Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 17
Vikublað 20.–21. desember 2016 Fréttir 17 Í langan tíma hefur mig langað að stíga fram og upplýsa um deilurnar á milli mín og Hilmars Leifssonar. Þær snúast ekki ein- göngu um mig og hann, heldur margt annað fólk. Ýmsar getgátur hafa verið á lofti en slúður gagnast engum. Ég hafði lagt fram kærur og ég valdi að tjá mig ekki til að skemma ekki mín mál eða annarra. Ég hef því haft vit á því að þegja, þótt erfitt hafi verið að lesa lygar sem Hilmar hef- ur haft uppi um mig opinberlega. Ég kærði Hilmar og Óskar Barkarson og tvo Pólverja fyrir árás á mig fyrir utan Laugar. Nú er komið í ljós að lög- reglan henti kærunni í ruslið.“ Þetta segir Gilbert Grétar Sigurðs son í samtali við DV. Gilbert og Hilmar hafa á síðustu árum stað- ið í harðvítugum deilum sem ítrekað hafa ratað í fjölmiðla og hafa ásakan- ir gengið á víxl. DV greindi frá átök- um fyrir utan World Class í Laugum í ágúst 2014. Myndband náðist af átökunum. Dv.is birtir í dag annað myndband sem hefur aldrei komið fyrir almenningssjónir og fer nánar í saumana á sögu Gilberts og Hilmars. Nú er komið í ljós að Laugamálið fór ekki fyrir dóm og vill Gilbert stíga fram og segja alla söguna frá sínu sjónarhorni. „Ég hafði ráðfært mig við fjölda lögmanna og lögreglan sagði sjálf að þetta væri borðleggjandi fangelsi. Þeir voru fjórir, ég einn. Nú þegar búið er að henda málinu í ruslið spyr ég, má þá ráðast fjórir á einn með stórhættulegri straumbyssu og höggum? Svo virðist vera.“ Hilmar Leifsson vildi lítið láta hafa eftir sér um ásakanir Gilberts þegar eftir því var leitað. Æska Gilberts Gilbert er fæddur í apríl, 1981 í Reykjavík. Fimm árum síð- ar flutti hann ásamt móður sinni, eldri systur og yngri bróður til Grundarfjarðar. „Mamma vann í sjopp- unni og var líka fiskvinnsl- unni. Hún tók að sér alla vinnu sem bauðst til að halda okkur krökkun- um uppi. Fyrst í stað áttum við lítið sem ekk- ert en það var alltaf matur á borð- um. Ári síðar kynntist hún fósturpabba mínum.“ Lífið varð bærilegra þegar tvö sáu um að sjá fjölskyldunni farborða. Fósturfaðir Gilberts var skrifstofu- stjóri í hraðfrystihúsinu og tók Gil- bert að sér eins og hann væri hans eigin sonur. Gilbert var að eigin sögn uppátækjasamt barn og stundaði íþróttir af kappi. Hann eignaðist lít- inn gúmmíbát sem hann safnaði fyrir með því að tína dósir. Á þessum gúmmíbát réri hann svo um allan Grundarfjörð. „Ég réri marga kílómetra á þess- um bát, pínulítill polli. Ég styrkti botninn með því að líma slöngubæt- ur undir hann eins og eru á vinnu- vélum þannig að ég gæti róið á bátn- um upp í allar fjörur án þess að hann myndi springa.“ Úti í firðinum stendur sker upp úr sjónum á fjöru. Þangað kveðst Gil- bert hafa róið alla daga er sjór var sléttur. „Ég átti mjög góðar stundir úti á þessu skeri. Oft- ast sat ég þarna einn. Það var lítil fjara í skerinu og þar hlóð ég vörðu. Á háflóði flæddi alltaf yfir skerið en þá stóð varðan mín alltaf upp úr sjón- um. Ég hélt þessari vörðu við og fannst ég eiga þetta sker og þetta var mitt athvarf. Þarna sat ég með fuglunum og kyrrðinni.