Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Qupperneq 30
Helgarblað 9.–12. desember 201626 Skrýtið E itt dularfyllsta mál banda- rískrar flugsögu er atvik sem varð um borð í flug- vél Northwest Orient-flugfé- lagsins þann 24. nóvember árið 1971. Þann dag rændi maður, sem er enn ófundinn 45 árum síðar, flugvél flugfélagsins og tókst á ótrú- legan hátt að komast undan með 200 þúsund Bandaríkjadali með því að stökkva út úr flugvélinni. DV rifjar hér upp þessa mögnuðu sögu og nýlega opinberun sem gæti varpað ljósi á málið. „Fröken, þú ættir að líta á miðann“ Þessi dagur byrjaði eins og allir aðrir dagar. Far- þegar sem voru á leið í hefðbundið 30 mínútna áætlunarflug milli borg- anna Portland og Seattle innrituðu sig og var einn þeirra maður að nafni Dan Cooper. Cooper þessi, sem var með svarta skjalatösku meðferðis, hafði keypt sér miða aðra leiðina frá Portland til Seattle. Að svo búnu gekk hann um borð og settist í sæti 18C þar sem hann kveikti í síga rettu, pantaði sér Bourbon-viskí og sódavatn. Þegar allir voru bún- ir að fá sér sæti gerðu flugstjórarn- ir sig reiðubúna til flugtaks. Um það leyti sem vélin var að hefja sig til flugs rétti Cooper flugfreyju, sem sat rétt hjá, miða. Flugfreyjan, Florence Schaffner, taldi að á miðanum væri einfaldlega að finna símanúmer ein- mana manns og stakk hún miðan- um, ólesnum, ofan í tösku. „Fröken, þú ættir að líta á miðann. Ég er með sprengju,“ sagði dularfulli maður- inn, Dan Cooper, við flugfreyjuna. Hún dró miðann upp, renndi yfir hann og sá að maðurinn var ekki að grínast. Í kjölfarið hófst atburðarás sem er lyginni líkust. Hvað nákvæmlega stóð á mið- anum er ekki enn vitað með fullu þar sem Dan tók miðann til baka. Schaffner sagði þó síðar að á hon- um hefðu komið fram upplýsingar um að sprengju væri að finna í skjalatöskunni. Schaffner settist hjá Cooper og spurði hvort hún mætti líta ofan í töskuna. Cooper varð við beiðninni og opnaði hana nægjan- lega mikið til að Schaffner sæi víra og annað tilheyrandi. Í kjölfarið út- listaði Cooper hverjar kröfur hans væru: Hann vildi fá 200 þúsund Bandaríkjadali í peningum (rúm- lega eina milljón dala, ríflega 100 milljónir króna á núverandi gengi), tvær fallhlífar og að eldsneytis- bíll yrði staðsettur á flugbrautinni í Seattle þegar vélin myndi lenda. Þar vildi hann fá peningana og fallhlíf- arnar áður en vélin myndi hefja sig aftur til flugs. Ýmsar kröfur Schaffner fór með þessi skilaboð til flugstjóra vélarinnar, William Scott, sem hafði umsvifalaust samband við flugturninn í Seattle. Öðrum 36 farþegum sem um borð voru var til- kynnt að komunni til Seattle yrði seinkað vegna smávægilegra tækni- vandamála. Forstjóri Northwest- flugfélagsins var settur í málið og hann heimilaði að orðið yrði við kröfum Coopers. Hvatti hann um leið starfsmenn flugfélagsins til að vinna með Cooper og verða við öll- um hans óskum. Vélin hringsólaði yfir Seattle næstu tvo tímana á með- an bandaríska alríkislögreglan, FBI, skoðaði málið og á meðan unnið var að því að útvega peningana og fall- hlífarnar sem Cooper vildi. Þegar allt var klappað og klárt var Cooper tilkynnt að nú væri allt klárt fyrir lendinguna í Seattle. Klukkan 17.39 að staðartíma var vélinni lent í Seattle. Að svo búnu sagði Cooper flugstjóranum að aka vélinni á afskekktan stað á flugvell- inum og slökkva ljósin í flug- stjórnarklefanum svo