Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Side 24
Vikublað 20.–21. desember 201620 Fréttir Leiðandi á leiksvæðum • Sími 565-1048 jh@johannhelgi.is • www.johannhelgi.is Leiktæki fyrir fatlaða Jóhann Helgi & Co ehf, „Stofnað 1990“ Sími 565 1048 - 820 8096 jh@johannhelgi.is – www.johannhelgi.is Útileiktæki: Rólur, vegasölt, gormatæki, rennibrautir, leikkastalar ofl. Frá viðurkenndum framleiðendum eins og Lappset, Wicksteed, Stilum, Dynamo, Huck ofl. Járnrimlagirðingar fyrir skóla- og leikskólalóðir, íþróttavelli, fjölbýlishús og einkalóðir. Þýsk gæði frá Legi. Hjólabrettapallar frá Rhino Ramps í Belgíu, komnir upp víða um land við frábærar undirtektir notenda. Fallvarnarefni: Gúmmíhellur frá Þýskalandi og gúmmímottur á gras, þar sem grasið vex upp í gegn um motturnar og motturnar hlífa grasinu og virka sem fallvörn. Leikföng, húsgögn og búnaður fyrir leikskóla frá stærsta dreifingaraðila Danmörku, Lekolar (áður Rabo - Brio). Mörk og körfur, útiþrektæki og ýmsar gerðir af sparkvöllum frá viðurkenndum framleiðendum eins og t.d. Sure Shot, Lappset, Wicksteed og Saysu. Bekkir, ruslafötur, stubbahús, skýli, reiðhjólagrindur, trjágrindur, pollar, ljósastaurar, blómaker ofl. frá GH Form, Vekso, Nifo, Orsogril Vestre o.fl. Bændur og hestamenn: Nótuð plastborð, fjárhúsgólf, búgarðagirðingar (Dallas), gerði og girðingarstaurar. úr plasti, básamottur og fóðurgangamottur. BJóðuM HeiLdarLausnir á LeiksvæðuM. uppsetning, viðHaLd og þJónusta Leitið tiLBoða w w w .jo ha nn he lg i.i s Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009 33 M yn di r f rá F er ða þj ón us tu nn i V at ns ho lti w w w .s ta yi ni ce la nd .is Hvítur fáni Í desember 2014 flaggaði Gilbert hvítum fána á Facebook-síðu sinni. „Hér með hendi ég inn hvítum fána og af minni hálfu lýsi ég þessu stríði lokið!“ skrifaði hann. Jafnframt sagði Gilbert að Hilmar myndi ekki verða fyrir ónæði frá honum eða hans fólki. Stríðið væri komið út fyrir öll velsæmismörk. „Eftir að ég henti inn hvítum fána hefur ekki komið eitt púst frá mér. Hann virti það ekki viðlits og daginn eftir réðust fimm menn á vin minn fyrir utan Sporthúsið, aftan frá. Hann hefur ekki stoppað síðan í hótunum við fólk nálægt mér eða látið hótanir berast til mín í gegnum þriðja aðila.“ Árás við Smáralind DV greindi frá því september í fyrra að fimm menn hefðu ráðist á Gil- bert fyrir utan Smáralind. Í fréttinni sagði að gengið hefði verið í skrokk á Gilbert og hafnaboltakylfu, kúbeini og stálröri meðal annars verið beitt í árásinni. Sagði Gilbert að Sævar sonur Hilmars og Brynjar Kristens- son hefðu farið fremstir í flokki. Gil- bert brotnaði í baki og á rist eftir þau átök. Hilmar Leifsson tjáði sig einnig um árásina og sagði fráleitt að sonur hans hefði staðið fyrir árásinni. „Þetta er strákur sem er að standa sig gríðarlega vel,“ sagði Hilmar. „Hann er á skilorði og var ekki að fara lemja einn né neinn.“ Hilmar bætti við að Sævar sonur hans hefði verið á vettvangi en ekki tekið þátt í slags- málunum. Við það tækifæri sagði Hilmar að hann hefði sjálfur orðið fyrir árásum frá Gilbert og mönnum tengdum honum. Gilbert hefur hins vegar aðra sögu að segja og fullyrð- ir að Sævar hafi stýrt árásinni líkt og Hilmar hafi gert í Laugum. „Þeir voru allir vopnaðir og sein- ustu orð Sævars þegar árásin var að taka enda voru: „Þetta er ekki búið, ég drep þig, þetta er rétt að byrja.“ Ég varðist eins og ég gat en hlaut mikla áverka, tvö beinbrot og blóðið flæddi úr mér. Mér tókst að drösla mér inn í Smáralind og kaupa mér eitthvað að drekka. Ég var með brot í fæti og settist niður og hugsaði hvað hefði gerst. Ég var svo gáttaður á þessum aumingjaskap. Svo tek ég eftir að ég stend í polli af blóði og það var blóð út um allt.