Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Page 48
Helgarblað 9.–12. desember 2016 97. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Var nokkuð bakari hengdur fyrir smið? Saga vill leika Annie Mist n Leikkonan Saga Garðarsdóttir virðist klár í bátana ef einhver kvikmyndagerðarmaður stekkur á þá fínu hugmynd að gera bíó- mynd um crossfit-afrekskonuna Annie Mist Þórisdóttur. Saga upplýsir á Twitter-síðu sinni að hún þyrfti þó smá fyrirvara til að koma sér sama yfirnáttúrulega formið og valkyrjan valinkunna. „Annie Mist verður að af- reka eitthvað brjálæðislegt sem fyrst svo að það verði gerð bíó- mynd um hana og ég geti byrjað að bulka mig upp!“ skrifar Saga og vafalaust hafa leikstjór- ar landsins stokkið að teikniborð- um sínum til að út- færa hug- myndina. Aron Einar hrifinn af The Rock n Aron Einar Gunnarsson, fyrir- liði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er hrifinn af vöðva- fjallinu The Rock ef marka má við- tal við Aron á heimasíðu enska fótboltaliðsins Cardiff sem hann spilar með. Aron var í léttu spjalli á vef Cardiff þar sem valdi sinn draumaleik og þátttakendur í hon- um. Aron valdi Stade France í París sem vettvang leiksins, Pierluigi Col- ina sem dómara leiksins og Gylfa Þór Sigurðsson sem víta- skyttu. Fyrir- liðinn var enginn ann- ar en The Rock sem Aron segist fylgjast vel með á sam- félagsmiðl- um. 1 byko.is AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LAND Lifandi jólatré SKOÐAÐU JÓLAGJAFAHANDBÓKINA Á BYKO.IS Allt í jólapakkann FÖNDURFRÆSARI 3000MD 3 Star Kit 7.995kr. Almennt verð: 9.995 kr. 74780311 NOKKRAR HUGMYNDIR 25% AFSLÁTTUR AF MATAR- OG KAFFISTELLUM HEIL SETT MATVINNSLUVÉL 800W. 13.995kr. Almennt verð: 17.995 kr. 65742022 BLUETOOTH HÁTALARI í sturtuna, baðið eða pottinn. 13.995kr. 15326268 Auðvelt að versla á byko.is Sérvalinn normannsþinur, íslensk fura og blágreni. Einnig mikið úrval af gervijólatrjám og skrauti. TIMBURVERSLUN BREIDD FÖS 8-18 LAU 10-14 SELFOSS FÖS 8-18 LAU 10-18 SUN 12-16 Sölustaðir byko.is Auðvelt að versla á byko.is SKREYTUM SAMAN Ö ll v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn da br en gl . T Ilb oð gi ld a t il 18 .d es em be r. Vigdís Grímsdóttir ökklabrotnaði Þ etta er mjög réttlátur dómur og ég er bæði undrandi og glöð yfir þessu máli. Héraðs- dómur virti það sem satt er. Ég er þakklát fyrir að réttar- kerfi okkar virki og að réttlætið hafi náð fram að ganga. Upphaflega vildi ég aðeins tryggja að aðgengið yrði lagað svo að þetta myndi ekki henda neinn annan. Þetta er eitthvað sem ég þarf að glíma við það sem eftir er ævi minnar,“ segir Vigdís Grímsdóttir, rithöfundurinn góðkunni, sem varð fyrir því óláni að ökklabrotna við verslun Mosfellsbakarís á Háaleitis- braut. Í vikunni féll dómur í héraðsdómi þar sem eigandi fasteignarinnar, Her- mann Bridde, og umráðaaðili verslun- arrýmisins, Mosfellsbakarí, voru dæmd- ir skaðabótaskyldir vegna slyssins. Vigdís harmar að málið hafi þurft að fara fyrir dóm en viðleitni henn- ar til úrbóta hafi ekki hlotið neinar undirtektir hjá málsaðilum og því hafi hún neyðst til þess að sækja rétt sinn fyrir dómi. Hún þakkar einnig lögmanni sínum, Páli Ásgeiri Dav- íðssyni, fyrir góð störf. Atvikið átti sér stað þann 19. september 2014 þegar Vigdís var að koma út úr bakaríinu. Í dómnum segir orðrétt: „Af hálfu stefnanda [Vigdísar, innsk. blm.] er slysinu lýst á þann veg að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrn- ar hafi útidyrahurðin skollið harka- lega aftan á hana með þeim afleiðing- um að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakarí- ið. Stefnandi var flutt á Landspítala í kjölfarið. Þar kom í ljós að stefnandi hafði brotnað á hægri ökkla.“ Vinkona Vigdísar sat úti í bíl og varð vitni að slysinu og gaf skýrslu fyrir dómi. Þá kemur fram að Vigdís hafi þurft að notast við hjólastól eftir slysið en síð- an göngugrind og hækjur. Hreyfigeta í ökklanum sé skert enn þann dag í dag og núna, rúmum tveimur árum eftir slysið, verði hún enn að notast við staf. Krafa Vigdísar byggðist á því að þröskuldurinn fyrir utan verslun- ina hafi verið margfalt hærri en regl- ur heimili. Þá sé útidyrahurð bakarís- ins knúin af pumpu sem láti hurðina lokast hættulega hratt og með miklum fallþunga. Að lokum sé halli frá neðri brún hurðar og að yfirborði hellulagn- ar sem auki verulega hættuna á að fólki skriki fótur þegar það stígur út úr versluninni. Mosfellsbakarí, Hermann Bridde og VÍS mótmæltu öllum kröfum og málsástæðum Vigdísar. Aðilarnir töldu með öllu ósannað að þeir ættu sök á slysi Vigdísar og að þeir hafi valdið því með saknæmum og ólög- mætum hætti. Héraðsdómur tók ekki undir þessi rök og þá voru fullyrðingar Vigdísar sannreyndar með vettvangs- ferð dómara. n bjornth@dv.is n Fær bætur samkvæmt dómi héraðsdóms n „Ég er bæði undrandi og glöð“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.