Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 20.–21. desember 20164 Fréttir Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi Héðinsgata 2 . 105 Reykjavík . www.tolli.is Glæsilegir púðar Opið alla daga fram að jólum frá kl. 14-17 stærð 52x52 cmVerð kr. 19.300,- Skrifstofur flugfélags í gáma vegna óvissu Heilsuspillandi viðbygging rifin á og bráðabirgðalausn sett upp fyrir Flugfélagið Erni V egna vonar um að ein­ hvern daginn rísi sam­ göngumiðstöð sem hýsa muni allt áætlanaflug um Reykjavíkurflugvöll var ákveðið að ráðast ekki í að endur­ byggja þann hluta húsnæðis Flug­ félagsins Ernis sem rifinn var fyrr á þessu ári. Ákveðið var að leysa málið með bráðabirgðalausn og koma upp gámahúsnæði sem hýsa mun skrif­ stofur flugfélagsins á austurhluta flugvallarins. Ráðgert er að koma gámunum fyrir fljótlega eftir áramót, þegar stöðuleyfi fyrir þá fæst. Heilsuspillandi og ónýtt Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við reitinn á Reykja­ víkurflugvelli þar sem viðbygging við flugskýlið, sem hýsir starfsemi Flug­ félagsins Ernis, var rifið. „Þetta var bara ónýtt. Þetta var ekki mönnum bjóðandi. Var heilsuspillandi húsnæði meðal annars út af fúa og leka. Þetta var orðið úr sér gengið,“ segir Guðni Sig­ urðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Ljóst var að ekki yrði fýsilegt að byggja nýtt varanlegt húsnæði í stað þess sem var rifið. En af hverju ekki og hvers vegna gámahúsnæði? Hugmyndir um nýja flugstöð Guðni segir að ákveðið hafi verið að ráðast í þessa tímabundnu lausn vegna þess að þrátt fyrir átökin og óvissuna sem ríkt hefur um framtíð Reykjavíkurflugvallar undanfarin ár sé í raun komin meiri framtíðarsýn. Vísar hann þar til samkomulags sem gert var árið 2013 milli ríkis og borgar sem gerði það meðal annars að verk­ um að neyðarbrautinni svokölluðu var lokað fyrr á árinu. Í samkomu­ laginu sé nefnilega líka kveðið á um að skoðaður verði undirbúningur að nýrri flugstöð, eða samgöngumið­ stöð, sem sameini áætlanaflug á vell­ inum á einn stað. Í dag er það þannig að Flugfélagið Ernir er austan megin og Flugfélag Íslands vestan megin á vellinum, sem ekki er talið æskilegt. Segir Guðni að það sé sérstaklega ruglingslegt fyrir ferðamenn sem ekki séu vanir slíku. Óvissa þrátt fyrir samkomulag „Og það er út af því sem ekki er verið að byggja hús þarna í staðinn fyrir það ónýta sem var rifið, heldur frekar farið í bráðabirgðalausnir með þessu gámahúsnæði,“ segir Guðni. „Þar sem það er komið smá útlit fyrir að þarna komi, einhvern daginn, sam­ göngumiðstöð. En það hefur engin ákvörðun verið tekin, ekkert skipulag eða samþykki og það þurfti aðstöðu í staðinn fyrir þá sem var rifin og þá var farin þessi leið.“ Samkvæmt upplýsingum sem fengust á föstudag er allt orðið klárt fyrir gámahúsin og aðeins beðið eftir stöðuleyfi fyrir þau. Hið nýja gámahúsnæði verður því líklega komið á sinn stað fljótlega eftir ára­ mót, en það mun sem fyrr segir hýsa skrifstofur Flugfélagsins Ernis. Í ljósi þeirrar pattstöðu sem lengi hefur verið uppi um framtíð innanlands­ flugs á Reykjavíkurflugvelli er þó líka óvíst hversu tímabundin þessi lausn verður. Gámahúsnæðið mun því þurfa að leysa vandann þar til niðurstaða fæst. Guðni er jákvæður. „Svona gámahús eru alveg ágæt­ is húsnæði,“ segir upplýsingafulltrúi Isavia að lokum. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Gámar til bráðabirgða Hér má sjá framkvæmdasvæðið þar sem viðbygging var rifin og mun gámahúsnæði brátt koma í staðinn til bráðabirgða. „Svona gámahús eru alveg ágætis húsnæði. Listería í laxasalati Mat væla stofn un var ar við neyslu á laxa sal ati frá fyrirtækinu Matur og mörk vegna listeríu. Við innra eft ir lit hjá fyr ir tækinu greind ist Lister ia monocy togenes í sal atinu og hef ur varan því ver­ ið innkölluð í sam ráði við Heil­ brigðis eft ir lit Norður lands eystra. Listería get ur or sakað sjúk dóm bæði hjá mönn um og dýr um og kall ast þessi sjúk dóm ur lister­ i os is. Ein kenni hans eru mild flensu ein kenni, vöðva verk ir, hiti og stund um ógleði og niður­ gang ur. Vilja sjá tölur frá EM 2016 Íslenskur toppfótbolti, hags­ munasamtök íþróttafélaganna í Pepsi­deild karla í knattspyrnu, vilja fá ítarlegt uppgjör á tekjum og útgjöldum vegna Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar. Borghild­ ur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir í samtali við visir.is að óskað hafi verið eftir uppgjörinu og forsvarsmenn KSÍ spurðir út í það hvers vegna það hafi ekki verið birt. Þau svör hafi fengist að unnið væri í því að gera upp Evrópumótið í desember. Vonast hún til þess að uppgjörið verði birt sem fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.