Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 23
Vikublað 20.–21. desember 2016 Fréttir 19 Bílahitari Við einföldum líf bíleigandans Termini 1700 bílahitarinn er tilvalin lausn. Hann er lítill og nettur og auðvelt að koma honum fyrir t.d. undir mælaborði bílsins. Allur tengibúnaður fylgir ásamt tímarofa sem ræsir hitarann t.d. klukkutíma áður en þú leggur af stað. Verð kr. 39.000 Væri ekki dásamlegt að sleppa við að skafa glugga og geta sest inn í heitan og notalegan bílinn á köldum vetrarmorgni? Láttu verkstæðið sjá um ísetninguna. Verð frá kr. 49.900 með ísetningu. 11.0 52 tók við hjálpinni og ég gaf honum það sem mér hafði verið gefið. Ég tel að hann hafi farið í gröfina sáttur við Guð og menn. Þá var dýrmætt fyrir fjölskyldu hans að sjá hann edrú eftir öll þessi ár og ná tengslum við fjöl­ skylduna aftur.“ Forsaga málsins – Átök verða opinber Frétt DV þann 23. ágúst árið 2014 vakti mikla athygli. Þar var greint frá því að til átaka hefði komið fyrir utan World Class í Laugum. Þar voru á ferðinni Hilmar Leifsson og þrír félagar hans og veittust þeir að Gil­ bert. Myndband var birt af árásinni og birtir dv.is í dag nýtt myndband sem aldrei hefur komið fyrir sjón­ ir almennings. Í frétt DV sagði að einn mannanna hefði verið vopnað­ ur rafbyssu og að henni hefði verið beitt í þrígang. Sagði lögregla alvar­ legt að slíku vopni væri beitt enda getur það reynst banvænt. „Ég kærði þessa stórhættulegu árás. Þeir skiptust á að þreyta mig með spörkum og höggum á meðan Hilmar hvíldi sig, svo þegar Hilm­ ar náði andanum þá hjólaði hann í mig, en sorglegast við þetta allt saman var að þegar ég var búinn að fá þriðju stunguna frá rafbyss­ unni, telur Hilmar mig það vankað­ an að hann ætti greiðan aðgang að andliti mínu með höggi, en ég færði mig snögglega frá og hann endaði á andlitinu á stéttinni. Kæran var ekki einu sinni tekin fyrir. Þess vegna finnst mér nú rétti tímapunkturinn til að tjá mig um þetta mál,“ segir Gilbert. „Á þessum tíma var ég í mínu besta formi og rafbyssan er hönnuð til að lama fólk. Hefði kæran verið felld niður ef ég hefði endað með hjartaáfall á stéttinni? Eru málin flokkuð þannig að ef þú ert hraustur nýtur þú ekki sama réttar og sá sem er veikur fyrir hjarta, eiga lögin að mismuna fólki?“ Í DV og fleiri miðlum hafa birst ótal fréttir af málum tengdum Hilm­ ari og Gilbert. DV greindi fyrst frá því að fjölmargir fyrrverandi banda­ menn Hilmars hefðu snúist gegn honum. Þá hefur DV fjallað um óhefðbundnar innheimtuaðgerðir Hilmars í garð bílasala og iðnaðar­ manns. „Okkur Hilmari lenti fyrst saman þegar ég ákvað að hjálpa tveimur vinum mínum. Hilmar lagði sex milljóna króna skuld á starfsmann fyrirtækis með hótunum og hann kærði. Hilmar ákvað að eigandi fyrirtækisins hefði skorað á starfs­ manninn að kæra sem er algjör firra. Honum fannst því réttlæt­ anlegt að leggja 10 milljóna króna skuld á hann. Bæði þessi mál voru kærð og felld niður hjá lögreglu af óskiljanlegum ástæðum þrátt fyrir borðleggjandi sannanir,“ heldur Gil­ bert fram. „Þessar deilur snúast ekki bara um mig, þær snúast um fullt af öðru fólki og fjölskyldum sem hafa sætt kúgunum, ofsóknum og ofbeldi af hans hálfu. Ég hef tekið mörg hans fórnarlömb undir minn verndar­ væng sem ekki hafa þorað að kæra hann af ótta við hvað gæti gerst.