Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 9
Vikublað 20.–21. desember 2016 Fréttir 9 Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Opnunartími: Virka daga 8.30-18 Laugardaga 10.00-14.00 Viðskiptablaðið hagnast um tíu milljónir Sjötta árið í röð sem útgáfufélagið skilar hagnaði H agnaður útgáfufélagsins Mylluseturs ehf., sem á og rek­ ur Viðskiptablaðið og tengda fjölmiðla, nam ríflega tíu millj­ ónum króna á árinu 2015 og minnk­ aði um liðlega 3,5 milljónir frá fyrra ári, að því er fram kemur í nýbirtum samandregnum ársreikningi félags­ ins. Allt frá 2010 hefur starfsemi fé­ lagsins skilað hagnaði á hverju ein­ asta rekstrarári. Samkvæmt ársreikningi Myllu­ seturs námu eignir félagsins um 140 milljónum króna í árslok 2015. Eigið fé er 49 milljónir og eiginfjárhlutfall félagsins er því um 35%. Eignir Myllu­ seturs eru að langstærstum hluta úti­ standandi viðskiptakröfur, en þær voru liðlega 109 milljónir í lok síðasta árs. Heildarskuldir eru um 54 milljón­ ir króna og minnkuðu um fimmtán milljónir frá fyrra ári. Eigendur útgáfufélagsins eru Pétur Árni Jónsson með 67 prósenta hlut og Sveinn Biering Jónsson með 33 pró­ senta hlut. Pétur Árni lét af störfum sem útgefandi blaðsins í febrúar á þessu ári og var staðan samtímis lögð niður. Þá hætti hann sömuleiðis sem eini stjórnarmaður félagsins og tók Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Mylluseturs og faðir Péturs Árna, sæti hans í stjórninni. Skömmu síðar var tilkynnt um ráðningu Péturs Árna sem framkvæmdastjóra hjá fasteigna­ félaginu Heild sem er í eigu tveggja fjárfestingarsjóða í stýringu Gamma Capital Management. n hordur@dv.is Stærsti eigandi Viðskiptablaðsins Pétur Árni Jónsson á 67 prósenta hlut í útgáfufélaginu. Þ rotabú EK1923 ehf., áður heildsalan Eggert Kristjáns­ son hf., hefur höfðað riftunar­ mál gegn Sjöstjörnunni ehf., félagi í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway. Þess er krafist að Sjöstjarn­ an greiði þrotabúinu um 326 milljón­ ir króna auk vaxta og annars kostn­ aðar. Skúli Gunnar keypti, ásamt öðrum fjárfestum, heildsöluna í nóv­ ember 2013 en riftunarmálið snýst um fasteign félagsins sem var seld út úr heildsölunni og yfir í Sjöstjörn­ una rétt fyrir áramótin 2013. Að mati skiptastjóra þrotabúsins, Sveins Andra Sveinssonar, var fasteignin seld á alltof lágu verði auk þess sem samsvarandi skuldir hafi ekki verið yfirteknar. Ásældist fasteign félagsins Í nóvember 2013 var tilkynnt um að Skúli Gunnar hefði keypt heildsöluna Eggert Kristjánsson hf. ásamt fjárfestunum Hallgrími Ing­ ólfssyni, áður stærsta fjárfestinum í Byggt og búið, og Páli Hermanni Kolbeinssyni framkvæmdastjóra. Í fréttatilkynningu um kaupin kom fram að nýir eigendur hefðu marg­ háttaða reynslu af rekstri og „ætl­ unin væri að byggja félagið upp enn frekar á þeim góða grunni sem væri til staðar.