Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Síða 2
Vikublað 20.–21. desember 20162 Fréttir F reygarður Jóhannsson stálinn­ flytjandi hefur stefnt United Silicon og farið fram á að fyrir­ tækið afhendi honum þakefni sem kom hingað til lands í sömu sendingu og hluti stálgrindar kísilversins í Helguvík.Stærsti eigandi United Silicon segir félag í eigu Frey­ garðs skulda fyrirtækinu fyrir flutning á þakstálinu hingað til lands en það var úrskurðað gjaldþrota í mars síð­ astliðnum. Ágreiningur er um hvort byggingarefnið sé eign gjaldþrota fyrirtækisins eða annars félags í eigu Freygarðs og var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. „Borgaði aldrei“ Stálið frá Rússlandi kom hingað til lands í mars en Freygarður sá um hönnun og innflutning byggingar­ efnisins í gegnum einkahlutafélagið Nova Buildings, áður Fashion Group ehf., sem hann á hlut í ásamt eigin­ konu sinni. Þakefnið sem hann hefur ekki fengið afhent var sérhannað fyrir einbýlishús í Garðabæ. Dómsmál­ ið fyrir héraðsdómi er aftur á móti rekið af félagi sem heitir einnig Fash­ ion Group og er alfarið í eigu Frey­ garðs. Það hét áður Nova Buildings og segir Sævar Þór Jónsson, lögmað­ ur félagsins, gögn sem hann hefur undir höndum sanna að þakefnið sé eign þess. „Þetta er mikill skaði fyrir minn umbjóðanda því það hefur orðið dráttur á framkvæmdum hjá honum og hann hefur orðið fyrir gríðarlega miklu fjárhagslegu tjóni út af þessu máli. Þakefnið hefur ekki skilað sér en það átti að fara í húsbyggingu í Garða­ bæ og hefur hann þurft að grípa til annarra aðgerða til að takmarka tjón sitt. Eins og við lítum á það eru þeir að halda eftir þakefni sem tilheyrir þriðja aðila,“ segir Sævar Þór í sam­ tali við DV. Magnús Garðarsson stjórnarmað­ ur, stærsti hluthafi og fyrrverandi for­ stjóri United Silicon, segir að Nova Buildings hafi aldrei greitt fyrir flutn­ ing á efninu hingað til lands sam­ kvæmt samkomulagi milli gjaldþrota félagsins og kísilmálmframleiðand­ ans. Þessu hafnar Sævar Þór. „Freygarður borgaði aldrei fyrir flutninginn og það var skriflegur samningur en svo fór félagið á haus­ inn,“ segir Magnús. Keypti nýtt Freygarður segist í samtali við DV hafa þurft að kaupa nýtt þakefni fyrir húsið í Garðabæ. Grunar hann að United Silicon vilji ekki afhenda það vegna kröfu Nova Buildings um að hluti stálgrindarhússins í Helguvík yrði ekki afhentur fyrr en greiðsla fyrir byggingarefni kísil­ versins barst. „Þeir eru bara vísvitandi að valda tjóni til þess að hrekkja. Aftur á móti hafa þeir staðið fyllilega við allar greiðslur nema að þeir tóku þetta þakefni sem ég átti persónulega og halda því hjá sér. Sem er orðið ónýtt því ég þurfti að kaupa nýtt,“ segir Freygarður. n FÁKASEL - FYRIR ALLA Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050 matur, drykkur og skemmtun Enginn í haldi út af hnífstungunni Lögreglan handtók mann sem tengdist ekki árásinni E nginn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á hnífstunguárás í húsakynnum Greiningar­ og ráðgjafarstöðvar ríkisins við Digranes­ veg í Kópavogi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti manni á fertugsaldri úr haldi í gær, nokkrum klukkutímum eftir að hann var handtekinn grunaður um árásina sem átti sér stað á tíunda tím­ anum. Maðurinn var handtekinn í Hafnarfirði en sleppt að athugun lok­ inni. Áverkar konunnar, sem er starfs­ maður á Greiningarstöðinni, sem varð fyrir árásinni voru ekki miklir en hnífs­ blaðið kom niður í handlegg hennar. Mikill viðbúnaður var við Digranesveg í gærmorgun þegar tilkynning barst um árásina og var sérsveit lögreglu kölluð út ásamt fjölda lögreglumanna. Greiningarstöðinni er ætlað að efla lífsgæði og bæta framtíð fatlaðra barna og unglinga og fjölskyldna þeirra. n Húsið Mikill viðbúnaður lögreglu var við Greiningarstöðina. Mynd Sigtryggur Ari Kísilveri United stefnt út af þaki Stálinnflytjandi vill fá þakefni sem forsvarsmenn United Silicon neita að afhenda Stálgrindin Kísilver United Silicon var gangsett í nóvember en stálgrindarhús þess var keypt frá Rússlandi. Mynd Sigtryggur Ari Deilan við ÍAV þingfest í gær Nova Buildings var undir- verktaki hjá United Silicon annars vegar og ÍAV hins vegar þegar á framkvæmd- unum við kísilverið í Helguvík stóð. Búið var að úrskurða félagið gjaldþrota í sumar þegar deila ÍAV og United kom upp og starfsmenn fyrrnefnda fyrirtækisins lögðu niður störf. ÍAV hefur fullyrt að kísilframleiðandinn skuldi fyrirtækinu rúman milljarð króna og að United Silicon hafi í kjölfarið neitað að afhenda ÍAV búnað í eigu verktakafyrirtækisins. Deilan um hina meintu skuld verður útkljáð fyrir gerðardómi og var upphaflega gert ráð fyrir að skipað yrði í gerðardóminn í haust. Ágreiningur kom þá upp varðandi skipun á fulltrúa United Silicon í dóminn og var því ekki þingfest í því máli í Héraðsdómi Reykjaness fyrr en í gær, mánudag. Viðreisn mælist vart í borginni Í nýrri könnun 365 um stuðn­ ing við flokka ef kosið yrði til borgar stjórnar sem birt var í gær, mánudag, vekur athygli að fylgi Viðreisnar er vart mælanlegt. Í niðurstöðum könnunarinnar er greint frá fylgi flokkanna sex sem sæti eiga í borgarstjórn og auk þess að Dögun mælist með 1,8 prósent stuðning. Aðrir flokkar fá samanlagt 2,1 prósent fylgi og má gera ráð fyrir að Viðreisn sé þar á meðal. Viðreisn hlaut 10,4 prósenta fylgi í síðustu þingkosn­ ingum og hefur það á stefnuskrá sinni að bjóða fram til sveitar­ stjórna. Sprenging í ofni Elkem Spreng ing varð í ofni kís il málm­ verk smiðju Elkem Ísland við Grund ar tanga aðfaranótt sunnu­ dags. Starfsmaður var að störfum í námunda við ofninn skömmu áður en sprengingin varð en enginn slasaðist. Gestur Pét urs­ son, for stjóri Elkem, segir í sam­ tali við mbl.is að svo kallað blaut­ brot í raf skauti hafi orðið með þeim af leiðing um að spreng ing varð í ofni tvö af þeim þrem ur sem eru í verk smiðjunni. Haraldur guðmundsson haraldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.