“ Þú hefur einnig haft það orð á þér að hafa ekki verið barnanna bestur á sínum tíma? „Ég á sannarlega fortíð og hún er misfögur á köflum, sérstaklega það sem gerðist áður en ég varð edrú, sú fortíð er ekki endilega falleg og ég ætla ekki að gera tilraun til að fegra hana. Ég er búinn að gera hana upp. Ég hef frá því að ég var krakki alltaf haft sterka réttlætiskennd en eftir að ég hætti neyslu kom réttlætiskennd mín meira upp á yfirborðið. Ég lærði það í 12 sporum AA samtakanna að hjálpa náunganum og það er rosa­ lega gott fyrir eigin bata. Mér hefur einnig alltaf fundist gott að hjálpa og ég læt ekki kúga mig. Ég finn fyr­ ir velgju og fyllist viðbjóði þegar ég sé saklaust fólk verða fyrir kúgun eða ofbeldi. Það hefur aldrei hvarfl­ að að mér að gefast upp fyrir órétt­ læti. Ég hef hjálpað fólki sem er búið að missa æruna eða verið við það að missa hana,“ segir Gilbert. „Upphaf ósættisins má rekja til þess þegar ég sný hornum mínum á móti honum ásamt tugum annarra sem hann hafði farið illa með. Þetta fólk vildi réttlæti.“ Fullorðnir menn gráta Hilmar sjálfur hefur í viðtölum þvertekið fyrir að hafa handrukkað vini Gilberts. Sagðist hann hafa ver­ ið að bjarga manninum frá slíku. Í frétt DV sagði að maður hefði sætt innheimtuaðgerðum mánuðum saman af hendi Hilmars og félaga hans, Davíðs Smára Helenusonar. Í frétt DV sagði að til væru upptök­ ur af samtali Hilmars við manninn. Þar sagði meðal annars: „Við náum ekki að bakka út úr þessu, þá færðu bara menn, þú skuldar þetta og þá ertu bara laminn. Nenni ekkert að hlusta á kjaftæði eins og þetta. […] Ef þú skuldar sex milljónir þá borgar þú þú borgir þær með löppunum á þér, ef menn rukka þig þannig.“ Hilmar hefur tjáð sig um þau mál í fjölmiðlum. Í samtali við DV 2014 sagði hann að um misskilning væri að ræða. Hann hefði farið að ræða við mennina fyrir fjölskylduvin sem hann hafi þekkt frá barnæsku. „Þetta er góður og vammlaus maður. Hann bað mig ekkert að nefna þetta neitt. Bílasalinn startar þessu í rauninni og maðurinn sem vinnur hjá honum er lygaskunkur. Hann hefur svikið alla. Það er slóð eftir hann. Ég fór þarna því ég taldi bílasalann vera vin minn. Ég bað þá um að gera eitthvað fyrir þennan fjölskylduvin.“ Í sama viðtali var Hilmar spurð­ ur hvort skuldin yrði greidd „með löppunum“ á manninum. „Hann gerir ekkert sitjandi á rassgatinu. Þú drullast á lappir og gerir eitthvað. Menn þurfa að borga skuldirnar sínar – það þurfa allir að gera það,“ svaraði Hilmar. „Þessi skuld átti sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Gil­ bert og gefur lítið fyrir þessar út­ skýringar. „Hilmar ákvað skuldina og hann margfaldar eins og hann vill, ég kalla það Hilmarsvísitöluna. Líf tveggja vina minna var í rúst og þeir voru að hugsa um að skjóta sig í hausinn eða flýja land. Ég gat ekki horft á það aðgerðarlaus þegar ég sá fullorðna menn gráta og treysta sér ekki í vinnuna, takandi kvíðalyf og sofa með vopn undir koddanum og vera með haglabyssu við útidyrnar vegna hræðslu.“ Hann hefur gert ítrekaðar til­ raunir til að buga mig, reyna að fá mig til að falla frá kærum og hvetja aðra til að kæra ekki. Mér hefir verið hótað ótal sinnum og borist morð­ hótun skriflega. Þá hótun kærði ég og vann það mál. Sævar sonur Hilmars fékk þó ekki dóm en mér var dæmt í hag.“ Dóttir fær taugaáfall Gilbert bætir við að fyrir sléttu ári hafi hann verið rétt ókominn heim með dóttur sína. Þá hafi síminn hringt og viðmælandinn öskrað: „Drullastu niður á plan. Við erum búnir að bíða eftir þér í sólarhring.“ Þeir sögðust ætla að berja mig. Ég svaraði: „Sævar, er þér ekkert heil­ agt, ég er með dóttur mína,“ í sömu andrá grípur hann fram í og segist vera drullusama og ég eigi að drulla mér niður og það eigi að ganga frá mér.