Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 31
Vikublað 20.–21. desember 2016 Menning 27 Thoroddsen sem var í námi í Kaupmanna- höfn svo það lá beint við að ég færi þangað. Ég fór í framhaldsnám í Listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn og var þar í textíldeild í þrjú ár. Ég var mjög bjartsýn þegar ég kom heim eftir námið úti, ætlaði að lifa á vefnaði og mála á kvöldin, en það tókst ekki á Íslandi. Lúðvíg Guðmundsson skóla- stjóri bauð mér kennslu við Handíða- og myndlistar skólann. Um tíma kenndi ég þrykk og munsturgerð í deild sem hét List- iðnaðardeild kvenna. Á þessum tíma var allt svo kynskipt, það hefði enginn karlmaður á Íslandi þorað að fara í þær greinar sem þar voru kenndar. Ég var kennari við skólann í tólf ár með nokkrum hléum því ég fór í stutt framhaldsnám í París. Árið 1975 ákvað ég svo að helga mig list- sköpun.“ Verk í minningu dæmdra kvenna Hvað einkennir verk þín? „Myndlistarferill minn skiptist í tímabil. Fyrst kom klaufalega tímabilið þegar ég var að mála með olíulitum og vatnslitum og teikna með blýanti. Svo kom tímabil þegar ég þrykkti myndverk og þegar ég eignaðist lítinn vefstól fór ég að vefa myndverk. Upp úr 1970 vann ég nokkuð mikið úr hrosshári og notaði einnig vír, þráð, kopar og pappír. Svo kom tímabil, sem stóð nokkuð lengi, þar sem ég fór að þæfa ull. Það var alltaf draumur minn að gera stór verk en ég hafði aldrei haft bolmagn til þess. Nú fór ég að geta það með því að búa til í einingar og raða þeim saman. Eftir það tímabil fór ég að vinna með örnefni, bæði á pappír og ull. Ég vann einnig mikið með tónlist því tónlist hefur alltaf haft mikil áhrif á verk mín. Ég var alin upp á heimili þar sem var mikil tónlist, föðurbróðir minn var organisti og ég lærði sjálf svolítið. Tónlist var líka sameiginlegt áhugamál okkar Jóns Óskars, seinni manns míns. Ég vann mikið með plexígler og ull og verk- in fengu nöfn eins og blús, tokkata og fúga. Ég gerði líka tilraunir með að skrifa í verkin því texti var mér alltaf ofarlega í huga. Það voru kannski áhrif frá Jóni Óskari og ég varð fyrir beinum áhrifum af sumum verk- um hans. Þegar hann var að skrifa ævisögu Sölva Helgasonar þá hjálp- aði ég honum að afla gagna. Við fór- um í gegnum dómskjöl og þá rakst ég á mörg mál um konur sem fengu harða dóma. Mér fannst þessi mál svo átakan- leg. Þessar konur fóru út í fjós og hlöðu til að fæða, eins og María mey gerði á sínum tíma. Þær voru síðan margar dæmdar fyrir að bera börn sín út. Ég gerði verk í minningu þeirra og eitt þeirra var sýnt í kirkju á Spáni. Ég byggði í kringum líkneski af Maríu mey, setti í kringum hana glerplötur með nöfnum kvennanna og árið sem börnin fæddust og svo notaði ég ull sem tákn um hlýju og samband við náttúruna.“ Kristín vinnur enn ötullega að list sinni og segist nú mest nota blý- ant en einnig mála með vatnslitum. Meðal nýlegra verka hennar er ser- ía sem hún gerði eftir ljóðum manns síns, Jóns Óskars. Þar skrifar hún upp ljóð með blýanti á pappír og til verða ýmis form, þar á meðal vett- lingur. n Kristín „Þegar ég var lítil og kom á bæi þá skoðaði ég alltaf myndir og man enn í dag eftir myndum sem voru á veggjum á bæjunum í kring.“ Mynd Sigtryggur Ari Ljóðaskrift Vi Skrifað ljóð eftir Jón Óskar – gert með blýanti á pappír. Á frýjunardómstóll í Frakklandi hefur staðfest tveggja ára skil- orðsbundinn fangelsisdóm yfir 77 ára rafvirkja, Pierre Le Guennec, og eiginkonu hans fyrir að stela 271 listaverki eftir Pablo Picasso. Le Guennec starfaði sem rafvirki á heimili Picasso snemma á áttunda áratugnum, en listamaðurinn lést árið 1973. Árið 2010 tilkynnti hann um eignina og þótti fundur svo margra nýrra verka fréttnæmur á þeim tíma. Le Guennec hélt því fyrst fram að Picasso sjálfur, en síðar að eigin kona hans, hefði gefið hon- um verkin. Þau voru reyndar bæði þekkt fyrir mikla gjafmildi en dómurinn taldi þó ólíklegt að þau hefðu gefið rafvirkjanum, sem heimsótti þau aðeins til að setja upp þjófavarnarkerfi, svo mörg verk. Le Guennec þarf nú að skila verkunum, sem eru metin á milli 8 og 9 milljarða króna, til dánarbús Picasso. Rafvirkinn er enn fremur frændi eiginkonu Maurice Bresnu, einkabílstjóra og góðvinar Picasso, sem hefur verið sakaður um að stela hundruðum verka eftir lista- manninn. n kristjan@dv.is Stal 271 Picasso-verki Rafvirki Picasso dæmdur fyrir að stela hátt 300 í listaverkum ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook Allt fyrir raftækni Yfir 500.000 vörunúmer Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.