Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 22
Helgarblað 9.–12. desember 201622 Fólk Viðtal Þ egar Sigurjón Birgir Sigurðs­ son byrjaði að skrifa þríleik­ inn CoDex 1962 var hann tæplega þrítugur en hafði þá þegar verið áberandi í íslensku menningarlífi um langt skeið, strax á unglingsaldri var hann einn helsti drifkraftur breiðhyltska súrreal istahópsins Medúsu (þá þekktur sem S.Jón) og seinna meðal stofnenda Smekkleysu. Síðan þá hefur Sjón fest sig í sessi sem einn virtasti rithöfundur þjóðar­ innar, bækur hans margverðlaunað­ ar og viðfang fræðimanna. Þá nýt­ ur hann sívaxandi vinsælda utan landsteinanna, hefur hlotið Óskarstilnefn­ ingu, fengið bækur sínar þýddar á hátt í 40 erlendar tungur og erlendir fjölmiðlar keppast við að hrósa honum: „Lestrarupp­ lifun ársins“ er skrif­ að í Financial Times, „einn af bestu höf­ undum okkar tíma“, skrifar bókmenntarit­ stjóri The Nation, og svo framvegis og svo framvegis Blaðamaður DV hitti Sjón og spjallaði við hann um góleminn og tölvuleiki, vísindaskáldskap og bókasafn fram­ tíðarinnar. Samningur við 16. aldar rabbína Sumarið 1990, rétt eftir flauels­ byltinguna og fall múrsins, fór ég til Tékklands ásamt Sykurmolun­ um. Þau höfðu verið beðin um að spila á styrktartónleikum fyrir verk­ efni sem var í höndum Olgu, eigin­ konu Václavs Havel [rithöfundar og fyrsta forseta Tékklands.] Þetta var mjög sérstakur og fallegur við­ burður haldinn í hálfgerðu félags­ heimili. Ég var búsettur í Maastricht í Hollandi á þessum tíma og tók lestina yfir til Prag. Þarna varð ég fyrir mikilli uppljómun. Á þeim tíma þekkti ég borgina aðeins í gegnum kvikmyndir, skáldskap og súrreal­ ismann – hina huglægu Prag – en hin raunverulega borg stóð algjör­ lega undir væntingum,“ segir Sjón um tildrög þess að hann byrjaði að skrifa CoDex 1962, þríleik sem inni­ heldur skáldsögurnar Augu þín sáu mig, sem kom út árið 1994, Með titr- andi tár, sem kom út 2001, og Ég er sofandi hurð, sem kom út nú í haust. „Ég var einn í borginni í viku og heimsótti þá meðal annars gröf Löwe rabbína. Hann var einhver mesti lærdómsmaður í evrópskum gyðingdómi og átti í mjög sérstöku sambandi við Rúdólf II, keisara heilaga rómverska ríkisins, sem er fyrst og fremst frægur fyrir söfnun sína á sérkennilegum gripum og fólki, bæði afreksfólki á sviði vís­ inda og ýmiss konar furðufuglum. Á þessum tíma fengu gyðingarnir nokkurn veginn að vera í friði í gettóinu í Prag, en Löwe er þó sagður hafa skapað mann úr leir og gefið honum líf, gólem sem varð verndari gettósins. Ég var í ákveðinni krísu á þessum tíma. Að gyðinglegum sið skrifaði ég því ósk til rabbínans á papp­ ír, lagði á gröf hans og stein þar hjá. Ég gerði samkomulag við hann, ef hann myndi leysa úr mínum málum myndi ég skrifa verk sem byggði á gólem­ sögunni,“ segir Sjón. „Upphaflega ætlaði ég mér að skrifa eina bók. Bók sem gerðist í nú­ tímanum og hafði aðalpersónu sem er að reyna að sannfæra áheyranda sinn um að hann sé gólem, búinn til úr leir, og afsprengi þessarar menn­ ingar og þessara tíma. Svo datt mér í hug að skrifa örfáar blaðsíður sem lýstu brottför föður aðalpersónunn­ ar frá gistiheimili í Norður­Þýska­ landi þar sem hann hafði verið í felum. En þar sem ég er að skrifa þessa lýsingu þá sá ég skyndilega fyrir mér borðsalinn, sporöskjulaga glugga við endann og þar stóð ung kona handan dyranna. Á þeim tíma sá ég bara skuggann af henni en mig langaði að fá hennar sjónarhorn á atburðina. Svo var bara allt í einu komin heil skáldsaga,“ segir Sjón um fyrsta hluta þríleiksins. En hvernig fór um samning ykkar rabbínans? „Löwe stóð við sinn hluta samn­ ingsins mjög fljótlega eftir að ég hóf ritun verksins. Þetta hefur því hvílt á mér æ síðan. Svo var ég í Prag í febrúar á þessu ári, þá fór ég aftur að gröfinni og sagði honum að nú sæi ég loksins fyrir endann á mín­ um hluta.“ Máttu segja frá því hvaða krísa það var sem hann aðstoðaði þig í gegnum? „Nei, það má ekki. Það er bara á milli okkar tveggja,“ segir Sjón og glottir. CoDex 1962: skáldsagan sem leystist upp Ég er sofandi hurð, síðasti hluti þrí­ leiksins, kom út í haust og hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð­ launanna í flokki fagurbókmennta. Sjón segir að þetta hafi komið sér á óvart, enda hafi hinar tvær ekki verið tilnefndar og sú þriðja væri enn til­ raunakenndari en þær fyrri. „Fyrsta bindið gerist á örfáum dögum, næsta á 18 árum og þriðja bindið á fimmtíu árum. Eftir því sem lengri tími er undir verður frásögn­ in brotakenndari og meira fljótandi. Í lokin leysist verkið því nánast upp í eitthvert gímald, eða ginnungagap. Það var alltaf draumur minn að skila af mér svona sérstöku verki, enda varð ég sem ungur höfundur fyrir miklum áhrifum frá helstu tilraunamönnum bókmenntanna – þótt ég hafi á vissan hátt færst til hefðbundnari frásagnar í seinni tíð, kannski frá og með Skugga­ Baldri.“ Þegar þú rennir yfir bindin þrjú sem eru skrifuð með svo löngu milli- bili, finnst þér þú verða betri höfund- ur eftir því sem líður á ritunartímann? „Ég er að minnsta kosti á því að það eru þrír ólíkir höfundar að þessari bók. Það eru vissulega ýmsir hlutir sem mér finnst ég hafa meira vald á Út í ystu myrkur framtíðar Fyrir 26 árum heimsótti rithöfundurinn Sjón gröf sextándu aldar gyðingaprests í Prag og gerði við hann samning. Fljótlega uppfyllti vísindamaðurinn og dulspekingurinn Löwe rabbíni ósk skáldsins og nú tveimur og hálfum áratug síðar hefur Sjón staðið við sinn hluta samningsins, lokið stórri skáldsögu sem er byggð á þjóðsögunni um góleminn – leirmann- inn sem Löwe er sagður hafa skapað til að vernda gyðingana í Prag. Síðasta bindi verksins er vísinda- skáldsaga sem teygir sig út í ystu myrkur framtíðar - og þangað teygir Sjón sig einnig. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Ég get meira að segja lesið ljóð úr fyrstu bókun- um mínum, sem komu út þegar ég var 16 og 17 ára, án þess að roðna Horfir til framtíðar Sjón hefur nýlokið við vísindaskáldsöguna Ég er sofandi hurð og vinnur nú að texta sem verður komið fyrir í framtíðarbókasafni og ekki aðgengilegur fyrr en eftir hundrað ár. MynD SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.