leyni- skyttur lögreglu sæju ekki inn í klefann. Tina Mucklow, önn- ur flugfreyja í áhöfn vélar- innar, tók við peningunum og fallhlífunum og í kjölfar- ið fengu allir farþegar að fara frá borði. Þar með er ekki öll sagan sögð því Cooper, sem virtist hafa skipulagt ránið í þaula, sagði flugstjóranum hver næstu skref yrðu þegar búið var að fylla vélina af eldsneyti. Scott átti að fljúga vélinni í suðaustur áleiðis að Mexíkóborg á eins litlum hraða og hann kæmist upp með. Hann mátti ekki fara hærra en í 10 þúsund feta hæð og krafðist þess þar að auki að hjólin yrðu niðri alla leiðina. Scott tjáði Cooper að vélin væri þannig úr garði gerð að hún kæmist ekki lengra en þúsund mílur, 1.600 kíló- metra, án þess að þurfa að lenda og taka eldsneyti. Þeir skeggræddu þetta í dágóða stund og komust að þeirri niðurstöðu að farsælast væri að lenda vélinni í Reno í Nevada. Á bak og burt Vélin hélt af stað klukkan 19.40 að staðartíma og var búin að vera í loft- inu í rúmar 20 mínútur þegar við- vörunarljós kviknuðu í flugstjórnar- klefanum. Ljósið gaf til kynna að dyr, aftarlega í vélinni, hefðu opnast og skyndilega féll þrýstingurinn. Scott hélt ferð sinni áfram og um klukk- an 22 lenti vélin í Nevada. Vopnað- ir lögreglumenn frá FBI sátu um vél- ina og leit leiddi í ljós að Cooper var á bak og burt. Í vélinni fundust tvær fallhlífar af fjórum og því er ljóst að Cooper stökk frá borði með pening- ana meðferðis. Þó að liðin séu 45 ár frá atvikinu hefur Cooper, eða mað- urinn sem sagðist heita Dan Cooper, ekki fundist. FBI rannsakaði málið í þaula; fjöldi fólks var yfirheyrður en allt kom fyrir ekki. Lögreglu tókst ekki að hafa upp á manninum dular- fulla sem virtist vita sitthvað um flug, flugrán og samskipti við lög- reglu. FBI gekk meira að segja svo langt að endurskapa atburðarásina í þeirri von að það gæti varpað ljósi á hvenær Cooper stökk út og hvar hann lenti á jörðu niðri. Samkvæmt þeim skoðunum stökk Cooper frá borði klukkan 20.13 og lenti á jörðu niðri í grennd við St. Helens-fjall. Umfangsmikil leit á svæðinu, bæði á landi og úr lofti, leiddi hins vegar ekkert í ljós. Þetta var svo endurtekið þegar fór að vora árið 1972 en, eins og áður, fannst ekkert. Leitin sett í nýtt samhengi Þetta leiddi til þess að FBI fór að endurskoða þær reikningsaðferðir sem notaðar voru til að áætla lík- legan lendingarstað flugræningjans. Flugstjórinn, Scott, sagði síðar að hann hafi flogið vélinni austar en menn upphaflega héldu sem setti leitina í annað samhengi. Flugsér- fræðingar reiknuðu líka út að sterk- ir vindar umrætt kvöld hefðu verið misreiknaðir. Tekið var tillit til nær allra mögulegra og ómögulegra þátta en allt kom fyrir ekki. FBI brá á það ráð, áður en Cooper fékk peningana afhenta, að skrá niður númerin á seðlunum sem hann fékk auk þess að mynda þá. Árið 1972 fundust nokkrir þessara seðla en átta ár liðu þar til fleiri litu dags- ins ljós. Það gerðist í febrúar 1980 þegar átta ára piltur, Brian Ingram að nafni, var á ferðalagi með fjöl- skyldu sinni skammt frá Van couver í Kanada, rétt norðan við fylkis mörk Washington-ríkis. Þar fann hann við árbakka einn þrjár töskur af illa förnum peningaseðlum. Rannsókn FBI leiddi í ljós að þarna var kom- inn fram hluti ránsfengsins, nokkur þúsund Bandaríkjadalir. Þetta setti rannsókn málsins í uppnám og bjó í raun til fleiri spurningar en það svaraði. Missti