Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 10
Vikublað 20.–21. desember 201610 Fréttir „Prófaðu að hlusta á börnin þín gráta sig í svefn“ n Ótal fjölskyldur fengu mat hjá Fjölskylduhjálp fyrir jólin n DV ræddi við tvær mæður sem Ö nnur af tveimur jólaúthlutun- um Fjölskylduhjálpar Íslands í Iðufelli í Breiðholti fór fram í gær, mánudag. Að þessu sinni var það fjölskyldufólk sem tók þau þungu skref að standa í langri biðröð fyrir utan höfuðstöðv- ar hjálparsamtakanna í fyrstu snjó- hríðinni í höfuðborginni í vetur. DV kíkti í heimsókn til að glöggva sig á ástandinu, ræða við fólk sem reiðu- búið var að tjá sig um aðstæður sín- ar og ástæður þess að það reiðir sig á matargjafir til að geta veitt börnum sínum gleðileg jól. Það var kalt og það skiptust á haglél og bylur þegar blaðamaður DV og ljósmyndari komu á vettvang. Sjálfboðaliðar færðu þeim sem biðu í röðinni löngu kaffi til að ylja sér, fyrir innan var hver fermetri nýttur. Vörubretti full af mat og fjöldi sjálf- boðaliða sem hafði raðað sér upp við úthlutunarborðin, tilbúnir að fylla poka af helstu matvælum og nauðsynjum fyrir komandi hátíðar. Svona að tjaldabaki var þetta eins og hver annar lager í matvörubúð. Nema hér er maturinn gefins og á þakklátum andlitum skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar mátti lesa að allir þeirra hefðu þó frekar kosið að geta farið í búðina og greitt fyrir mat- inn. Það var kraftur í sjálfboðaliðun- um og formaðurinn, Ásgerður Jóna Flosadóttir, var á þönum að leysa verkefni í hverjum krók og kima. Við innganginn var hleypt inn í hollum. Fólk skráir sig við afgreiðsluborð og fær bleikan miða sem það framvís- ar svo við afgreiðsluborðin til að fá matargjafirnar. Borðin svigna undan reyktu svínakjöti, frosnum fiski, og öllu tilheyrandi. Ásgerður Jóna segir að jólaúthlutunin nú sé sú stærsta til þessa. Fjölskyldurnar í dag, einstak- lingarnir á miðvikudag og síðan er úthlutun í Reykjanesbæ á fimmtu- dag. Hún áætlar að þrjú þúsund einstaklingar njóti góðs af matar- úthlutuninni í vikunni. Það hefur oftar en ekki verið viðkvæðið þegar spurt er um ástandið, og er það enn. „Ástandið hefur aldrei verið svona slæmt,“ segir hún. Ásgerður Jóna hafði að beiðni DV milligöngu um að útvega við- mælendur úr hópnum – fólk sem reiðubúið væri að deila með okk- ur reynslunni af því góða starfi sem Fjölskylduhjálpin veitir og aðstæð- um sínum. DV ræddi við 32 ára ein- stæða móður, 38 ára gifta þriggja barna móður og loks hjón með þrjú börn sem í kjölfar atvinnumissis eigin mannsins og bílslyss eiginkon- unnar misstu allt og voru að leita til Fjölskylduhjálparinnar í fjórða sinn. Öll áttu þau það sameiginlegt að vera full af þakklæti fyrir hjálpar- samtök eins og Fjölskylduhjálpina. Matar gjafir sem þessar fyrir jólin, skipta þau öllu máli. Öll féllust þau á að ræða við DV gegn því að vera ekki nafngreind, sem blaðamaður varð góðfúslega við. Þau nöfn sem fylgja viðtölunum hér eru því ekki þeirra. n Inn í eldhúsið eru komin ung hjón, sem við skulum kalla Jón og Gunnu, sem þetta er allt saman tiltölulega nýtt fyrir. Þau segjast hafa komið þrisvar áður. Þau lifðu áður góðu lífi þar til áföllin dundu yfir. Hann missti vinnuna og ekkert hefur gengið í þeirri leit síðan og hún lenti í slysi. Gunna: „Ég lenti í bílslysi, þannig að maður datt úr háum tekjum niður í ekki neitt. Ég missti fyrirtækið þannig að þetta er gríðar- mikill léttir. Manni hefði ekki dottið í hug að það væri hægt að fá hjálp sem þessa.“ Jón og Gunna eiga þrjú börn og leita til Fjölskylduhjálparinnar til að geta boðið börnum sínum upp á almennilegan mat yfir hátíðarnar. Jón kemst við þegar blaðamaður spyr hann hvers virði það sé að geta komið hingað, fengið mat í ísskápinn fyrir hátíðarnar og veitt börnunum gleðileg jól. Jón: „Þetta er ómetanleg aðstoð. Jólin væru ekki eins, ef ekki væri fyrir hana.“ Gunna: „Þetta hefur verið mikill kvíði hjá okkur.“ Jón: „Mikill kvíði.“ Gunna: „Maður hefur verið með áfallastreitu eftir það sem maður hefur lent í þannig að þetta léttir á því.“ Jón: „Maður hefði aldrei trúað því að nokkur gæti staðið í þeim sporum sem maður er í í dag. Maður hefði haldið að þetta væri bara einhver aumingjaskapur og væri ekki til. En svo stendur maður í þessum sporum sjálfur.“ Jón og Gunna vilja þó ekki meina að það sé niðurlægjandi að þurfa að leita sér aðstoð- ar með þessum hætti. Þau upplifi ekki þá niðurlægingu sem margir gera, í aðstæðum sem þessum, fremur þakklæti til handa þeim sem aðstoða fólkið sem er í þessum sporum. Gunna: „Ég upplifi það ekki. Ég ætla að reyna að skila til baka seinna, með einhverju móti. Ég hef gert það niðri í Mæðrastyrksnefnd. Áföllin gerast og þau eru oft tímabundin, ég hef verið að skila þar til baka, því þær hjálpuðu mér mjög mikið líka.“ Röðin langa Ásgerður Jóna áætlar að hundruð fjölskyldna og þrjú þúsund einstak- lingar þiggi matargjafir frá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þessi jól. Önnur af tveimur úthlutunum á höfuðborgarsvæðinu var á mánudag. Fjölskyldufólk fyrst, svo einstak- lingar. Mynd SiGtRyGGuR ARi Grunaði aldrei að þau myndu standa í þessum sporum Hann missti vinnuna og hún missti fyrirtækið og háar tekjur eftir bílslys „Ástandið hefur aldrei verið svona slæmt Þakklát hjón Hjónin Jón og Gunna þekktu það að lifa góðu lífi en eftir að áföll dundu yfir hafa þau misst mikið. Þau eru þakklát Fjölskyldu- hjálpinni fyrir að geta veitt börnunum þeirra gleðileg jól. Mynd SiGtRyGGuR ARi Allt til alls Kjöt, fiskur, grænmeti, ávextir, kökur og allt mögulegt matarkyns beið þess að komast í hendur þeirra sem á þurfa að halda hjá Fjölskylduhjálp. Mynd SiGtRyGGuR ARi Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.