Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2016, Blaðsíða 36
Vikublað 20.–22. desember 201632 Menning Sjónvarp Okkar kjarnastarfssemi er greiðslumiðlun og innheimta. Hver er þín? 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is Síðan 2006 V ið lifum á öld algóritmans. Stærðfræðileg greiningar­ tæki vefbókabúða, tón­ listar banka og mynd­ bandaveita hafa lesið í neyslu þína, reiknað út hvernig „týpa“ þú ert og hvað þú „fílar“. „Ef þú kannt að meta A, þá ættir þú að kíkja á B.“ Í hinum stafræna veruleika er okkur stöðugt stýrt í átt að því sem líklegt þykir að við kunn­ um að meta út frá fyrra neyslu­ mynstri, og því hvað svipaðar týpur fíla: „Aðrir sem hlustuðu á X, kunna einnig að meta Y.“ Ef maður fylgir algóritmunum gagnrýnislaust er hætt við að maður festist í stöðugt afmarkaðri og einangraðri boxum, hlusti bara á glaðlega síð­miðalda­ kammertónlist, krúttlega balkan­ skotna indípopptónlist, teknóskot­ ið trap­rap frá Suðurríkjunum, og svo framvegis. Nýjungarnar sem við heyrum eru þá bara ótal keim­ lík tilbrigði við þetta eina stef sem okkur líkar. Það eru stöðugt færri staðir þar sem maður kemst í tæri við hið óvænta. Það er meðal annars þess vegna sem Morgunmatur meist­ aranna á Rás 1 er uppáhalds­ útvarpsþátturinn minn. Maður veit aldrei hvað kemur næst. Á eft­ ir sígildri sinfóníutónlist heyr­ ist einfalt þjóðlagapopp, því næst gamall djass og nýlegt rapp, svo ópera og tilraunakennd raftónlist. Allt þetta er listilega samtvinnað með mislangsóttum þematískum tengingum af þáttarstjórnandanum Pétri Grétars syni (sem áður stýrði Hátalaranum – jafngóðum þætti á sömu stöð en öðrum tíma). Vissulega eiga verkin það yfirleitt sameigin legt að vera viðmótsþýð og eiga vel við undir morgunmatnum. En þrátt fyrir það nær Pétur að hoppa fram og til baka, milli tímabila, stíla og stemningar á ófyrir sjáanlegan hátt. Með seiðandi rödd og stóískri ró leiðir hann ný­ vaknaða og hálfvankaða hlustendur milli þessara ólíku hljóðheima og inn í daginn. Morgunmatur meist­ aranna er orðinn að ómissandi þætti í morgunrútínunni minni. n Algóritmalaus morgunmatur Morgunmatur meistaranna er besti morgunþáttur landsins Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Meistari Með seiðandi rödd og stóískri ró leiðir Pétur Grétarsson nývaknaða og hálf- vankaða hlustendur milli ólíkra hljóðheima og inn í daginn. Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins. Mynd Photos.coM Hin orðheppna Zsa Zsa L eikkonan Zsa Zsa Gabor lést á dögunum 99 ára gömul eftir langa og erfiða sjúkra­ legu. Zsa Zsa var kosin ungfrú Ungverjaland árið 1936 og hélt til Hollywood þar sem hún lagði fyrir sig kvikmyndaleik. Hún þótti aldrei sérlega góð leikkona en var eftir­ minnilegur persónuleiki og gríðar­ lega orðheppin. Hún gekk níu sinnum í hjónaband og meðal eiginmanna hennar voru hótelerfinginn Conrad Hilton og Óskarsverðlaunahafinn George Sanders. Síðasti eiginmaður hennar var Frédéric von Anhalt prins. Zsa Zsa átti eina dóttur Francescu Hilton sem lést árið 2015, 67 ára göm­ ul. Zsa Zsa vissi aldrei af láti hennar. Eiginmaður hennar hélt því leyndu fyrir henni vegna slæmrar heilsu hennar og viðkvæms tilfinningalífs. Fegurðardísin gerði iðulega góðlátlegt grín að hjónaböndum sínum. Hér eru nokkur dæmi af mörgum. n „Ég hef alltaf verið gift. Þess vegna veit ég ekkert um kynlíf. „Ég trúi á stórar fjölskyldur; hver einasta kona ætti að eiga að minnsta kosti þrjá eiginmenn. „Ég vil mann sem er góður og skilningsríkur. Er það til of mikils mælst af milljónamæringi. „Ég er frábær húsmóðir. Í hvert sinn sem ég yfirgef karlmann held ég húsinu hans. „Ég hef aldrei hatað karlmann nógu mikil til að skila honum demöntunum sem hann gaf mér. „Ástfanginn karlmaður er ófullkominn þangað til hann er kvæntur. Þá er hann búinn að vera. „Ég hef unun af því að skreyta mig með demöntum og fara í fallegan kvöldkjól og koma þannig vinkonum mínum úr jafnvægi. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Á dansgólfinu Með leikstjóranum Nicholas Ray. Zsa Zsa Gabor Þótti alla tíð mjög orðheppin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.