“ Lagði krakka í einelti Gilbert kveðst hafa átt einn góðan og traustan vin á æskuárunum. „Ég átti ekki samleið með jafnöldrum mín- um og átti ekki auðvelt með að vera innan um fólk. Ég var hálflokað- ur sem gerði að verkum að ég byrjaði að drekka áfengi snemma. Hafðirðu orð á þér að vera villingur? „Bæði og. Ég viður- kenni að ég lagði krakka í einelti sem barn. Ég vissi ekki af hverju ég gerði það og ég gerði mér ekki grein fyrir hvað ég væri að gera. Þegar ég varð eldri og þroskaðri áttaði ég mig á sársaukanum sem ég hafði valdið.“ Það sat í Gilbert. Hann langaði oft að safna kjarki og biðja krakkana afsökunar á hegðun sinni. „Þegar ég tók sporin í AA fór ég alveg þangað niður og heimsótti alla,“ segir Gilbert og bætir við að honum hafi verið vel tekið. „Það voru margir hissa á að ég hefði unnið í sjálfum mér niður í æsku, sumir mundu ekki eftir þessu. Aðr- ir sögðu að þetta hefði ekki verið svona alvarlegt. Það var ein stelpa sem var gríðarlega þakklát. Það létti af henni mikilli byrði að ég játaði mínar misgjörðir og við féllumst í faðma.“ Gilbert kveðst oft hafa viljað skrifa grein um einelti út frá sjón- arhóli geranda. Það sé sjaldgæft að sjá þá sem hafi beitt einelti opna sig. Var erfitt að biðjast afsökunar? „Þetta var rosalegur léttir. Mig var búið að langa svo lengi að koma þessu frá mér. Þegar ég kynntist AA sporunum var þetta eitt af verkefn- unum, að játa misgjörðir sínar. Þá fór ég yfir líf mitt í leiðsögn með sponsor og punktaði hjá mér hverja ég hafði skaðað og gerði hreint fyr- ir mínum dyrum. Útborgunin sem ég fékk andlega var ótrúleg. Það breytti lífi mínu og von- andi varð líf þeirra sem ég hafði sært bærilegra líka.“ Flytur til Reykjavíkur Eftir að grunn- skólagöngu Gilberts lauk flutti hann til föður síns í Reykjavík. Hann hóf nám í grunndeild málm- iðnaðar í Iðnskólanum. Stefnan var að fara síðar í vélskólann og verða vél- stjóri eða flugvirki. Sam- hliða námi og yfir sum- artímann vann Gilbert í byggingarvinnu og hafði góðar tekjur ásamt því að taka einn og einn túr á sjó þar til hann fékk fast pláss og starfaði sem sjómaður næstu tvö árin. „Ég keypti mína fyrstu íbúð 18 ára. Draumurinn var að komast sem fyrst úr foreldrahúsum. Ég flutti inn með barnsmóður minni en við eigum í dag strák sem er að verða 15 ára,“ segir Gilbert og bætir við að hann hafi átt erfitt með að ná tökum á áfengisneyslu sinni. Hversu gamall varstu þegar þú byrjaðir að drekka áfengi? „Ég byrjaði að drekka 11 ára. Ég átti erfitt með að tjá mig og fann fyrir djúpri ró þegar ég drakk. Þrettán ára byrjaði ég að safna bjór sem ég tók frá mömmu og pabba. Oft drakk ég einn bjór fyrir svefninn. Þau fóru í bæjarferðir og keyptu þá marga Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Slagsmál við World Class Lögregla var kölluð til vegna slagsmála fyrir utan World Class í Laugum í ágúst 2014, Gilbert kærði málið en því hefur nú verið vísað frá. Söfnuðust saman fyrir utan hjá Hilmari Hilmar sakaði hópinn um að hóta börnum sínum. Gilbert þvertekur fyrir það og segir að hann hafi talað við Hilmar á því eina máli sem hann skilur. Hilmar Hilmar og Gilbert hafa deilt árum saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.