“ Gilbert segir lögreglu hafa komið á staðinn. „Að sjálfsögðu voru öryggis- myndavélar bilaðar fyrir utan Smáralindina rétt eins og fyrir utan World Class hér um árið. Það virð- ist allt bila þegar Hilmar og hans hálfdrættingar eiga í hlut, eða gögn hverfa eða er fyrir ótrúlega tilvilj- un hent í ruslið eða týnast. Hvað á þetta að ganga lengi? Það er nefni- lega í gegnum tíðina búið að sitja fyrir mér úti um allt. Það er búið að sitja fyrir mér niður í Laugum. Það er búið að ráðast á mig í Smáralind. Þeir eru búnir að vera í kringum hús- ið mitt. Ég bjó í Kópavogi, þar var endalaust verið að skemma fyrir mér bíla og kasta grjóti í rúðurnar og taka í hurðarhúna á nóttunni.“ Hilmar hefur á móti í viðtölum sakað Gilbert um árásir og skemmdarverk og segist vera orðinn langþreyttur á ásökunum um að hann standi á bak við árásir og skemmdarverk. Þá sagði hann það vitleysu að hann stæði í stríði. Hilmar sagði í samtali við DV að dóttir hans tæki árásir sem hann yrði fyrir nærri sér. „Dóttir mín sagði einu sinni við mig: Pabbi, fer þetta ekki að hætta? Og hvað getur maður sagt?“ og bætti Hilmar við að hann ætti ekki í stríði við neinn. Hrossaskítur fyrir utan heimili Hilmars Í ágúst 2014 greindi DV frá því að hrossaskít hefði verið dreift fyrir utan heimili Hilmars. Þar sagði að 30 manna hópur á tíu bílum hefði dreift hrossaskít fyrir utan heimilið og um væri að ræða framhald á átökum er sneru m.a. að innheimtuaðgerðum Hilmars. Hilmar sagði þá í samtali við DV að börnum hans og hundi hefði verið hótað. „Hans hlið á þessu máli er svo fjarstæðukennd. Þarna áttu engar hótanir sér stað og fór þetta friðsam- lega fram. Eingöngu var um skilaboð að ræða í þessum gjörningi. Mér hef- ur þótt erfitt að sitja og þegja þegar ég sá viðtal vegna þessa máls, þegar ég bar hrossaskít upp að dyrum hjá honum. Ég var búinn að vera að reyna að tala við manninn árangurs- laust. Þetta var eins og að tala við vegg. Skilaboð mín til hans; að bera hrossaskít upp að dyrum hjá honum, eru að ég þurfti bara að tala við hann á hans eigin tungumáli, sem hann einn skilur. Mér er alveg sama þó að fólki hafi fundist það fáránlegt. Þetta skildi hann. Í hans bíómyndaheimi, sem hann virðist lifa í, þá talaði ég við hann á hans eigin tungumáli eins og í mafíubíómyndum. Ef það er borinn skítur upp að dyrum hjá þér þá ertu skítugur. Það voru engin lög brotin.“ Ráðlagt að flýja land Gilbert heldur því fram að eftir því sem átökin fóru að vinda upp á sig hafi hann verið boðaður á fund hjá lögreglu. „Ég var að skila inn gögnum vegna hótana Hilmarsmanna til rök- stuðnings kæru sem ég hafði lagt fram. Þá var ég kallaður á efstu hæð en þar sátu sex eða sjö lögreglumenn og tvær konur. Þar var ég spurður hvort þeir mættu ræða við mig og taka það upp. Þar var sagt: „Við telj- um að það sé verið að reyna að drepa þig og líf þitt sé í hættu.“ Þeir sögðu að það samræmdist þeim gögnum sem ég var að skila inn og sýndu hót- anir í minn garð um að taka ætti mig af lífi. Lögregla getur staðfest það en hún hefur hvatt mig til að kæra og halda öllum gögnum til haga því þeir vilja ná honum inn.