Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Qupperneq 28
Helgarblað 9.–12. desember 201624 Fólk Viðtal Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða Andlitsbað með lúxusmaska eftir húðgerð hvers og eins, þar sem leitast er eftir því að ná fram því besta fyrir húðina þína með hágæða vörum. Frábær slökun og vellíðan. einfaldlega að einhverju öðru. Þess vegna lifir hún allt, það skiptir ekki máli hvaða nýju frásagnarform koma fram: kvikmyndin, útvarpsleikritið, sjónvarpsmyndin, tölvuleikurinn. Í dag eru það kannski frekar kvik- myndirnar sem eru í ákveðinni kreppu. Tölvuleikjabransinn er far- inn að velta svipuðum upphæð- um og þær. Kvikmyndin er að reyna að bregðast við því, til dæmis með þessum risa-ofurhetjumyndum þar sem er verið að reyna að skapa upp- lifun sem eingöngu er hægt að fá í kvikmyndasalnum. Á sama tíma er bygging frásagna í kvikmyndum að breytast, formið er að breytast – mað- ur sér að margir eldri kvikmynda- gagnrýnendur eru ekki að ná þessu og eru mjög pirraðir. Það hriktir í hinni aristótelísku frásagnarbyggingu einfaldlega vegna þess að tölvuleik- urinn hefur hana ekki. Þetta finnst mér mjög spennandi! Kannski er þá óvæntur samgangur milli þess sem skáldsagan og tölvuleikurinn getur – en kvikmyndin getur ekki. Þar verða jafnvel til óvæntir bandamenn.“ Hefur þú eitthvað verið að spila tölvuleiki? „Nei, ég veit ekki neitt um tölvuleiki! Ég hef aðeins reynt að spila þá en er mjög vondur í því. Ég átta mig hins vegar á því hversu ólík frásagnarleg bygging þeirra er þessari niður njörvuðu aristótelísku byggingu kvikmyndarinnar.“ Það eru til merkilegri tæki en síminn Ég er sofandi hurð ber undirtitilinn Vísindaskáldsaga og segist Sjón alltaf haft áhuga á slíkum sögum og lesið samhliða öðrum bókmenntum frá upphafi: bækur um Tom Swift og Bob Moran í æsku og svo skáldsög- ur frumkvöðlanna Arthur C. Clarke, Robert Henlein, Isaac Asimov síðar meir. Þá hafi hann í seinni tíð orðið fyrir miklum áhrifum frá J.G. Ballard, William S. Burroughs og umfram allt Philip K. Dick. „Hann er líklega einn af mínum allra mestu uppáhalds- höfundum og Ubik ein af mínum uppáhaldsbókum. Ég held að Dick verði einn af höfundum 20. aldar sem muni lifa áfram, enda tókst hon- um að segja hluti sem engum öðrum hefur tekist,“ segir Sjón. Síðasti hluti nýju bókarinnar varpar fram framtíðarsýn sem mörg- um gæti þótt ógnvænleg – þar sem dramb íslenskra vísindamanna leið- ir til stjórnlausrar tækniþróunar sem hefur geigvænleg áhrif á mannlegt líf. Ertu svartsýnn á framtíð manneskj- unnar og samband hennar við tækn- ina? Og í þessu samhengi rifjast upp fyrir mér að þú notar ekki farsíma! Af hverju er það? „Ég er ekkert andtæknisinnaður þótt ég noti ekki farsíma. Það eru til miklu merkilegri tæki en hann. Ég lifi í mikilli sátt við tæknina,“ segir Sjón og hlær. „Það er hins vegar alveg á hreinu að það er farin af stað atburðarás sem er úr okkar höndum að mestu leyti, þar á ég við loftslagsbreytingarnar. Það er hin stóra atburðarás í okkar lífi, en af því að hún er ósýnileg þá höldum við að hún sé ekki að eiga sér stað. Það er engin skemmtisaga, en ég er bjartsýnn og trúi því ein- læglega að eitthvað sé hægt að gera. Afstaða manns til þess veltur hins vegar á því hvort maður telji einhver verðmæti í manneskjunni. Ef við teljum að maðurinn sé þess virði að viðhalda honum þá verðum