Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 11
Áramótablað 30. desember 201612 Fréttir Innlendur fréttaannáll JANÚAR 1. janúar Ólafur hættir Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnir í nýársávarpi sínu að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta Íslands að nýju. Helsta ástæðan er að sú óvissa sem var ríkjandi fyrir fjórum árum, sem varð til þess að hann ákvað að bjóða sig fram að nýju, er ekki leng- ur fyrir hendi. Síðar á árinu ákvað Ólafur Ragnar engu að síður að gefa kost á sér eins og frægt varð. Svo hætti hann við. 1. janúar Handtekin með 4 kíló af kókaíni Íslenskt par, 26 ára karlmaður og tvítug kona, er handtekið í borginni Fortaleza í Brasilíu með um fjögur kíló af kókaíni. Í yfirheyrslum nefndi parið Guðmund Spartakus Ómars- son, sem fullyrt er að sé valda- mikill í fíkniefnaheiminum í Paragvæ og Brasilíu. Á sama tíma var Guð- mundur í fréttum í tengslum við hvarf Friðriks Kristjánsson- ar sem ekkert hefur spurst til síðan árið 2013. Sú saga heldur áfram út árið. 4. janúar Fitufordómar í garð Sigmundar Davíðs Stundin okkar er harðlega gagn- rýnd fyrir þátt sinn Stundarskaup. Þar er Stjörnustríð stælt og er Sigmundur Davíð settur í hlutverk hinnar sílspik- uðu grænu geim- veru, Jabba the Hutt. Kollegi hans, Bjarni Benediktsson, er sýndur sem aðmírál- linn Icehot1 í hinum illa keisaraveldisher. Félagarnir sprengja upp Landspítalann og Ríkisút- varpið. Gagnrýnendur segja að Sig- mundur Davíð hafi orðið fyrir fitu- fordómum. Sitt sýnist hverjum en dagskrárstjóri Sjónvarps steig síðar fram og baðst afsökunar. 5. janúar Lögreglumaður hand- tekinn fyrir óeðlileg samskipti við brota- menn Fjölmiðlar greina frá því að Jens Gunnarsson, starfsmaður í fíkni- efnadeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu hafi verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald skömmu fyrir áramót vegna gruns um alvarlegt brot í starfi. Degi síðar var maður á fertugsaldri, sem hlotið hefur dóm fyrir fíkniefnalagabrot, handtekinn í tengslum við sama mál. Jens er grunaður um að hafa þegið fé fyrir að veita upplýsingar um gang mála innan lögreglunnar. 7. janúar Stærsta einstaklings- gjaldþrot Íslands- sögunnar Skiptum er lokið í þrotabúi Sigurð- ar Einarsson, fyrr- verandi stjórn- arformanns Kaupþings. Lýstar kröfur í búið námu rúmlega 254 milljörðum króna og því er um að ræða langstærsta gjaldþrot einstaklings hér á landi frá upphafi. Aðeins fengust 38,3 millj- ónir króna upp í veðkröfur. Sigurð- ur heldur því fram að kröfurnar séu bull og ekki raunverulegar skuldir. 15. janúar Ein bók á tíu árum Fjölmiðlar greina frá því að Andri Snær Magnason hafi sent frá sér eina bók á tæpum tíu árum. Um- ræður um listamannalaun springa út en á meðan liggur Andri Snær undir feldi og íhugar forsetafram- boð. 18. janúar Atli fær uppreist æru Atli Helgason, sem myrti Einar Örn Birgisson í nóvember árið 2000, fær uppreist æru og telst nú með óflekk- að mannorð í skilningi laganna. Atli var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir verknaðinn en sat af sér helm- ing dómsins. Faðir Einars Arnar er ósáttur og segir Atla aldrei hafa sýnt neina iðrun. 20. janúar Landsbankinn verður af millj- örðum við sölu á Borgun Greint er frá því að hópur fjár- festa sem keypti 31,2% hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun af Landsbankanum í árslok 2014 muni hagnast um á annan tug millj- arða við yfirtöku Visa International Service Association (Visa Inc.) á Visa Europe. Landsbankinn sá söluna ekki fyrir og gerði enga fyr- irvara um viðbótagreiðslu vegna hennar. Afsagnar Steinþórs Pálsson- ar er krafist. Árið hans Guðna n Tvennar kosningar, pólitískur glundroði og EM-ævintýrið standa upp úr á árinu Mynd Sigtryggur Ari Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.