Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 19
Hátíðarmatur Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is 20. desember 2016 Kláraðu jólin í Pétursbúð H jónin Björk og Baldvin hafa rekið kjörbúðina Pétursbúð á horni Ægis- götu og Ránargötu um árabil. Pétursbúð er sann- kallað fjölskyldufyrirtæki en börnin þeirra tvö hafa starfað með þeim í búðinni, ásamt öðrum starfsmönn- um. Húsið var byggt árið 1928 sem verslunarhúsnæði og hefur verið starfrækt verslun í því síðan. Það er alltaf opið í Pétursbúð Pétursbúð er almennt með opið alla daga til hálf tólf og svo er líka opið yfir allar hátíðarnar. „Það er til dæmis opið til fimm á aðfangadag og þá myndast alltaf góð stemning hérna. Við fjölskyldan tökum að okkur að vinna yfir hátíðarnar og á aðfangadag er brjálað að gera allan daginn. Þá koma jólasveinarnir alltaf við hérna, enda fæst allt í Pétursbúð,“ segir Björk. Það er víst að maður fer ekki tómhentur heim úr Pétursbúð, enda fæst þar allt til heimilishaldsins, svo sem allt matar kyns, tuskur, kerti, servíettur og fleira. Einnig fást gjafavörur og blóm. „Það eru margir sem segja að það fáist allt hérna,“ segir Björk og því skal ekki örvænta þótt eitt- hvað hafi gleymst í jólaösinni, því það fæst þá örugglega í Pétursbúð. Almennt er opið í Pétursbúð alla virka daga frá 09.00–23.30 og um helgar 10.00–23.30. Opnunartími Pétursbúðar yfir hátíðarnar: Aðfangadagur: 09.00–17.00 Jóladagur: 12:00–17:00 Annar í jólum:10.00–23.30 Gamlársdagur: 09.00–17.00 Nýársdagur: 12.00–17.00 Pétursbúð er staðsett að Ránar- götu 15, 101 Reykjavík Hægt er að hafa samband í síma 551-4242 Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Pétursbúðar n Kynningarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.