Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Síða 28
Vikublað 20.–21. desember 201624 Menning Í takt við tímann • Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa. • Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum. frakt flutningsmiðlun / sundagörðum 2 , 104 reykjaVík / sími: 520 1450 Hljóð sem ofbeldi n Tvíeykið Vald rannsakar notkun hljóðs í valdbeitingu n Fólki boðið í hljóðræna yfirheyrslu H ljóðbylgjur berast sífellt um loftið og skella á heyrnar- skynfærum manneskjunn- ar. Slíkar bylgjur eru stöð- ugt í kringum okkur og taka á sig ólíkar myndir: umhverfishljóð, orð og tónlist. Þeim er þó einnig hægt að beita í annarlegum tilgangi, sem vopni eða yfirheyrslutæki – enda getur hávaði og hljóð af ákveðinni tíðni valdið lík- amlegum sársauka, áreiti og óbærilegri vanlíðan. Í verkinu In_terr- or, sem verður flutt í Mengi 29. desember næstkomandi, rann- sakar tvíeykið Vald slíka notkun hljóða og býður áhorfendum að finna fyr- ir óþægilegum áhrifum hljóð- anna á eigin skinni. Verkið er unnið út frá yfirheyrsluaðferðum ýmissa lögreglu- og hernaðaryfirvalda og leyniþjónusta – hljóðrænni mis- beitingu yfirvalda. Áhrif hljóðs á líkamann „Við höfum mikinn áhuga á því hvernig hljóð getur haft áhrif á lík- amann,“ útskýrir Þorvaldur Sigur- björn Helgason, sviðshöfundur og annar meðlimur Valds ásamt Ást- valdi Axel Þórissyni, raftónlistar- manni. „Út frá slíkum pælingum fór- um við að skoða hvernig hljóð hef- ur verið notað í hernaði og yfir- heyrslum. Slíkt hefur verið mjög mikið reynt. Bæði hafa menn reynt að þróa hljóðræn vopn – það hefur reyndar ekki gengið mjög vel – og nota hljóð í yfirheyrslu. Það hefur til að mynda verið gert í Guantanamo og öðrum svipuðum fangelsum. Þá er hljóðið til dæmis notað sem áreiti til að ræna menn svefni eða sama lagið eða stefið spilað aftur og aft- ur þar til menn missa vitið. Endur- tekning og hávaði er hvort tveggja notað,“ útskýrir Þorvaldur. „Það er mjög áhuga- vert hvernig hljóð sem við getum ekki heyrt geta engu að síður haft áhrif á líkamann, bæði hljóð sem eru of há og of lág, það sem er kallað „ultrasound“ og „infrasound.“ Það eru dæmi um að tæki sem gefa frá sér hátíðnihljóð hafi verið notuð til að fæla burt unglinga úr verslunarmiðstöðvum. Tíðnin sem maður heyrir minnkar eftir því sem maður eldist, þannig að börn og unglingar heyra tíðni sem fullorðnir heyra ekki. Annað sem er mjög áhugavert er hvernig „infrasound“ – hljóð sem eru lægri en við getum heyrt – getur haft áhrif á sjónina og valdið einhvers konar sjóntruflunum. Sumir hafa sett þetta í samhengi við upplifun fólks af draugum.“ Ekki fyrir viðkvæma Aðspurður segir Þorvaldur verkið vera eins konar hljóðrænan gjörn- ing án flytjenda og útvarpsleikhús þar sem áheyrandanum er komið fyrir í miðju verksins. „Það er eins og áhorfandinn mæti í yfirheyrslu. Hann kemur inn í tómt rými og sest í stól. Svo fer fram eins kon- ar hljóðyfirheyrsla, persónur sem tala við hann, hljóð sem vísa í þau hljóð sem hafa verið notuð í yfir- heyrslum. Þetta er ekki langt verk en mjög „intensíft“.“ Þannig að gestir munu fá að upp- lifa hljóðræna pyntingu? „Ég myndi nú ekki alveg segja það, en ég myndi ekki mæla með þessu fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir skrýtnum hljóðum, hávaða og ljósum.“ In_terror verður flutt á korters fresti frá 14.00 til 22.00 þann 29. desember næstkomandi í Mengi við Óðinsgötu. Miðaverð er 1.500 kr. og miðapantanir fara fram á valdiceland@gmail.com. Verkið er unnið í samstarfi við Berlínarútgáf- una oqko. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir þá sem eru viðkvæm- ir fyrir skrýtnum hljóðum, hávaða og ljósum. Vald Þorvaldur og Ástvaldur kanna vald og hljóðræna misbeitingu yfirvalda í verkinu In_terror. Jólalögin mín J ólin eru að bresta á með fimm- sorta-bakstri, allsherjarþrifum, skreytingum, gjafaleit í yfirfull- um verslunarmiðstöðvum og almennu stressi. Síendurtekin stuðjólalögin sem óma alls stað- ar eiga það svo til að æra óstöðugan. Það þarf hins vegar ekki alltaf að spila sömu jólalögin. DV fékk Vilhjálm Pétursson, sérstakan áhugamann um óhefðbundin jólalög, til að segja frá fimm minna þekktum lögum sem koma honum í hátíðarskapið. n Fjöllistamaður og jólabarn Vilhjálmur velur fimm lög sem koma honum í jólagírinn. The Kinks Father Christmas Fallegt rokkjólalag með öll- um þeim jólaboðskap sem þú þarft. Fátæku börnin hafa ekki tíma fyrir dót frá jólasveininum, þau vilja bara peninga, vélbyssu eða að pabbi fái vinnu. Run-D.M.C. Christmas in Hollis Lag sem allir eiga að þekkja úr Die Hard. Partíjólalag um það þegar jólasveinninn birt- ist í hverfinu. Rapp, jólarapp. The Raveonettes The Christmas Song Þettta er ekkert rosalega jólalegt jólalag, en það er bara svo rosalega vetrarlegt og rómantískt. Tremolo, jólabjöllur og eitthvað smá um jólasveininn svo allir fatti örugglega að þetta sé jólalag. Bright Eyes Blue Christmas Conor Oberst syngur lagið sem maður á að þekkja í flutningi Elvis Presley. Þessi útgáfa er bara svo lágstemmd og trega- full að hún virkar. Engin gleði, engar krúsídúllur, bara óendurgoldin jólaást. Sufjan Stevens Holly Jolly Christmas Furðulega hress útgáfa Sufj- ans Stevens af þessu klassíska jólalagi. Grípandi og einfalt. Alls konar jólastuð. Flautur, jólabjöll- ur og samsöngur sem er svo glaðlegur að hann er örugglega grín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.