Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 18
Vikublað 20.–21. desember 201618 Fréttir Inni- og útilýsing Sími: 565 8911 & 867 8911 - www.ledljos.com - ludviksson@ludviksson.com Led sparar 80-92% orku Ledljós Ludviksson ehf kassa af bjór og þá var auðvelt að stela einum og einum án þess að þau grunaði nokkuð. Bjórinn drakk ég eins og gos, lagðist síðan á koddann og lognaðist út af. Ég notaði bjórinn í raun sem svefnlyf.“ Eftir því sem árin liðu ágerðist drykkjan. Kveðst hann þrátt fyrir drykkju alltaf hafa unnið mikið og haft góðar tekjur. „Eins og fleiri á góðæristímanum lifði ég hátt og keypti stórt og íburðar- mikið endaraðhús í Mosfellsbæ. Ég hannaði það allt sjálfur að inn- an. Það var keypt allt það nýjasta og flottasta. Þarna bjuggum við á besta stað, ég og seinni barnsmóðir mín og dóttir okkar. Á þessum tíma átti ég í vandræðum með áfengi og önnur fíkniefni. Þegar ég missti allt tók við tveggja ára fyllerí upp á líf og dauða.“ Gilbert og barnsmóðir hans ákváðu að tími væri til kominn að fara hvort í sína áttina eftir fjögurra ára samband. Honum reyndist við- skilnaðurinn við dóttur sína þung- bær. „Ég man alltaf eftir því, þegar ég var uppi í Tröllateig, í nýja fína hús- inu, með allar fjarstýringarnar með öllum ljósunum og sérhönnuðu hús- gögnunum. Ég var útkeyrður eftir neyslu, allir voru farnir og ég var inni í eldhúsi þegar ég tók eftir fingraför- um dóttur minnar á bakaraofninum. Ég tímdi ekki að þurrka þau af, alveg sama hversu oft ég þreif húsið. Ég skoðaði alltaf þessi fingraför þegar ég fór að sofa. Þá settist ég með stól við ofninn og horfði á þessi pínulitlu fingraför. Og ég grét. Ég er svo mik- ill snyrtipinni, bara eitt fingrafar fer í mínar fínustu, en fingraförin á bak- araofninum voru aldrei þrifin og voru bara fyrir mig.“ Meðferð Árið 2008 skráði Gilbert sig í meðferð og leitaði sér aðstoðar erlendis. Til þess notaði hann sína síðustu fjár- muni. „Ég var eignamikill í fasteign- um þegar þetta var og notaði síðustu þrjár milljónirnar sem ég átti til að fara í meðferð. Ég sá ekki eftir þeim peningum. Ég vissi að ef ég fjárfesti í edrúmennsku myndi ég ná þess- um aurum til baka. Á þessum tíma var ég búinn að vera í dagneyslu í meira en ár á áfengi og kókaíni. Í þannig neyslu endar maður í undir- heimunum án þess endilega að gera sér grein fyrir því að þetta séu undir- heimar. Ég varð vitni að ljótum hlut- um og ég var enginn engill sjálfur. Ég taldi að ef ég myndi fara í dýrustu og flottustu meðferðina yrði ég sjálf- krafa edrú. En ég tók aldrei sporin og ég var edrú í átta mánuði.“ Þá tók aftur við dagneysla í tvö ár til ársins 2011. Líkaminn var að gefa upp öndina. Gilbert sat dag einn á móti lækni sem sagði að hann myndi ekki lifa af ef hann tæki ekki á sínum málum. „Ég ældi og pissaði blóði í marga mánuði og var með blæðandi magasár. Líkaminn var allur í bólg- um að innan og ég geymdi brúsa af landa á náttborðinu til að drekka óblandaðan til að koma í veg fyrir að ég færi í krampa á morgnana. Það er alþekkt að fólk getur dáið í þessum krömpum.“ Í ágúst árið 2011 tók Gilbert ákvörðun. Hann hafði ekki prófað sporin eða farið í gegnum þau ásamt trúnaðarmanni. Hann hélt til Grundarfjarðar þar sem hann var trappaður niður af lækni sem er í fjölskyldu hans. Í þrjá mánuði vann læknirinn í að gefa honum lyf gegn fráhvörfum. „Þarna kom eitthvað yfir mig og ég uppgötvaði að ég vildi lifa lengur.“ Gilbert fékk sér trúnaðarmann sem búsettur var í Ólafsvík. „Það var kær- leiksglampi í augum hans. Mig langaði í þennan glampa,“ segir Gilbert. „Áður en ég vissi af vorum við farnir að taka sporin saman og ég ját- aði mig sigraðan. Ég hafði ekki leng- ur stjórn á mínu lífi. Það var fyrsta sporið. Ég var viss um að það væri til máttur mér æðri og ég tók hann inn í líf mitt. Þannig hélt ég áfram að taka sporin. Þarna byrjaði mitt bataferli. Ég var edrú í 18 mánuði.“ Fimm daga fall Í mars 2013 féll Gilbert aftur. Þá tók við fimm daga neysla á öllum þeim fíkniefnum sem hann komst yfir. „Ég ákvað þegar ég tók fyrsta sopann sem leiddi til þessa fimm daga túrs að ég ætlaði keyra mig í klessu í eitt skipti og fara svo aft- ur til baka. Ég hringdi í Jón stóra, vin minn, sem ég hafði ekki heyrt í í mörg ár en við höfðum alltaf vitað af vináttu hvor annars.“ Næstu daga var drukkið og dópað stíft og slegið upp partíi. „Ég byrjaði strax að pissa og æla blóði. Þrátt fyrir góðan edrútíma var líkaminn ekki búinn að jafna sig.“ Gilbert var ákveðinn í að hætta aftur og reyndi að sannfæra Jón stóra um að koma með sér til Grundar- fjarðar. Jón var tregur til að byrja með. „Við vorum að kveðja vin okkar og þurftum síðan báðir að fara á klósettið á sama tíma. Við stóðum yfir klósettinu eins og litlir guttar og pissuðum í kross og við pissuð- um báðir blóði. Við horfðum á hvor annan. Ég sagði: „Jón, er ekki kom- inn tími til að hætta þessu? Komdu með mér á Grundarfjörð. Við erum að deyja hérna“.“ Ég lét hann vita að það biði eft- ir okkur læknir á Grundarfirði sem myndi trappa okkur niður. Að lokum fórum við til Grundarfjarðar og vor- um þar í sjö vikur. Hann vann í spor- unum og tók þau öll. Að sjá hann blómstra og ná bata flýtti fyrir mín- um bata. Hann hafði verið á kafi í neyslu í 12 ár.“ Jón stóri náði að vera edrú í þrjá mánuði, þá féll hann en náði sér svo aftur á strik. Hann lést svo skömmu eftir annað fall. „Ég bar hann í gröfina. Þessi tími er mér rosalega dýrmætur. Þarna sá ég hvað er gott að gefa af sér. Mig langaði að hjálpa honum og hann „Ég átti erfitt með að tjá mig og fann fyrir djúpri ró þegar ég drakk. Þrettán ára byrjaði ég að safna bjór sem ég tók frá mömmu og pabba.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.