Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 9.–12. desember 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Björn Valur orðinn Sigmundur Davíð Vinstri grænna? Ýmsir hafa klórað sér í kollinum að undanförnu yfir framgöngu varaformanns VG, Björns Vals Gíslasonar, frá síðustu kosningum. Meðan að á stjórnarmyndunar- viðræðum hefur staðið hefur Björn Valur ritað hvern pistilinn á fætur öðrum á heimasíðu sína þar sem hann hefur lagt eitt og annað til málanna, og misvinsælt. Þannig skrifaði Björn Valur 4. des- ember síðastliðinn að hryggjarstykkið í næstu ríkisstjórn yrðu ekki miklar og hraðar kerfis- breytingar. Þetta kom við kaun- in á mörgum, samflokksmönn- um Björns Vals sem og öðrum, enda mikil áhersla verið lögð á svokallaðar kerfisbreytingar í landbúnaði, sjávarútvegi, stjórn- arskrármálum og fleiru af hálfu hugsanlegra samstarfsflokka VG takist að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri. Innan VG er fullyrt að Björn Valur hafi með þessum skrifum beinlínis verið að vinna gegn myndun slíkrar ríkisstjórnar. Hann sé enda áfram um að VG fari í samstarf með Sjálfstæðis- flokki, enda sjái hann fram á að fleiri ráðherrastólar verði þá til skiptanna. Björn Valur mun ætla sér einn slíkan í krafti varafor- mannsembættisins. Hins vegar er hann nokkurn veginn alveg einn um þá afstöðu innan VG og er Björn Valur raunar orðinn svo einangraður innan flokksins að haft er þar í flimtingum að hann sé orðinn Sigmundur Davíð Gunn- laugsson Vinstri grænna. Hvað má segja börnum? J ólin nálgast og flestir bíða þeirra í tilhlökkun. Vissulega eru til þeir sem láta sér fátt um allt tilstandið finnast og geyma ekki jólaandann í brjósti sér, en vonandi ekki margir. Jólin eru ljúf- ur tími sem minnir okkur á náunga- kærleik og allt það góða. Á þessum tíma eru jólaskreytingar alls staðar, þar eru ekki bara jólasveinar áberandi held- ur einnig englar og Jesúbarnið. Jóla- lögin hljóma og þar er mikið um lof- söng til Guðs og frelsarans. Enginn ætti að komast hjá því að vita af hverju við fögnum jólunum. Stund- um er samt eins og vilji sé til þess að börnin viti sem minnst af því. Á hverju ári verða umræður um heimsóknir skólabarna í kirkjur um jól, en af einhverjum ástæðum hleypir tilhugsun um þær heim- sóknir illu blóði í einhverja sem rausa mjög um skelfilega trúarinn- rætingu. Það er engu líkara en að velferð barna sé í stórhættu stígi þau inn í kirkju á skólatíma í des- ember og hlusti á prest segja frá fæðingu frelsarans. Þarna er full- mikill æsingur á ferð. Það er nú ekki eins og prestar landsins séu ofsa- trúarfólk sem hóti börnunum for- dæmingu og eldum helvítis hneigi þau sig ekki í auðmýkt frammi fyrir altarinu. Flest börn ættu að hafa gleði og ánægju af því að fara inn í fallega skreytta kirkju og heyra fagra sögu um fæðingu barns. Flestir foreldrar vilja örugglega að börn sín fari í slíka heimsókn. Svo eru þeir sem vilja það ekki. Enginn vill þvinga þá til að gefa samþykki sitt og enginn ætti heldur að vilja draga börn óviljug inn í kirkju. Það er trúfrelsi í landinu og það ber að virða. Á sama hátt og ekki skal þvinga neinn í kirkjuheimsóknir skal heldur ekki meina skólabörnum að fara í guðs- hús og fræðast þar um kristna trú. Maður á allt eins von á því að fólkið, sem ekki getur hugsað sér heimsóknir skólabarna í kirkjur landsins, fari fram á að textar jóla- laga séu ritskoðaðir og nafn Jesú og Guðs máð úr þeim. Þessu fólki væri vel trúandi til að halda því fram að gríðarleg innræting sé í textum sem börn og unglingar læra ósjálfrátt ut- anað og fela í sér lofsöng til almætt- isins. Það væri alveg eftir þessum hóp að spyrja vandlætingarfullt: Er virkilega við hæfi að syngja slíka söngva á jólaskemmtunum í skól- um? Er ekki rétt að forða börnum frá svo vondri innrætingu? Kristin trú hefur haft jákvæð áhrif á menningu okkar og lífs- viðhorf, enda einkennist hún af náungakærleik. Afar margir leitast við að verða ögn betri manneskjur um jól og það getur ekki verið annað en gott. Náungakærleik gleymum við of oft. Jólin minna okkur rækilega á gildi hans. n Myndi sinna þessu starfi án launa Björn Einarsson íhugar framboð til formanns KSÍ. – DV Við viljum bara fá að vera í friði Ólafía og Andri, eigendur Immortal Art. – DV Ég hef komist í hann krappan hérlendis Predikarinn Simon Ott er umdeildur. – DV „Það er engu líkara en að velferð barna sé í stórhættu stígi þau inn í kirkju á skóla- tíma í desember og hlusti á prest segja frá fæðingu frelsarans. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Aðventa Eftirvænting eftir jólum nálgast nú árstíðarbundið hámark þegar jóladagatöl, jólasveinar og óskalistar renna saman í ægilegri iðu. Krakkar í Vesturbæjarskóla tóku forskot á sæluna og dönsuðu í kring um tréð á Austurvelli á fimmtudagsmorgun. mynD SiGtryGGur Ari Sandkorn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.