Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 26
Vikublað 20.–21. desember 201622 Sport Glæsibæ • www.sportlif.is PróteinPönnukökur Próteinís Próteinbúðingur „Ekkert annað en peningar ráða för“ n Umdeild vistaskipti Oscars n Verður launahæsti leikmaður heims þegar hann fer til Kína O scar dos Santos Emboaba Júnior verður í janúar líklega launahæsti knattspyrnumaður ver- aldar. Þessi 25 ára gamli sóknarmaður mun ef að líkum lætur slá út bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í launum þegar hann flytur til Kína og klæðist bún- ingi Shanghai SIPG. Félagið mun greiða honum 57 milljónir á viku, eða 400 þúsund pund. Það gera 228 milljónir á mánuði. Þessi magnaði leikmaður, sem hefur spilað með Chelsea frá því sumarið 2012, hefur skrifað undir samning sem meira en fjórfaldar launin hans hjá enska félaginu, hvar hann fær um 90 þúsund pund á viku. Samherji hans hjá Chelsea, Willian, er sagður hafa greint frá því að Oscar væri búinn að kveðja liðsfélaga sína í London. Chelsea mun hafa samþykkt 60 milljóna punda greiðslu fyrir leikmanninn, sem gerir hann að sjöunda dýrasta leikmanni sögunnar. „[Oscar] hefur þegar sagt bless. Hann er góður vinur sem hverfur á braut en við óskum honum alls hins besta,“ er haft eftir Willian. Oscar er fæddur í Brasilíu og lærði knattspyrnu hjá Uniao Barbar ense. Hann vakti snemma athygli. Hann vakti athygli út- sendara og var fenginn til Sao Paulo FC árið 2004, þá 13 ára. Hann lék sinn fyrsta leik sem at- vinnumaður í ágúst 2008. Hjá fé- laginu lenti hann í launadeilu sem varð til þess að hann fór frítt til Internacional 2010. Það var þaðan sem Chelsea fékk hann til liðsins 2012 en undanfarin fjögur ár hefur hann fest sig í sessi sem fastamaður í liðinu. Vandræðalegt fyrir hann Gamla brýnið Jamie Carragher segir í grein í Daily Mail að það hryggi hann að sjá Oscar fara til Kína. „Þetta er ekki til þess fall- ið að hjálpa ferlinum. Hann mun tala um að kínverska deildin sé að stækka og hann hlakki til að vinna með Andre Villas-Boas og að upp- lifa þetta nýja ævintýri. En allir vita að þetta er bara bull. Hann er að elta peningana. Ekkert annað en peningar ráða för.“ Hann segir að því hafi verið sýndur skilningur þegar eldri leik- menn semji við rík lið í slakari deildum, til að ljúka ferlinum og safna peningum. En í tilfelli Oscars sé þetta vandræðalegt. Þess má geta að listinn yfir launahæstu leikmenn heims gæti tekið hröðum breytingum næstu daga. Þannig hafa fleiri leikmenn verið sterklega orðaðir við kín- versku ofurdeildina. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Vikulaun þeirra bestu n Oscar (Shanghai SIPG) 400.000 pund n Cristiano Ronaldo (Real Madrid) 365.000 pund n Lionel Messi (FC Barcelona) 350.000 pund n Hulk (Shanghai SIPG) 320.000 pund n Gareth Bale (Real Madrid) 320.000 pund n Neymar (Barcelona) 289.000 pund n Luis Suarez (Barcelona) 240.000 pund n Paul Pogba (Manchester United) 290.000 pund n Wayne Rooney (Manchester United) 260.000 pund n Pelle (Shandong Luneng Taishan) 260.000 pund Heimild: Totalsportek.com Kveður sáttur Oscar heldur á vit nýrra ævintýra – og peninga. MyNd ePa.eu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.