Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 8
Áramótablað 30. desember 20168 Fréttir Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS Persónuleg og fagleg þjónus ta einstakar skreytingar við öll tækifæri Þetta breytist á nýju ári Skattþrepum fækkar, neðra skattþrepið lækkar, tollar afnumdir og áfengi, bensín og tóbak hækka S trax í byrjun janúar taka gildi margvíslegar breytingar á opinberum gjöldum, bæði til hækkunar og lækkun- ar, auk þess sem ýmsar aðr- ar aðgerðir sem snerta fjölmarga Ís- lendinga með beinum eða óbeinum hætti verða innleiddar eða aflagð- ar. DV tók saman nokkur dæmi um það sem nýja árið mun bera í skauti sér og þær breytingar sem vænta má strax í upphafi janúar. Sem dæmi má nefna að tollar af öllu nema mat- og drykkjarvöru falla burt og breytingar verða enn á skattkerfinu. Miðþrep þess fellur brott og neðra skattþrep- ið lækkar örlítið. Þá hækka þeir hlutir sem nær alltaf hækka við þessi tíma- mót, áfengi, tóbak og eldsneyti. Hafa ber í huga að listinn er þó hvergi nærri tæmandi. n Skatturinn n Neðra skattþrep lækkar úr 22,68% í 22,5%. n Miðþrep fellur brott n Efra skattþrep helst óbreytt í 31,8% Tekjuáhrif á ríkissjóð: -3,8 milljarðar króna. Fjármagnstekjuskattur Raunskattlagning leigutekna lækkar úr 14% í 10% við álagningu 2017. Tekjuáhrif á ríkissjóð: -0,4 milljarðar. Skattleysismörk Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars verða 149.192 kr. á mánuði að teknu tilliti til 4% lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu launþega í lífeyrissjóð. Var 145.659 kr. á mánuði árið 2016. Hækkun skattleysismarka milli ára: 2,4% Þegar tekjur ná skattleysismörkum byrjar launþegi að greiða útsvar til sveitarfélags síns. Hann byrjar hins vegar ekki að greiða tekjuskatt til ríkisins fyrr en tekjur ná 244.940 kr. á mánuði. Efri mörkin, þar sem tekjuskattur tekur að renna til ríkisins, hækka um 2,7% milli áranna 2016 og 2017. Tollar Tollar falla brott af öllu nema mat- og drykkjarvöru Tekjuáhrif á ríkissjóð: -3 milljarðar króna. Tollar verða felldir niður á vörum í 25. til 97. kafla tollskrár en undir þessa kafla falla allar aðrar vörur en þær sem teljast vera úr dýra- eða jurtaríkinu auk matvæla. Þess ber þó að geta að vörur í þessum köflum tollskrár bera enn önnur aðflutningsgjöld, s.s. virðis- aukaskatt og úrvinnslugjöld svo dæmi séu tekin. Áhrifa breytingarinnar mun gæta við innflutning frá löndum sem ekki hafa fríverslunarsamninga við Ísland, t.d. Bandaríkin og Japan. Það sem hækkar að vanda Bensíngjald, olíugjald, kolefnisgjald, gjöld á áfengi og tóbak og bifreiðagjald hækka um 2,5% umfram verðbólgu. Tekjuáhrif á ríkissjóð: +1,7 milljarðar króna. Mjólkurvörur hækka Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar um 1,7% frá og með 1. janúar 2017. Það þýðir að verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka verðlag á mjólk til verslana, sem með einum eða öðrum hætti mun fara út í verðlagið. Persónuafsláttur: Samkvæmt lögum ber að hækka persónuafslátt hvers einstaklings í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs næstliðna 12 mánuði. Var árið 2016: 623.042 kr. á ári, eða 51.920 kr. á mánuði. Verður árið 2017: 634.880 kr. á ári, eða 52.907 kr. á mánuði. Hækkun um 11.838 kr. Hækkun persónuafsláttar milli ára: 1,9% Mynd SigTryggur Ari Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.