Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Síða 25
Helgarblað 9.–12. desember 2016 Kynningarblað - Jólasveinninn 3 Aukapakki með skemmtilegum sokkum gleður þá sem vilja lit í tilveruna Sokkaskúffan: Í Sokkaskúffunni fást gjafir handa ungum og öldnum sem vilja hafa lit og skemmtilegheit í tilverunni. Þeim fjölgar sífellt sem hafa gam- an af að vera í skrautlegum, fal- legum og jafnvel skrýtnum sokkum, á meðan þeim fækkar sem líta á sokka sem hversdagslega nauðsyn ein- göngu og klæða sig bara í svarta eða gráa sokka á hverjum morgni. Sokkaskúffan er nýleg og alveg stórskemmtileg vefverslun sem býður upp á feikilega mikið úrval af falleg- um, litríkum og bráðsniðugum sokk- um. Sambýliskonurnar Fríða Agnars- dóttir og Hulda Ólafsdóttir Klein reka Sokkaskúffuna saman, en þær stofn- uðu fyrirtækið á nýliðnu sumri og er lagerinn í einu herbergi á heimili þeirra. Viðtökur hafa verið verulega góðar enda eru litríkir og skrautlegir sokkar að verða sífellt vinsælli. „Þetta er frábær gjafavara og margir sem vilja stinga sokkapari í pakkann eða hafa aukapakka með skemmtilegum sokkum. Jóla- sveinarnir versla gjarnan hjá okkur enda tilvalið að setja einn stak- an sokk í skóinn í nokkur skipti. En langvinsælastar eru gjafaöskjurnar frá Oddsocks,“ segir Hulda og bætir við að hjá Sokkaskúffunni sé hægt að bjarga öllum jólagjöfunum á ein- um stað á skömmum tíma. „Fólk leit- ar gjarnan að gjafavöru sem tengist áhugamálum þess sem á að fá gjöfina. Til dæmis erum við með skemmti- lega golfsokka fyrir golfarann, hunda- sokka fyrir hundaáhugafólkið og vín- sokka fyrir konur sem elska góð vín.“ Nærbuxur bætast við Sokkaskúffan nýtur sífellt meiri vin- sælda enda eru skemmtilegir sokk- ar að verða sífellt útbreiddari: „Við höfum fengið frábærar viðtökur og erum stöðugt að bæta við vöruúrval- ið. Einn birgirinn býður upp á nær- buxur í stíl við sokkana og við ákváð- um að prófa það. Hefur selst töluvert af nærbuxunum og við stefnum á að bæta við.“ Sokkarnir eru enn sem komið er eingöngu seldir í gegnum vefversl- unina á vefsvæðinu sokkaskuffan.is. Vörur eru sendar hvert á land sem er og er lagður á lítilsháttar sendingar- kostnaður. Óhætt er að segja að vörurnar séu á hagstæðu verði en lesendur geta séð það sjálfir, sem og skoðað úrvalið, með því að fara inn á sokkaskuffan.is. Þær Fríða og Hulda stefna hins vegar að því að opna sokkaverslun í framtíðinni ásamt því að reka vefverslunina áfram. Til sölu eru líka fallegar gjafa- öskjur frá sokkaframleiðandanum Oddsocks sem Sokkasúffan selur mikið af sokkum frá. Oddsocks er breskt merki en Sokkaskúffan er líka með vörur frá bandaríska framleið- andanum K.Bell og pólska fyrirtæk- inu Soxo. „Þegar við Hulda fórum af stað með þetta lögðum við mest upp úr því að finna birgja sem leggja áherslu á mikil gæði og þessi merki standa öll undir nafni sem gæðamerki,“ seg- ir Fríða. Sokkaskúffan er til húsa að heim- ili Fríðu og Huldu, að Vogatungu 34, Kópavogi. Viðskiptin fara hins vegar eins og áður sagði fram í gegnum vef- verslunina sokkaskuffan.is. Upplýs- ingar eru líka gjarnan veittar í símum 866-8246 og 617-1013. n „Þetta er frábær gjafavara og margir sem vilja stinga sokkapari í pakkann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.