“ Gilbert segir dóttur sína hafa fengið taugaáfall og kastað upp. „Það var annar maður, Sigurður Kristján, og hann öskraði alls konar fúkyrðum yfir mig sem dóttir mín heyrði.“ Gilbert segir dóttur sína hafa hlaupið út úr bílnum og hann hafi reynt að róa hana niður. „Hún var viss um að þeir myndu reyna að keyra á okkur. Lögreglan sótti okkur og ég vil að það komi fram að lögreglumennirnir voru al­ mennilegir og eiga hrós skilið fyrir aðkomu sína að þessu máli. Dóttir mín fékk svo áfallahjálp hjá góðum sálfræðingi frá Barnaverndarnefnd sem á hrós skilið. Þetta er það erfið­ asta sem ég hef þurft að takast á við í lífinu,“ segir Gilbert og bætir við að Sævar hafi verið dæmdur í sex mánaða nálgunarbann í kjölfarið. „Samstarfskona mín, myndlistar­ konan Ýrr, sem býr í sama húsi á sömu hæð hefur einnig orðið fyrir hótunum og þá hefur Hilmar verið tíður gestur á planinu hjá mér. Það er sorglegt að sextugur maður skuli keyra um planið hjá mér með stans­ lausar hótanir, kallandi mig ster­ ahræ og kryppling. Ég næ bara ekki utan um þennan orðaforða. Fleiri á hans vegum hafa komið í halarófu á eftir honum. Þá hefur verið skot­ ið á rúðuna í stofuglugganum hjá mér, það hefur verið rannsakað. Hilmar lætur mig ekki í friði og er í fullri vinnu við að búa til sögur um mig sem eru svo fáránlegar að ég spyr mig, af hverju bjuggu þeir ekki til sögu sem er að minnsta kosti smá trúverðug.“ Gilbert segir að eftir að átökin hófust hafi fjölmargir bílar í hans eigu verið gjöreyðilagðir með kylf­ um og hömrum. „Það var kært til lögreglu. Mér finnst að menn sem haga sér eins og þeir hafa gert gagnvart mér og öðr­ um eigi hvergi annars staðar heima en í fangelsi og það hefur verið mitt markmið að koma Hilmari þang­ að. Það er langt síðan ég fékk nóg af hrottaskapnum. Mér finnst gott að hjálpa fólki sem taldi sig dauðvona, búið að missa æruna eða á leiðinni að missa hana og finna fyrir lífsvilj­ anum aftur. Þá telur maður sig vera að gera eitthvað rétt.“ Hilmar sagði í viðtali við DV árið 2014 að hann væri skrifaður inn í leikrit. Um deilurnar hafði hann þetta að segja: „Sannleikurinn og sagan um Hilmar Leifsson er tvennt ólíkt. Sagan um Hilmar Leifsson, ég er hræddur við hana sjálfur. Ég hef alið upp börnin mín og þurft að út­ skýra sögurnar um mig sem þau heyra um pabba sinn. Ég er bara að sinna mínu. Þetta er ekkert klíku­ stríð, þetta er bara einn þöngulhaus ásamt vitleysingum.“ Þegar Gilbert er spurður hvort hann sé í stríði við Hilmar Leifsson svarar hann neitandi. „Ef Hilmar eða einn af hans mönnum myndi ráðast á mig, þá ekki aftan frá og vopnlaus, þá myndi ég ekki kæra það hvernig sem færi. En þeir hafa alltaf ráðist á mig margir saman og þá vopnaðir og það er sorglegt. Menn sem gera það eiga ekkert annað skilið en að lenda í fangelsi,“ segir Gilbert. „Ég ældi og piss- aði blóði í marga mánuði og var með blæðandi magasár. Gilbert hjálpaði Jóni „Það gengur bara mjög vel hjá mér, mér hefur ekki liðið betur í mörg ár. Ég var búinn að reyna að verða edrú í tvö ár. Mér bauðst síðan að fara til Grundarfjarðar til vinar míns sem hjálpaði mér í gegnum þetta. Það skiptir rosamiklu máli að komast út úr borginni, losna við áreitið og komast í kyrrðina úti á landi,“ sagði Jón stóri í samtali við DV. MynD 365 Jarðarför Margir syrgðu Jón stóra. Gilbert tók þátt í að bera kistu vinar síns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.