljóðbækur, og margt fleira Stúdíó NORN Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn „Því er ég að rifja upp örlög þessara bræðra að maður hugsar með hrolli til þess hversu skammt er um liðið frá því misskipting var slík í okkar þjóðfélagi að ung- um efnilegum börnum eins og þessum bræðrum stóð í raun ekkert nema eymd og útskúfun til boða. Bæjarins verstu „Hann óð gegnum fjóshaug mannlífsins en sagan hans glitrar eins og perla.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.