Cooper peningana þegar hann stökk úr vélinni? Ákvað hann að grafa hluta ránsfengsins? Hvers vegna fundust bara þess- ar þrjár töskur? Rannsókn málsins hélt áfram næstu árin en án þess að einhverjar haldbærar upplýsingar kæmu fram. Enn þann dag í dag eru samtals 9.710 peningaseðlar enn ófundnir. Það var svo nú í sumar að FBI til- kynnti að stofnunin myndi hætta rannsókn á málinu á þeim forsend- um að tíma starfsmanna væri betur varið í aðkallandi verkefni dagsins í dag. Lögregla mun þó áfram taka við upplýsingum um málið, ef einhverj- ar berast, þá sérstaklega hvað varðar þá peningaseðla sem enn er saknað. En þó að rannsókn FBI sé formlega lokið eru enn til ævintýramenn sem vilja leysa málið í eitt skipti fyrir öll. Á dögunum birti vefsíða, True Ink, öll skjöl málsins í þeirri von að ein- hver þarna úti helli sér í málið og kafi ofan í það. „Við birtum öll skjöl- in og viljum fá hjálp frá almenn- ingi,“ segir Goeffrey Gray, stofnandi veftímaritsins. Það er því aldrei að vita nema gátan leysist þó líkurnar séu ekki ýkja miklar. n Flugræninginn og dularFulla FallhlíFin Hver var Dan Cooper? Mikið hefur verið skrifað og skrafað um flugræningjann dularfulla og sérfræðingar FBI í atferlisfræði teiknuðu upp það sem þeir töldu vera líklega mynd af manninum. Samkvæmt þeim kenningum þekkti Cooper vel til á Seattle-svæðinu eins og glögglega kom fram í sam- tölum hans við flugstjóra vélarinnar. Í þeim kom einnig fram að hann þekkti borgina Tacoma úr lofti og vissi að McChord-flugherstöðin var í 20 mínútna aksturs- fjarlægð frá Seattle-Tacoma flugvellinum. Taldi FBI að Cooper hefði mögulega verið í bandaríska flughernum. FBI taldi að fjárhagsstaða Coopers hefði verið bágborin sem varð til þess að hann var tilbúinn að ganga jafn langt og raun ber vitni. FBI komst einnig að því að nafnið Dan Cooper kom úr belgískri teiknimyndasögu sem fjallar einmitt um kanadískan flughermann, Dan Cooper að nafni, sem lenti í alls konar ævintýrum þar sem fallhlífar komu við sögu. Umrædd saga var aldrei gefin út á ensku og af því leiðir að Cooper hafði að líkindum einhver tengsl við Evrópu eða Kanada þar sem hægt var að nálgast myndasöguna. Og þar sem Cooper tók skýrt fram að hann vildi bandaríska seðla drógu menn þá ályktun að mögulega væri hann erlendur ríkisborgari, líklega frá Kanada – að öðrum kosti hefði hann ekki tekið þetta fram. Þá drógu menn þá ályktun að Cooper væri mjög skipulagður að eðlisfari og með þekkingu á flugvélum og flugáætlunum. FBI taldi hins vegar að Cooper væri reynslulítill fallhlífarstökkvari þar sem varafallhlífin sem hann tók með sér var kirfilega lokuð og saumuð saman. Reyndir fallhlífarstökkvarar hefðu ekki stokkið án þess að tryggja að allt væri í lagi. Þá taldi FBI ólíklegt að Cooper hefði lifað stökkið af. Hann hafi ekki verið með hjálm eða höfuðhlífar og kuldinn, mínus 57 gráður á Celsíus í loftinu, hafi líklega verið óbærilegur. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is n dan Cooper rændi flugvél árið 1971 og stökk út með 200 þúsund Bandaríkjadali Ræninginn Þessi mynd var teiknuð á sínum tíma. Myndin byggir á vitnisburði áhafnar flug- vélarinnar. Peningarnir Hér er sýnishorn af peningunum s em Brian Ingram fann árið 1980. Flugvélin Um var að ræða Boeing 727-flug- vél Northwest-flugfé- lagsins og sést hún á meðfylgjandi mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.