Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Page 20
Vikublað 20.–21. desember 20162 Hátíðarmatur - Kynningarblað Girnilegur hátíðar- matur á Café Loka Café Loki, Lokastíg 28 C afé Loki er til húsa efst á Skólavörðuholtinu, á Loka- stíg 28, og úr salnum er gott útsýni yfir að Hallgríms- kirkju, einu helsta kennileiti Reykjavíkur fyrir erlenda ferða- menn. Café Loki er líka í vissum skilningi ákaflega íslenskur staður og hefur upp á nákvæmlega það að bjóða sem margir ferðamenn sækj- ast eftir: ekta íslenskan mat. En Loki er þó ekki síður vinsæll meðal Íslendinga sem gjarnan vilja borða ekta íslenskan heimilismat af fágætum gæðum. Aðventuplatti á Café Loka hefur ýmis ljúffeng sér- kenni. Þar er meðal annars tvíreykt hangikjötstartar. Reykinguna ann- ast Gylfi á Skútustöðum en hand- bragð hans þykir engu líkt. Gylfi reykir einnig silunginn sem er á matseðli Loka en á aðventunni er silungurinn í sparibúningi. Annað sælgæti á jólamatseðlin- um sem margir gestir koma aftur og aftur til að njóta er kanilsíldin sem borðuð er með nýbökuðu, íslensku rúgbrauði. Það sama má segja um rúgbrauðsísinn sem borinn er fram á rúgbrauði, en rjómi og síróp ofan á. Sjávarréttatartalettur með rækju og humri í hvítvínssósu eru líka vin- sælt lostæti á aðventuplattanum. Á Þorláksmessu, föstudaginn 23. desember, verður síðan skötuveisla á Café Loka frá kl. 11.30 til 14.00. Café Loki er í eigu Hrannar Vil- helmsdóttur textíllistakonu og eig- inmanns hennar, Þórólfs Antons- sonar fiskifræðings. Hrönn er með vinnustofu fyrir ofan veitinga- salinn en seinni árin hefur þó sífellt meiri vinna farið í veitingarekstur- inn. Reksturinn á Café Loka er líka skapandi heild þar sem hug- að er að hverju atriði. Til dæmis fékk Hrönn listamennina Sigurð Val Sigurðsson og Raf- faelu til að teikna og mála glæsilega vegg- mynd í matsalnum úr Ragnarökum og fleiri sögum úr norrænu goðafræðinni, þar sem meðal annars koma við sögu æsirnir Bald- ur, Freyja og Loki. Þar með eru tengdar saman göturnar í nágrenninu, Lokastígur, Baldurs- gata og Freyjugata. Andrúmsloftið á Loka getur verið afar fjölbreytt því þangað leita jafnt Íslendingar sem útlend- ir ferðamenn til að njóta íslenskrar matarmenningar. Íslendingar koma einnig gjarnan með erlenda gesti með sér á staðinn. Drykkja- úrvalið með jólaréttunum er einnig afar íslenskt: íslenskt brennivín og ákavíti og íslenskur bjór, þar á með- al bjórinn Loki sem er sérmerktur fyrir Café Loka. n mynd: Jon Pall Vilhelmsson mynd sigtryggur ari mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.