við að gera eitthvað strax en ef við teljum eðlilegt að hann hverfi þá segjum við bara: þetta er bara gangurinn. Við erum líka búin að setja af stað þróun í gervigreindartækni sem er bara tímaspursmál hvenær við miss- um úr höndunum – og svo munum við að öllum líkindum missa erfða- tæknina úr höndunum. Þannig er bara saga mannsins,“ segir Sjón en lýsir afstöðu sinni frammi fyrir þessari framtíð sem einhvers konar myrkum taóisma. Hugsar en skrifar ekkert Og talandi um framtíðina, þá er Sjón um þessar mundir að vinna að verki sem verður hluti af svonefndu fram- tíðarbókasafni skosku listakonunn- ar Katie Peterson. Lítill skógur er ræktaður í hundrað ár fyrir utan Ósló í Noregi, á sama tíma skrifa hundrað höfundar jafn marga texta (einn á ári) sem verða geymdir í lokaðri hirslu. Að hundrað árum liðnum verður hirslan opnuð og textarnir prentaðir á pappír sem verður unninn úr trjánum. Sjón er þriðji rithöfundurinn sem er boð- ið að taka þátt í verkefninu, en áður höfðu hinir heimsþekktu höfundar David Mitchell og Margaret Atwood verið valin til að taka þátt. „Tveimur mánuðum áður en Katie hafði samband við mig hafði ég einmitt verið að teygja þessa bók út í ystu myrkur framtíðar. Ég er hins vegar ekki búinn að skrifa neitt frá því að ég kláraði hana í júní. Það er reyndar ekkert óvenjulegt fyrir mig. Ég skrifa ekki daglega heldur í lot- um. Þá fer ég yfirleitt á Eyrarbakka, tek kannski tvær vikur þar sem ég skrifa í 16 tíma á dag. Þess á milli er ég bara að hugsa. Undanfarið hef ég því verið að hugsa um söguna – já, það verður sennilega saga – sem ég ætla að setja í framtíðarbókasafnið. Á hverjum degi sest ég og hugsa, skrifa ekki neitt niður en hugsa bara. Það skiptir mjög miklu máli að skrifa ekki neitt og vinna bara í kollinum. Núna er ég því að reyna að prjóna ýmislegt í kringum ákveðna grunnhugmynd sem ég fékk fyrir rúmum mánuði,“ segir Sjón. Hann segir verkefnið upp- haflega hafa virkað auðvelt, en hins vegar hafi það knúið hann til að velta fyrir sér eigin skáldskap á annan hátt en áður. „Þetta er ansi snúið. Þetta gerir mig sem höfund mjög meðvitaðan um mig, hvernig ég vinn og hverju ég er háður sem höfundur. Það er mjög skrýtið að skrifa verk og geta ekki gengið að því vísu hvaða sameig- inlega tilvísanaheim maður á með hugsanlegum lesanda – ekki man ég hver var forsætisráðherra Frakk- lands fyrir hundrað árum! Þetta hef- ur neytt mig til að skoða hvaða tilvís- anaheim ég er að vinna með í dag og hvernig hann mun birtast fólki eftir hundrað ár. Þetta er ekki svo langt fram í tímann en nóg til að fólk muni lifa í algjörlega öðrum heimi. Tækninýjungar verða mjög hraðar á næstu áratugum. Verkefnið eigin- lega lætur mann hugsa fram í tím- ann, hugsa um samspil framtíðar, fortíðar og samtíðar.“ n „Ég er ekkert andtækni- sinnaður þótt ég noti ekki farsíma. Það eru til miklu merkilegri tæki en hann. Framtíðarbókasafnið Í skóginum Nordmarka rétt fyrir utan Ósló hefur trjám verið plantað og eftir hundrað ár verða þau notuð til að prenta út hundrað texta, meðal annars eftir Sjón og heimsþekkta kollega hans. Góleminn Margir hafa unnið út frá sögunni um Löwe rabbína og góleminn, hér má sjá þá félaga eins og þeir birtast í síðustu kvikmyndinni í þríleik þýska kvikmynda- gerðarmannsins Paul Wegener sem byggð er á gólemsögunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.