Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 13
Vikublað 20.–21. desember 2016 Fréttir Erlent 13 Sími: 562 5900 www.fotomax.is Tilvalin jólagjöf fyrir ömmu og afa Fæst í vefverslun og í verslun okkar að Höfðabakka 3 Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is Hannyrðab udin.isNý hei masíða Ótrúlegtúrval! SamSæriSkenningaSmiður kaStaði upp Svörtum vökva n var heilsuhraustur en lést skömmu eftir að hafa sent móður sinni dularfull skilaboð n „Ég held að einhver hafi drepið hann“ sig Project Camelot. Móðirin segir að Max hafi átt systur og bróður, auk tveggja sona. Þau séu niðurbrotin. Öll fjölskyld- an muni berjast fyrir því að komist verði til botns í málinu. Hann var borinn til grafar núna í desember, þótt réttarrannsókn sé ólokið. n Bandaríkjaher á níunda áratugnum Því er haldið fram að Spiers hafi verið að rann­ saka barnaníð innan Bandaríkjahers, sem átt hafi sér stað fyrir þremur áratugum. Var heilsuhraustur Erfiðlega hefur reynst að fá upplýsingar um dauðsfall Spiers frá pólskum yfirvöldum. vill daglegar aftökur Rodrigo Duterte vill hengja glæpamenn og spara byssukúlur F orystumenn innan kaþólsku kirkjunnar á Filippseyjum og mannréttindasamtök þar í landi fordæmdu á sunnudag áform Rodrigos Duterte, forseta landsins, um að taka upp dauðarefsingu á nýj- an leik og aflífa daglega fimm til sex glæpamenn. Forsetinn hefur sett inn- leiðingu dauðarefsinga á oddinn í baráttu sinni gegn glæpum sem hef- ur nú þegar kostað 5.300 manns lífið. Duterte lofaði því um síðustu helgi að hann myndi sjá til þess að dauðarefsingum yrði beitt fari svo að þær verði aftur leyfðar. Í raun tel- ur hann að þær hafi aldrei verið afnumdar heldur að þær hafi einung- is ekki verið notaðar. Um 80 prósent Filippseyinga tilheyra kaþólsku kirkj- unni en þrýstingur frá henni leiddi til þess að refsingin var afnumin fyr- ir áratug. Þegar Duterte tók við emb- ætti í júní lofaði hann því að innleiða hengingar svo spara mætti byssukúl- ur. Snaran er að hans mati mannúð- legri leið til að taka líf. n Forsetinn Rodrigo Duterte er umdeildur enda látið ýmislegt flakka síðan Filipps­ eyingar völdu sér forseta í júní. Mynd EPA Létust eftir að hafa drukkið baðolíu Ótímabær dauðsföll í rússnesku borginni Irkutsk r ússnesk rannsóknarnefnd tel- ur að ótímabær dauðsföll um 40 íbúa borgarinnar Irkutsk í Síberíu megi rekja til drykkju á baðolíu. Sextán til viðbótar eru nú í lífshættu og hefur lögreglan gert olí- una upptæka. Olían sem um ræðir heitir Boyar- yshnik eða þyrnir og inniheldur ban- væna efnið metanól sem er meðal annars notað í frostlög og sem elds- neyti. Allir íbúar Irkutsk sem létust voru fátækir og á aldrinum 35 til 50 ára. Rússnesk yfirvöld hafa staðfest að þeir voru ekki allir samankomn- ir á einum og sama staðnum þegar þeir drukku baðolíuna og telja þau því að varan hafi verið markaðssett sem áfengur vímugjafi. Tveir eru í haldi lögreglunnar vegna málsins en vitað er hvar olían var seld. Á umbúðum vörunnar er varað við drykkju hennar en þar segir einnig að olían sé 93 pró- sent spíri. Ýmsar heimilisvörur sem inni- halda alkóhól eru innbyrtar í stað áfengis af mörgum úr neðri stétt- um Sovétríkjanna fyrrverandi. Olían inniheldur aftur á móti ekkert alkó- hól heldur einungis hið áðurnefnda metanól. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sagði atburðinn vera „skelfilegan harmleik“ og Dmitry Medvedev, forsætisráðherra lands- ins, telur stjórnvöld þurfa að banna baðolíuna og allar sambærilegar vör- ur. Um 20 prósent af alkóhóldrykkju Rússa má rekja til lyfja eða ilmvatna. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.