Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Page 32
Vikublað 20.–21. desember 201628 Menning Bókarkápa Elsku Drauma mín stæling á erlendu plakati Hönnuðurinn: „Mistök af minni hálfu, sem ég harma og biðst afsökunar á“ K ápuhönnun Jóns Ásgeirs Hreinssonar á Elsku Drauma mín, minningabók Sigríðar Halldórsdóttur sem Vigdís Grímsdóttir skráði og For- lagið gaf út, svipar ískyggilega mikið til plakats sem Concepcion Studios hannaði fyrir bandarísku hljóm- sveitina Lady Danville fyrir stuttskíf- una Operation sem kom út árið 2012. Bent var á líkindin í úttekt Frétta- blaðsins á bestu og verstu bókarkáp- um ársins og hefur málið vakið nokkuð umtal í hönnunar- og bókaheiminum. „Mistök af minni hálfu“ Í báðum hönnunarverkunum sem um ræðir er sama pastel-litapallettan notuð, þrír mjög svipaðir litir í mjög svipuðum hlutföll- um: appelsínugulur neðst, ljósblár í miðj- unni og grár efst, en í efsta rammanum eru teiknuð þrjú hvít bólstraský og komið fyrir á nánast sama stað. Þar er einnig miðjusettur skáletr- aður rauður texti með titli, punktalínu undir og svo texta með smærra letri fyrir neðan. Hægra megin í báðum verkum er klippt inn ljósmynd af konu í svarthvítu – í öðru tilvikinu er það ung kona með kafara- hjálm en hinu er það Sigríður Hall- dórsdóttir. Á upplýsingablaðsíðu bókarinnar kemur ekkert fram um hvaðan þetta svip- mót kápunnar kemur. Vigdís Grímsdóttir, sem ritaði bókina, tjáði sig um málið á Facebook, og sagði meðal annars: „Þjófnaður er alltaf fyrirlitlegur og ætti að dæmast sem slíkur.“ Undir þetta tekur Auður Jónsdóttir, rithöfundur og dóttir Sigríðar Halldórsdóttur, og veltir fyrir sér hvað hönnuðinum hafi gengið til. Kápuhönnuðurinn Jón Ásgeir hefur lengi verið einn mikilvirkasti kápuhönnuður landsins og er virtur í bransanum. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamann DV en vísaði í tilkynn- ingu sem hann sendi fréttastofu RÚV um helgina: „Þarna áttu sér stað mis- tök af minni hálfu, sem ég harma og biðst afsökunar á.“ Óskýr mörk stælingar og innblásturs Hvar mörkin liggja milli réttmætrar notkunar, innblásturs eða stolinnar hönnunar er oft erfitt að meta. Það er ljóst að tíðarandi, „trend“ og tíska er mjög sterk í hönnun, þar sem áherslan er oft lögð á að laða fólk að vöru frekar en einstakan stíl. Ákveðnir fagur- fræðilegir eiginleikar; litir, form, letur, „effekt- ar“, eða áferð, geta ver- ið áberandi á tilteknum tíma og margir gripið til þeirra. Eins og listamenn beita hönnuðir jafnvel klippimyndatækni (e. collage) eða til- vísunum í önnur verk. Þegar margir þættir hönnunar- verks; hugmynd, mynduppbygging og handverkið, eru allir mjög svipaðir verður hins vegar að teljast líklegt að um stælingu sé að ræða. „Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um þetta til- tekna mál. Klassísk verk og myndabankar Þegar margir notast við eða vísa í sama verk geta margar kápur orðið mjög áþekkar. Þannig hefur sitj- andi beinagrindin framan á Rökkur- býsnir eftir Sjón frá árinu 2008 einnig birst á bók- arkápum kennslubóka um líffæra- fræði, en teikningin er eftir hollenska málarinn Andreas Vesalius frá 16. öld og hefur verið notuð víða síðan þá. Annað dæmi um líkindi sem telst þó varla stolin hönnun er þegar not- aðar eru svokallaðar „Stock photos“, myndir úr þar til gerðum mynda- bönkum, í bókarkápur eða aug- lýsingar. Þá kaupir hönnuður eða fyrirtæki leyfi til að nota mynd úr bankanum, verðið er mismunandi eftir því í hvað myndin verður not- uð og hversu oft. Þá er hægt að borga hærra verð og tryggja að engir fleiri fái að nota sömu mynd. Mismun- andi er hvort krafa sé gerð um að vísað sé til þess hvaðan myndin kemur. Oft eru slíkar myndir settar inn í myndskreytingu á bókarkápu, og þarf þá ekki að leita lengra en í næstmest seldu bók jólavertíðarinnar. Framan á kápu Ragnars Helga Ólafs- sonar fyrir Petsamo eftir Arnald Indriða- son er mynd af stúlku sem horfir yfir hafnarsvæði. Þar hef- ur mynd úr myndabanka ver- ið komið inn í nýtt samhengi í samsettri myndskreytingu. Á titilsíðu kemur enn fremur fram að myndin er eftir tiltek- inn ljósmyndara og sé fengin í gegnum tiltekinn banka. Teiknaða myndin fram- an á bókarkápu Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl frá 2009, sem er hönnuð af Jóni Ásgeiri, er dæmi um kápu sem er tekin beint úr mynda- banka og titli og nafni höfundar að- eins bætt við. Á titilsíðu þeirrar bókar er aðeins tekið fram hver hönnuður- inn er, en ekki hver teiknaði myndina eða hvaðan hún er fengin. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Óskum öllum okkar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs Kvöldmatseðill á jólum og fram til nýárs! Sennilega vinsælasti matsölustaður á Suðurnesjum Opið alla hátíðisdaga frá kl. 18 - 22 Restaurant Duusgata 10 • 230 Keflavík • Telephone 421 7080 • duus@duus.is -við smábátahöfnina í Keflavík Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Óskum öllum okkar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs Kvöldmatseðill á jólum og fram til nýárs! Sennilega vinsælasti matsölustaður á Suðurnesjum Opið alla hátíðisdaga frá kl. 18 - 22 Restaurant Duusgata 10 • 230 Keflavík • Telephone 421 7080 • duus@duus.is -við smábátahöfnina í Keflavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.