Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Page 12
Vikublað 20.–21. desember 201612 Fréttir Erlent SamSæriSkenningaSmiður kaStaði upp Svörtum vökva n var heilsuhraustur en lést skömmu eftir að hafa sent móður sinni dularfull skilaboð n „Ég held að einhver hafi drepið hann“ r éttarmeinafræðingar í Bretlandi standa á gati vegna dularfulls andláts þekkts samsæriskenninga- smiðs. Bretinn Max Spiers lést í Póllandi í júlí, þar sem hann átti að flytja erindi á ráðstefnu sam- særiskenningasmiða um rann- sóknir sínar. Degi fyrr kastaði hann upp um það bil tveimur lítrum af svörtum vökva en enn áður hafði hann sent móður sinni skilaboð um að eitthvað gæti komið fyrir hann. Því er haldið fram að hann hafi verið að rannsaka hring barna- níðinga innan Bandaríkjahers. Spiers, sem er í frétt Mirror sagð- ur hafa rannsakað ýmislegt sem varðar þekkta menn í stjórnmála-, viðskipta- og jafnvel menningarlífi, sendi móður sinni, fáeinum dög- um fyrir andlát sitt dularfull skila- boð. Í þeim stóð: „Strákurinn þinn er í vanda. Rannsakaðu málið ef eitthvað kemur fyrir mig.“ Skoðaði fljúgandi furðuhluti Maðurinn, sem var frá Canterbury í Kent, hafði búið í Bandaríkjunum í nokkur ár. Hann vann við að af- hjúpa yfirhylmingu ráðamanna og var nokkuð virtur innan samsær- iskenningageirans. Hann vakti ekki síst athygli fyrir athuganir sínar á fljúgandi furðuhlutum. „Ég held að Max hafi verið að grafast fyrir á dimmum stöðum og að einhver hafi viljað hann feigan,“ er haft eftir móður hans, Vanessu Bates. Spiers, sem var tveggja barna faðir, fór til Bretlands, til að heim- sækja móður sína, eftir að hafa ver- ið í fríi á Kýpur. Þaðan flaug hann, lasinn, til Póllands til að flytja er- indi á ráðstefnu. Það tókst honum aldrei. Pólsk yfirvöld gáfu það út eft- ir andlát hans að það hefði borið að með eðlilegum hætti (e. natural causes). Réttarmeinarannsókn á Margate Hospital í Kent, eftir að lík- ið var sent heim, leiddi hins vegar í ljós að ekki var hægt að segja til um dánarorsök mannsins. Lést á sófanum Í yfirlýsingu frá Caroline O'Donn- el, rannsakanda hjá dánardóm- stjóranum, segir að eftir að þeir félagarnir hafi komið til baka frá Kýpur hafi Spiers verið veikur; haft háan hita og verið veikburða. Hann flaug samt til Póllands og gisti hjá vinkonu sinni. „Daginn eftir seldi herra Spiers upp um tveimur lítr- um af svörtum vökva. Konan sem hann gisti hjá hringdi þá á lækni en honum tókst ekki að halda lífinu í Spiers, þrátt fyrir tilraunir til endur- lífgunar.“ Móðir enskukennarinn Vanessa, útilokar ekki samsæriskenningar, samkvæmt frétt Mirror. „Hann hafði skapað sér nafn í heimi sam- særiskenningasmiða og hafði ver- ið boðið að halda fyrirlestur á ráð- stefnu í Póllandi í júlí,“ er haft eftir henni. Piers gisti að sögn á sófa hjá vinkonu sinni, sem hann hafði ekki þekkt lengi. Hún kom að honum látnum á sófanum. „Max var í sér- staklega góðu formi og við góða heilsu. Samt dó hann bara fyrir- varalaust á sófa.“ Fram kemur í frétt Daily Mail að Piers hafi haft upplýs- ingar um umsvifamikið barnaníð innan Bandaríkjahers fyrir hartnær 30 árum. Hún segist engar upplýsingar hafa um dánarorsök sonar síns, nema staðfestingu á því frá pólsk- um yfirvöldum að dauðsfallið hafi borið að með eðlilegum hætti. Engin athugun hafi hins vegar farið fram. „Þeir neita einnig að láta mér í té skjölin um dauðsfallið. Skýr- ingin er sú að ég hef ekki skriflegt samþykki hans fyrir því, jafn fárán- legt og það hljómar.“ Hún er þess fullviss að einhver hafi ráðið syni sínum bana. „Ég óttaðist að eftir því sem vinsældir hans ykjust myndi hættan á því að einhver vildi ráða hann af dögum aukast. Ég er held að einhver hafi drepið hann.“ Bíður gagna frá Póllandi Dánardómstjórinn breski Alan Blunsdon segist enn vera að bíða eftir skýrslu frá pólskum stjórn- völdum. Hann bindur einnig von- ir við að fá afhenta tölvu manns- ins og síma, svo hægt sé að grafast fyrir um hvað hann aðhafðist í að- draganda dauðsfallsins. Samsæriskenningasmiðir voru að vonum ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu að einhver hefði óhreint mjöl í pokahorninu. „Ef það sem hann sagði var ósatt, hvers vegna ætti þá einhver að vilja drepa hann? Heilbrigt fólk dettur ekki niður og deyr. Einhver hefur byrl- að honum eitur,“ skrifar Craig Hew- lett á bloggsíðu sína. „Þetta er mjög dularfullt og ég hvet alla sem geta veitt upplýsingar um málið til að láta þær af hendi og krefjast krufn- ingar,“ skrifar bloggari sem kallar Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Strákurinn þinn er í vanda. Rann- sakaðu málið ef eitthvað kemur fyrir mig. ljúffengur morgunmatur alla daga Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin Sönn samkeppni Allar gerðir hleðslutækja fyrir Apple tölvur. Verð: 11.990 kr. Magsafe hleðslutæki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.