Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 6
Vikublað 20.–21. desember 20166 Fréttir Pingpong.is - Síðumúli 35 (að neðanverðu) , Reykjavík - S: 568 3920 & 897 1715 Borðtennis er fyrir alla! BorðtennisBorð » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá: Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel® Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation. Þ etta er hræðilega sorglegt. Ég og Brynjar misstum föður okkar á táningsaldri þannig að maður getur að einhverju leyti sett sig í spor dóttur hans. Hún er hins vegar bara sjö ára gömul þannig að maður veit ekki al­ veg hvort hún átti sig á hversu endan­ legt þetta er,“ segir Jón Gunnar Bjark­ an í samtali við DV. Eldri bróðir Jóns Gunnars, Brynjar Már Bjarkan, lést í Kenía þann 28. nóvember síðast­ liðinn, aðeins 38 ára gamall. Um hörmulegt slys var að ræða en niður­ staða krufningar var sú að Brynjar Már hefði kafnað á mat eftir að hafa hnigið niður á hótelherbergi sínu. Hann hafði þá aðeins dvalið tvo daga í landinu. Brynjar Már lætur eftir sig sjö ára gamla einkadóttur, Berglindi Ninju, en vinir og ættingjar hafa blás­ ið til söfnunar fyrir ungu stúlkuna. Fékk forsetastyrk í HR Brynjar Már var jarðsettur í gær, mánudag, við fallega athöfn frá Grafar vogskirkju. „Hann var sannur vinur vinna sinna og vinmargur eftir því. Það voru örugglega um fjög­ ur hundruð manns sem mættu og okkur fjölskyldunni þótti afar vænt um það,“ segir Jón Gunnar. Hann tal­ ar hlýlega um bróður sinn sem var margt til lista lagt. Brynjar Már hafi verið afburðanámsmaður en áfengið hafði verið honum fjötur um fót. „Hann tók fyrsta árið í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og rúllaði því upp, þrátt fyrir að sinna fullri vinnu. Hann fékk boð um svokallaðan for­ setastyrk og þar með ókeypis skóla­ gjöld. En þá féll hann því miður og flosnaði upp úr náminu,“ segir Jón Gunnar. „Lífið lék við hann“ Það hafi þó einkennt Brynjar Má að hann hafi ekki látið í minni pok­ ann fyrir breyskleika sínum heldur barist af harðfylgi og haft sigur. „Síð­ ustu fjögur ár voru búin að vera hans bestu og hann var afar hamingju­ samur. Hann menntaði sig í húsa­ smíði og vann við smíðarnar. Að auki vann hann með mér við hug­ búnaðar­ gerð hjá banda­ rísku tækni­ fyrir­ tæki. Hann var byrj­ aður að þéna afar vel og lífið lék við hann,“ segir Jón Gunnar. Brynjar Már hafi ferð­ ast víða á þessu tímabili og þar á meðal farið í ógleymanlega ferð með stórfjöl­ skyldunni til Frakklands í sumar að fylgjast með íslenska landsliðinu. „Við eigum eftir að lifa lengi á þeim minningum,“ segir Jón Gunnar. Fullt hótelherbergi af gjöfum Það sem skipti Brynjar Má þó öllu máli var dóttir hans, hin sjö ára gamla Berglind Ninja. „Hann elskaði hana gjörsamlega út af lífinu og var frábær pabbi. Hann bauð henni ný­ lega í pabbaferð til Kaupmanna­ hafnar og var ótrúlega duglegur að gera alls konar skemmtilega hluti með henni,“ segir Jón Gunnar. Þegar fjölskyldan fékk tilkynningu um andlátið þá fór systir þeirra bræðra, sem búsett er í Frakklandi, til Kenía til þess að bera kennsl á líkið og taka saman veraldlegar eigur hans þar. Þegar hún kom inn á hótelherbergið þar sem harmleikurinn átti sér stað þá var það fullt af ýmsum gjöfum og munum handa Berglindi Ninju. Eins og gefur að skilja verða jólin þungbær fyrir ættingja og vini Brynjars Más. „Hann var nýlega fluttur í íbúð í Vesturbænum sem að hann var afar stoltur af. Hann vildi endilega bjóða fjölskyldunni til sín um jólin og það höfðum við ákveðið. Núna er hann farinn en við ætlum engu að síður að hittast öll í íbúðinni hans, halda jólin hátíð­ leg og minnast hans,“ segir Jón Gunnar. Þeir lesendur sem vilja styðja dóttur Brynjars, Berglindi Ninju, er bent á eftirfarandi reikn­ ingsupplýsingar: 0114­18­ 750869, kennitala 091009 ­2340. n „Hann var frábær pabbi“ n brynjar Már varð bráðkvaddur í Kenía n Lætur eftir sig sjö ára einkadóttur Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Harmleikur Brynjar Már Bjarkan lést með sviplegum hætti í Kenía. „núna er hann farinn en við ætlum engu að síður að hittast öll í íbúðinni hans, halda jólin hátíðleg og minnast hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.