Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Síða 11
Vikublað 20.–21. desember 2016 Fréttir 11 „Þetta skiptir öllu máli og er mér mjög mikilvægt,“ segir sú sem við skulum kalla Elínu, einstæð 32 ára móðir, sem á 11 ára dóttur. Elín er öryrki eftir að hafa greinst með sjúkdóminn „lupus“ þegar hún var tvítug. Hún segir að hún hafi alltaf unnið mik­ ið, alla sína ævi þar til hún greindist og varð mjög veik. Lupus, sem oft er kallað rauðir úlfar á íslensku, hafði hún verið með alla ævi. En upp úr tvítugu breyttist margt. „Ég var þá búin að kaupa mér þrjár íbúðir og átt fjölda bíla og hafði verið mjög dugleg þar til ég gat ekki unnið lengur. Það munar öllu að geta komið hingað. Örorka er ekki eitt­ hvað sem maður lifir á. Það er engin leið til að ná þessu saman,“ segir Elín sem síðustu tíu ár hefur reynt allt til að ná sér aftur á strik eftir veikindin. „Lyfjagjöf tvisvar í viku, sjúkra­ þjálfun, jóga, sund og hollt matar­ æði og að gera allt sem ég á að gera, en þetta er ekkert grín.“ Hún hefur leitað á náðir Fjölskylduhjálparinnar í nokkur ár núna og segir það skipta hana miklu máli. Allt sé skárra en ekki neitt, þegar allir skápar eru tóm­ ir. Hún segir að það fæli engan frá að standa í biðröð í hríð og byl eins og í dag þegar kemur að því að geta boðið börnunum sínum upp á mannsæm­ andi mat yfir jólin. „Maður bara verður, það er bara þannig. Þetta er ekki spurning um að vera tilbúinn, maður verður. Það er ekki val að standa hérna fyrir utan í klukkutíma í blindbyl.“ Við stöndum og ræðum saman inni í litlu eldhúsi í húsnæði Fjöl­ skylduhjálpar Íslands. Við hlið Elínar stendur önnur kona sem féllst á að ræða við blaðamann. Við skulum kalla hana Önnu. Hún er 38 ára, gift og á þrjú börn – þriggja og fjögurra ára drengi og 19 ára langveika dóttur. Hún er öryrki vegna slæmrar gigtar sem hún þarf að taka morfínlyf við. Ein aukaverkunin af þeim lyfjum er að þau skemma tennurnar í henni, svo þær hreinlega hrynja úr. Eigin­ maður hennar er rafvirkjameistari, er öryrki sömuleiðis eftir að hafa bakbrotnað. Róðurinn er því þungur með þrjú börn á framfæri og ekkert nema alltaf of lágar bætur til að draga fram lífið. Talið berst af jólunum. Þá gleyma margir sér í jólastressi, áhyggjum yfir ýmsum ómerkilegum hlutum – fyrsta heims vandamálum eins og þau eru gjarnan kölluð – í það minnsta í sam­ anburði við neyð og aðstæður þeirra fjölmörgu sem þurfa að sækja sér mat til hjálparsamtaka. Blaðamaður spyr hvort þær stöllur hafi einhver skila­ boð til þeirra sem barma sér yfir jólin, en lifa samt í allsnægtum. Það stóð ekki á svörum frá þeim: Anna: „Prófið að gefa börnunum ykkar ekkert nema hrísgrjón með tómatsósu í nokkra daga og athugum hvernig ykkur líður.“ Elín: „Prófið að elda hafragraut í morgunmat, hádegis­ og kvöldmat í mánuð og sjáið hvernig ykkur líður.“ Anna: „Prófaðu að hlusta á börnin þín gráta sig í svefn þegar þau langar í mjólk,“ og í sömu andrá kemur lítill drengur hlaupandi í fangið á móður sinni. Orðinn óþreyjufullur að þurfa að bíða á stað þar sem engin börn ættu að þurfa að verja deginum. Og Elín segir: „Það sem gerir mig svo reiða er að við búum á Ís­ landi, þetta ætti ekki að þurfa að vera svona.“ Anna: „Og þeir geta vogað sér að lækka örorkubæturnar enn meira með því að tekjutengja þær. Og barnabæturnar eru horfnar.