“ Hilmar hefur aftur á móti í viðtali sagt að Gilbert komist upp með hluti sem hann sjálfur myndi aldrei kom- ast upp með. Á síðustu árum hafa reglulega birst fréttir í fjölmiðlum um átök þeirra á milli. „Margir misskildu hvað vakti fyrir mér. Ég sóttist ekki eftir neinum undirheimavöldum. Ég hjálpaði fólki sem öskraði á réttlæti. Það var ein- göngu minn málstaður að ná fram réttlæti, ekki neinum sess í undir- heimum. Undirheimar eru ljótir og þar er kalt að vera. Ég er búinn að fá minn skammt af undirheimum fyr- ir löngu og vil ekki vera kenndur við þennan heim,“ segir Gilbert. „Ég hef alltaf haldið öllum gögn- um til haga um Hilmar. Ég furða mig á að Laugamálið hafi verið fellt niður en hægt er að sjá alvarleika árásar- innar í myndskeiðunum,“ segir Gil- bert og bætir við: „Ég stíg ekki fram og segi sögu mína nema getað bakkað hana upp með skjölum og sönnunum. Gögn sem ég hef undir höndum sanna mál mitt og ég er til í að sýna þau opin- berlega hvenær sem er. Það er margt enn ósagt. Fjölmiðill er ekki stór lúð- ur til að öskra einhvern niður og nota sem gremjuverkfæri.“ Vopnahlé Ef Hilmar myndi stinga upp á vopnahléi; segði: „Förum í sitthvora áttina. Þú verður aldrei var við mig aftur“, myndir þú samþykkja það eða lýkur þessu stríði ekki fyrr en annar hvor ykkar hrekkur upp af? „Æran mín er ekki til sölu og ég er ekki að fara gefa Hilmari æruna mína. Hana tek ég með mér í gröf- ina. Hilmar álítur kannski að hann sé mér æðri en enginn er mér æðri nema minn Guð. Það er mikill skaði skeður. Barnið mitt er búið að fá taugaáfall. Börnin mín eru búin að hljóta verulega mikinn skaða af þessu. Hann yrði þá að láta alla sem hafa leitað til mín í friði líka. Ég mun aldrei fyrirgefa Hilmari Leifssyni. Ég er maður fyrirgefningar en ég held að hún virki ekki í þessu tilfelli. Til- hugsunin um fyrirgefningu veldur velgju og ógleði, en mér finnst að hann ætti að vera kominn í fangelsi fyrir löngu. Maður spyr sig hvað sé eiginlega að gerast niðri á lögreglu- stöð. Það er eins og hann sé vernd- aður,“ segir Gilbert. „Auðvitað er draumurinn að geta lifað eðlilegu lífi og sinnt börnun- um á eðlilegan hátt. Á þessum tíma, sem deilurnar hafa átt sér stað, hef ég ekki getað það og farið að ráð- leggingum Barnaverndarnefndar. Að fyrirgefa er stórt og mikilfeng- legt. Hann fær þó ekki mína fyrir- gefningu því ég tel að ekki sé hægt að fyrirgefa manni eins og hann birtist mér, manni sem nærist á því að sjá aðra bugast. Hitt er annað mál að ég er tilbúinn til að ganga í hina áttina en myndi fyrst ráðfæra mig við þau fórnarlömb sem til mín hafa leitað. Það er svo sannarlega ekki vitlaus hugmynd að við get- um gengið áhyggjulausir um götur bæjarins.“ Þú átt tvö börn og þú segir að þú getir verið takmarkað með þeim. „Ég er góður pabbi. Ég eyði mikl- um tíma með börnunum mínum. Draumaniðurstaðan er að geta lif- að eðlilegu lífi og sinnt foreldrahlut- verkinu. Það er draumahlutverkið. Staðan er ekki þannig í dag.“ Hefðir þú viljað gera hlutina öðruvísi? „Ef ég er alltaf að sjá eftir öllu þá hefur það áhrif á framtíð mína. Ég ætlaði ekki að enda í því hlutverki að standa í deilum við mann sem birt- ist mér og því fólki sem hefur leit- að til mín sem stærsti glæpamaður á Íslandi. Það var ekki í handritinu. Þetta er vegur sem ég ætlaði ek i að enda á en ég trúi því að ég hafi þurft að feta þennan veg. Ég er viss um að á end- anum þá blessast þetta. Tilfinningin er að þetta sé bók sem búið er að skrifa og við séum staddir í lokakafl- anum.“ Hvernig endar það? „Guð einn veit það,“ svarar Gilbert. „Guð einn veit það.“ DV óskaði eftir viðbrögðum frá Hilmari Leifssyni vegna ásakana Gilberts. Svar Hilmars var stutt: „Þetta er kannski hans sýn á hlutina og er í raun ekki svaravert. Þetta er veikur einstaklingur sem er með mig á heilanum. Í stuttu máli þá eru málin hans Gilbert gegn mér inni á borði lögreglu.“ n „Ég varð vitni að ljótum hlutum og ég var enginn engill sjálfur. Ólst upp á Grundarfirði Gilbert fer reglulega heim. Skítur Gilbert dreifði hrossaskít í innkeyrsluna hjá Hilmari, til að senda honum skilaboð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.