Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Page 30
Vikublað 20.–21. desember 201626 Menning Ákvað sextán ára að verða listmálari Ú t er komin bókin Kristín Jóns- dóttir frá Munkaþverá, en þar er sagt frá listakonunni og birtar fjölmargar myndir af verkum hennar. Kristín G. Guðnadóttir skrifar grein um listakonuna og birt er viðtal sem Steinunn G. Helgadóttir tók við hana. Kristín er spurð um tilurð bókarinn- ar. „Sumarið 2015 var ég að laga til í vinnuherbergi mínu niðri í bæ og gerði mér grein fyrir því að verkin mín voru í geymslum úti um allan bæ. Ég hugsaði með mér að kannski væri best að gefa út bók um verkin því þannig yrði til yfirlit um þau. Ég var svo heppin að ekki löngu seinna sá ég auglýsingu frá Myndlistarsjóði um styrkveitingar og meðal annars til útgáfu. Ég fékk styrk og fór af stað að vinna í bókinni.“ Hvenær fékkstu fyrst áhuga á myndlist? „Það er eins og ég hafi fæðst með áhugann. Þegar ég var lítil og kom á bæi þá skoðaði ég alltaf myndir og man enn í dag eftir myndum sem voru á veggjum á bæjunum í kring.“ Þú kennir þig við Munkaþverá þar sem þú ólst upp. Af hverju ger- irðu það? „Það er til aðgreiningar frá lista- konunni Kristínu Jónsdóttur sem var fyrsta konan, ásamt Júlíönu Sveins- dóttur, til að gera myndlist að ævi- starfi. Náfrændi þeirrar Kristínar, Bald- ur Eiríksson, var kvæntur frænku minni og var frístundamálari. Hann átti sinn þátt í því að ég fór út í mynd- list því hann lánaði mér olíuliti fyrir jólin þegar ég var fimmtán ára. Mig langaði til að gefa pabba og mömmu í jólagjöf eitthvað sem ég hefði mál- að. Ég hafði aldrei snert á olíulitum og átti ekki pening til að kaupa þá en spurði Baldur hvort hann gæti lánað mér slíka liti og það var alveg sjálf- sagt. Ég settist í horn í stofunni hjá þeim hjónum og málaði landslags- myndir á kassa sem ég gaf foreldrum mínum.“ Gerði samning við móður sína Þú tókst ákvörðun um að fara í myndlistarnám, var það ekkert snúið á þessum tíma? „Við vorum fjögur systkinin og það var ekki einfalt að koma okkur öllum til mennta, en pabbi og mamma lögðu mikla áherslu á að gera það. Mamma hafði sjálf þurft að hætta námi vegna efnaleysis. Þegar ég var sextán ára gömul úti á túni að raka með foreldrum mínum sagði ég þeim að ég ætlaði að fara til Reykjavíkur og verða listmálari. Þetta var þeim meiriháttar áfall. Þau vildu að ég lyki stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri. Þau reyndu bæði að telja mig af þessari ráðagerð minni en ég var þrjósk og ákveðin. Það endaði með því að við mamma gerðum samning. Ég skyldi fara suð- ur og á námskeið til að sjá hvort ég hefði myndlistarhæfileika. Ég fór til Reykjavíkur, réð mig þar í vist, vann fyrir hádegi fyrir fæði og húsnæði og smá kaupi og fór á myndlistarnám- skeið. Seinna sótti ég um í Handíða- og myndlistarskólanum og var þar í tvo vetur í myndlistar- og teikni- kennaradeild. Ég var alltaf ákveðin í því að fara til útlanda í framhaldsnám. Á þessum tíma giftist ég Þrándi „Þegar ég var sext- án ára gömul úti á túni að raka með foreldr- um mínum sagði ég þeim að ég ætlaði að fara til Reykjavíkur og verða list- málari. Þetta var þeim meiriháttar áfall. Skjól frá árinu 2002 Gert í minn- ingu kvenna sem voru dæmdar fyrir að bera út börn sín. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tökum upp söngvara, hljóðfæraleikara, hljómsveitir, hljóðbækur, og margt fleira Stúdíó NORN Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.