“ Elín: „Maður á bara ekki til orð. Skilaboðin eru líka þessi. Meðal­ manneskjan er fátækt fólk í dag. Það sem áður var meðalmanneskja og lifði bara allt í lagi, hún er orðin fá­ tæka fólkið í dag. Og maður lifir ekki á 200 þúsund kalli á mánuði. Það vel­ ur það enginn að vera ekki vinnandi. Aldrei myndi ég hugsa mér það. Eins og líf mitt var, þá var ég þrjár vik­ ur í rúminu, þrjár vikur að jafna mig og koll af kolli. Það velur sér enginn svona líf. Og þó fólk líti vel út að utan þá þarf ekki að vera að allt sé í lagi.“ Anna: „Það sér þig enginn þegar þú ert ekki í lagi. Það er nefnilega stór misskilningur. Fólk segir kannski: „Þú lítur alltaf svo vel út“ – Já, það er vegna þess að þú sérð mig ekki nema þegar ég lít vel út og er í lagi.“ Elín: „Þegar ég kemst út úr húsi.“ Í ljósi þeirra upplýsinga frá Ás­ gerði Jónu að aldrei fleira fólk hafi sótt mataraðstoð en nú um stundir eru þær Elín og Anna sammála um að neyðin sé meiri en oft áður. Báð­ ar hafa þær áralanga reynslu af bið­ röðinni. Anna: „Það sem mér finnst, og þetta má ekki hljóma illa, en það er ofboðslega mikið af erlendum einstaklingum sem við vitum að eru með mun hærri framfærslu en við sem erum Íslendingar. Það er ósann­ gjarnt að vita til þess að það er fólk sem kemur – ég er ekki að segja að það hafi það gott – en það er í fríu fæði, í fríu húsnæði, með fría leik­ skóla og 200 þúsund krónur í ráð­ stöfunartekjur. Við erum með 200 þúsund í ráðstöfunartekjur og eig­ um eftir að borga húsnæði, leikskóla­ gjöldin, skólamatinn, tryggingar, síma, bifreiðagjöldin eða strætókort. Lækniskostnað, lyfjakostnað og svo mætti lengi telja. Ég er öryrki og er á þannig lyfjum að þau eyðileggja í mér tennurnar. Nú sit ég uppi með 47 þúsund króna tannlæknakostnað sem ég get ekki borgað og ég á eftir að borga 400 þúsund kall til að koma þessu í svona þokkalegt stand. Það er ekki að ræða það að ég muni geta gert þetta næstu árin. Tryggingastofn­ un tekur t.d. bara þátt í kostnaði við hverja tönn einu sinni, en það þarf í mínu tilfelli að rótarhreinsa sjö sinn­ um. Sex skiptin eru því á minn kostn­ að, 47 þúsund kall í hvert skipti, svo á eftir að setja vírinn og tönnina sjálfa sem kostar 150 þúsund krónur til við­ bótar.“ Anna bætir við að eiginmaður hennar, rafvirkjameistarinn sem bak­ brotnaði, fái 158 þúsund krónur á mánuði í bætur frá Tryggingastofn­ un. „Hann gæti verið með 158 þúsund krónur á dag, þannig að þetta er ekki eitthvað sem við veljum okkur. Að standa hér í röðinni. Þetta er mesta niðurlæging sem þú getur lent í. Hún er rosaleg.“ Elín: „Og að leyfa börnunum okk­ ar að horfa á þetta.“ Anna: „Já, það er ekkert gaman að þurfa að taka börnin með sér. Dótt­ ir mín er 19 ára og flogaveik en sam­ kvæmt kerfinu þá er eins og ég þurfi ekki að hugsa um hana lengur því hún er eldri en 18 ára. En hún datt ekkert af framfærslu hjá mér þótt hún yrði átján ára.“ Þær eru sammála um að það sé ýmislegt sem stjórnvöld og komandi ríkisstjórn geti gert til að bæta hag þeirra verst settu í þjóðfélaginu. Til dæmis með afnámi tekjutengingar örorkubóta og hækkun örorku­ bóta upp í eitthvað sem talist gæti í námunda við mannsæmandi kjör fyrir þann hóp fólks. Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos Bragðgóð grísk jógúrt að vestan „Prófaðu að hlusta á börnin þín gráta sig í svefn“ berjast í bökkum og hjón sem lifðu vel og trúðu ekki að þau myndu standa í þessum sporum Tvær mæður berjast í bökkum „Meðalmanneskjan er fátækt fólk í dag“ Fátækar mæður Það verður aldrei auðveldara að þurfa að leita eftir mataraðstoð sökum fátæktar. Anna og Elín upplifa skömm. Mynd Sigtryggur Ari Kraftur í sjálfboðaliðum Það var í mörgu að snúast hjá sjálfboðaliðum Fjölskyldu- hjálparinnar á úthlutunar- degi. Mikið af mat sem koma þurfti út til nauðstaddra. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.