Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 22
Vikublað 20.–21. desember 20164 Hátíðarmatur - Kynningarblað Þorskhnakki í sparigalla Og heppinn viðskiptavinur fær 150 þúsund króna úttekt í jólagjöf J ólaleikurinn er byrjaður í Haf- inu Fiskverslun og geta allir viðskiptavinir Hafsins tekið þátt. Það eina sem þarf að gera er að versla eitthvað í einni af þremur verslunum Hafsins. Við hverja afgreiðslu fær viðskiptavinur miða sem hann getur merkt sér og sett í kassa sem er í versl- uninni. Því oftar sem verslað er, því meiri líkur eru á vinn- ingi. Þann 22. desember er svo dregið úr pottin- um og þá er að vona að heppnin sé með manni. Þetta er í þriðja sinn sem Haf- ið er með jólaleikinn og eru vinningarnir í ár ekki af verri endanum: Aðalvinningurinn er 150 þúsund króna úttekt hjá Hafinu Fiskverslun. Að auki eru tveir stór- glæsilegir aukavinningar. Annar aukavinningurinn er gjafakarfa að andvirði 50 þúsund krónur og hinn aukavinningurinn er Sansaire sous vide-hitajafnari ásamt fiskiveislu og kennslu. Fiskur sem léttur hátíðarmatur Hafið er með ótrúlegasta góðgæti í verslunum sínum. Ásamt því að selja kæsta skötu fyrir Þorláksmessu þá er Hafið með alls kyns fiskmeti sem sómir sér vel á borðum yfir hátíðarn- ar. „Við erum með okkar eigin lax sem er grafinn eða reyktur eftir kúnstar- innar reglum. Einnig erum við að selja humarsúpuna okkar og ýmsar aðrar vörur svo sem sósur og pestó sem henta til dæmis vel með laxi. Einnig erum við með rækjur og humar, bæði stóran og lítinn. Við mælum sérstaklega með þessum vörum í forrétt yfir hátíðarnar en auðvitað henta þær einnig sem að- alréttur. Svo er það alltaf að aukast að fólk skipti út þungu jólasteikun- um fyrir fiskinn og þá koma skötu- selurinn og lúðan sterk inn. Skötu- selurinn er þéttur í sér og mikil gæðavara. Þessi fiskur kemur alger- lega í staðinn fyrir kjötið og er jafn- vel enn betri. Lönguhnakkar eru svo nokkuð hagkvæmari kostur og svipar þeim aðeins til skötuselsins og lúðunnar. Langan er einnig þétt í sér og mjög bragðgóð,“ segir Vera, fjármála- og markaðsstjóri Hafs- ins. Vera mælir eindregið með því að fólk gæði sér á fiski yfir hátíðarn- ar enda er hann léttur í maga og einstaklega góður. Meðfylgjandi er uppskrift sem er í miklu uppáhaldi. Jólaþorskur: Steinar Bjarki Magnússon, mat- reiðslumeistari Hafsins, hefur sett saman stórkostlega en jafnframt einfalda uppskrift. Hægt er að skipta einni af fjölmörgu kjötmáltíðum desembermánaðar út fyrir þennan léttari, en þó alls ekki síðri, valkost. Hráefni: n Þorskhnakki 1,2 kg n Salt 3 msk. n Sykur 2 msk. n Púðursykur 1 msk. n Kanill 1 tsk. n Stjörnuanís 6 stk. n Appelsínuþykkni 100 ml n Olía 5 msk. n Smjör 200 g Aðferð: Skerið þorskinn í 300 g sneiðar og raðið á eldfast mót. Látið salt, sykur, púðursykur, kanil, stjörnuanís og appelsínuþykkni í matvinnsluvél og hrærið í 3 mín. eða þar til allt er vel blandað saman. Smyrjið blöndunni á þorskinn og látið liggja á honum í 1 klst. í kæli. Skolið þorskinn og þerrið vel. Hitið pönnu og setjið svo olíu á pönnuna. Bætið þorskinum út á pönnuna og steikið í 3 mín. Snúið þorskinum við og bætið við smjörinu, steikið svo í 3 mín. til viðbótar. Færið þorskinn í eldafasta mótið og bakið við 180°C í 8 mín. og leyfið honum síðan að hvíla í 4 mín. áður en hann er bor- inn fram. Perusalat Hráefni: n Perur 4 stk. n Sellerí 2 stönglar n Sýrður rjómi 200 g n Rjómi 100 ml n Flórsykur 4 msk. n Lime/súraldin 1 stk. n Furuhnetur 3 msk. Aðferð: Afhýðið perurnar og skerið þær og sellerí stönglana í litla teninga og setjið í skál. Létt- þeytið rjómann og blandið honum svo saman við. Kreistið súraldin yfir blönduna, bætið restinni af hráefn- inu við og hrærið vel saman. Gott er að geyma smá furuhnetur til að strá yfir sem skraut. Appelsínusósa Hráefni: n Appelsínuþykkni 200 ml n Vatn 500 ml n Kjúklingakraftur 2 teningar n Smjör 30 g n Hveiti 30 g n Rjómi 100 ml Aðferð: Látið smjörið í pott og bræðið. Hrærið hveiti saman við. Hellið vatni og þykkni saman við sem og kjúklingkrafti og fáið suðu upp. Látið malla í 15 mín. Léttþeytið rjóma og hrærið honum saman við þegar sósan er borin fram. Gott er að bera fram ofnbakaðar kartöflur með réttinum. Verslanir Hafsins eru staðsettar að Hlíðasmára 8, Spönginni 13 og Skipholti 70. Hægt er að hafa sam- band í síma 554-7200 Nánari upp- lýsingar má nálgast á vefsíðu Hafsins www.hafid.is eða á fFacebook-síðu verslunarinnar Opið er í verslunum Hafsins frá 10.00–18.30 virka daga, á aðfangadag frá 9–12 og gamlársdag frá 10–14. n Hátíðarhumar Mynd KArl PeterssonJólaþorskur Mynd KArl Petersson Hafið Fiskverslun Mynd KArl Petersson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.