“ Tækifærið sem fjárfestarn­ ir sáu í heildsölunni sneri þó ekki að rekstrinum sem var afar þungur. Það var fasteign félagsins að Skútuvogi sem Skúli Gunnar ásældist. Mikill munur á verðmati og kaupverði Um svipað leyti og tilboð kaupenda í heildsöluna var samþykkt þá var framkvæmt verðmat á eigninni. Það hljóðaði upp á 550 milljónir króna. Þann 29. desember 2013 var síðan undirritaður kaupsamningur milli Eggert Kristjánssonar hf. og Sjö­ stjörnunnar ehf., eignarhaldsfélags Skúla Gunnars, um kaupin á Skútu­ vogi 3. Kaupverðið í samningnum var ákveðið 475 milljónir króna. Áhöld eru um hvort farið hafi verið eftir þessum kaupsamningi því skömmu síðar var gerð skiptingaráætlun milli Eggerts Kristjáns sonar og Sjöstjörn­ unnar þar sem eignin var færð yfir til Sjöstjörnunnar á 437 milljónir króna. Samhliða voru 267 milljónir króna af skuldum yfirteknar. Voru því 170 milljónir af eigin fé Eggerts Kristjáns­ sonar færðar yfir til Sjöstjörnunnar en Eggert Kristjánsson hf. skilið eft­ ir með nánast ekkert eigið fé sam­ kvæmt upplýsingum DV. Þá var gerð­ ur 15 ára leigusamningur við Eggert Kristjánsson hf. um húsnæðið sem hljóðaði upp á 4.750.000 krónur á mánuði. Alls um 855 milljónir króna. Miðað við rekstur Eggerts Kristjáns­ sonar hf. er tilefni til þess að efast um að fyrirtækið hafi getað staðið undir slíkum leigugreiðslum. Reitir kaupa Skútuvog Þann 1. september 2015 var til­ kynnt um kaup fasteignafélagsins Reita hf. á fasteigninni að Skútuvogi 3. Uppgefið kaupverð var 670 millj­ ónir króna og var því söluhagnað­ ur Sjöstjörnunnar um 400 milljónir króna. Í fréttatilkynningu var talað um að leigutekjur af eigninni næmu 67 milljónum króna á ársgrundvelli. Rekstur Eggert Kristjánssonar hf. var afar þungur og tæpu ári síðar var fé­ lagið úrskurðað gjaldþrota. Þá hafði nafni þess verið breytt í EK1923 ehf. Í samtali við DV staðfestir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, að þrota­ búið skuldi fasteignafélaginu þriggja mánaða leigu en þvertekur fyrir að hagstæður leigusamningur hafi haft áhrif á kaupverðið. Þar ráði veiga­ meiri þættir eins og staðsetning og skipulag hússins. Auðvelt hafi verið að endurleigja fasteignina eftir að Eggert Kristjánsson hf. fór í þrot. Í samtali við DV staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri þrotabús EK1923 ehf., að tilkynning um riftun hafi verið send Sjöstjörnunni. „Næsta skref er að þingfesta riftunarmál á hendur Sjöstjörnunni þar sem krafa verður gerð um að Sjöstjarnan greiði þann mismun sem er á markaðsvirði eignarinnar þegar eignin var færð yfir og því sem greitt var fyrir hana. Allt er þetta unnið í nánu samráði við kröfu­ hafa,“ segir Sveinn Andri. n Höfða riftunarmál gegn Skúla í Subway n Skiptastjóri telur að Skútuvogur 3 hafi verið keyptur á of lágu verði Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Skúli Gunnar Keypti fast- eignina að Skútuvogi 3 út úr Eggerti Kristjáns- syni hf. sem síðar fór í þrot. Þrotabúið hefur höfðað riftun- armál vegna viðskiptanna. Sveinn Andri Telur að fasteignin að Skútuvogi 3 hafi verið seld á alltof lágu verði auk þess sem sam- svarandi skuldir hafi ekki verið yfirteknar. Skútuvogur 3 Fasteignin, sem áður hýsti starfsemi Eggerts Kristjánssonar hf., er núna í eigu Reita. Mynd Jon PAll VilhelMSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.