Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 48
Áramótablað 30. desember 2016 3Völvuspáin 2017 GlerborG Mörkinni 4, reykjavík | SíMi 565 0000 | www.GlerborG.iS Vigdís hjá Bændasam- tökunum Vigdís Hauksdóttir mun tengj- ast Bændasamtökum Íslands með sterkum hætti og koma ítrekað fram sem talsmaður þeirra. Völvan sér þó ekki hvort Vigdís taki það upp hjá sjálfri sér að gerast boðberi bænda eða hvort hún hreinlega verði ráð- in inn á gafl hjá samtökunum. Hún mun verða ákafur talsmaður þeirra og fara mikinn í samskiptum við fjölmiðla, ekki síst RÚV. Bændur landsins verða mjög klofnir í afstöðu sinni til afskipta Vigdísar af þeirra högum. Þar mun hún eiga eitilharða stuðningsmenn og svo aðra sem verða mjög gagnrýnir á störf hennar. Væringar hjá Pírötum Væringar verða hjá Pírötum og það hitnar undir Birgittu Jónsdóttur. Hún hefur aldrei verið óumdeild innan flokksins en hefur haft þannig tangarhald á flokksmönnum að þeir hafa ekki risið upp í neinum mæli til að mótmæla ofríki hennar. Það verður ekki fyrr en nú sem flokks- menn rísa upp og saka hana opin- berlega um einræðistilburði. Hún mun svara fullum hálsi. Samskiptavandi inn- an Pírata mun ganga svo langt að vík verður milli vina í þingflokkn- um. Í kjölfarið verður róið að því öllum árum að bera klæði á vopnin. Á yf- irborðinu mun líta út fyrir að tekist hafi að ná sæmileg- um sáttum en grunnt er á hinu góða. Helgi Hrafn Gunnarsson, sem áður þótti líklegur til afreka, mun fara með veggjum en í tvígang mun þó kastast harka- lega í kekki milli hans og Birgittu Jónsdóttur. Ásta Guðrún Helgadótt- ir mun taka sér meira pláss sem einn af leiðtogum flokksins en mæta miklum andróðri ákveðinna afla innan flokks. Hún mun þó standa þann andróður af sér og standa sterkari eftir. Fylgi Pírata í skoðanakönnunum mun reynast svipað og í síðustu al- þingiskosningum. Flokkurinn mun alls ekki ná neinu viðlíka flugi og hann mældist í á síðasta ári. Bjarkey Varafor- maður Vg Átök verða um varaformannsstól VG á árinu. Birni Vali Gíslasyni verður bolað þaðan í burtu óviljug- um, en hann mun eiga sér fáa fylgismenn. Þingmenn flokks- menn munu tak- ast á um stólinn og sér völvan fyrir sér að nýju þingmennirn- ir Andrés Ingi Jónsson og Kol- beinn Óttars- son Proppé muni sækja stólinn fast. Hins vegar muni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir stíga fram seint í kapphlaupinu og skjóta þeim báðum ref fyrir rass. Katrín Jakobs- dóttir mun enn enn sem fyrr standa styrkum fótum innan flokks en mæta mikilli gagnrýni úti í þjóðfé- laginu, mun meiri en hún hefur átt að venjast. Steingrímur J. Sigfús- son mun koma flestum á óvart sem maður mikilla sátta í pólitík ársins. samf ylking í Biðstöðu Samfylkingin mun eignast nýjan varaformann, Heiðu B. Hilm- isdóttur. Það mun engu breyta um stöðu flokksins sem nær sér engan veginn á strik á ár- inu. Fyrrverandi forystufólk í Samfylkingunni mun verða áber- andi á samfélags- miðlum en alls ekki með jákvæðum formerkjum. Greina má þar mikla biturð og væringar. Alvöru til- raun verður gerð til að endur- vekja Al- þýðuflokk- inn á árinu og mun hún misheppnast hrapalega enda engin eftirspurn eftir kröftum þeirra sem þar verða í forsvari. Árni Páll Árnason verður ráðinn í stöðu sérfræðings í einhverju ráðu- neytanna og mun það skapa umtal og úlfúð meðal fyrrverandi sam- herja hans. Formaður Samfylkingarinn- ar, Logi Már Einarsson, á ekki góða daga á árinu og mun ekki takast að auka fylgi flokksins. Í kúlunni er dimmt yfir flokknum, segir völv- an en tekur um leið fram að flokk- urinn muni ekki leysast upp heldur sé hann í biðstöðu. Logi muni ekki verma sæti formanns lengi. Hann sé á útleið. Völvan réttir skyndilega úr sér og segir ákveðin: Á allra næstu misser- um mun koma fram tiltölulega ungur maður sem á stuttum tíma mun festa Samfylk- inguna í sessi. Þetta er vel menntaður maður sem hefur starfað er- lendis og getið sér gott orð. Hann mun taka til innan Samfylkingar og kalla til nýtt fólk, þar á meðal konu sem mun njóta mikils trausts meðal þjóðarinnar og verður fram- tíðarleiðtogi flokksins. Sem sterkt tvíeyki munu þau mjög auka fylgi flokksins og verða til þess að hann kemst á ný til valda. össur móðgar í æVisögu Össur Skarphéðinsson mun fá gott embætti á vegum utanríkisþjón- ustunnar og vera á miklum ferða- lögum. Hann mun nýta frístund- ir til að skrifa ævisögu sína þar sem hann segir hispurslausar sögur af æsilegu skemmtanalífi valdamikilla félaga sinna í stjórnmálum. Þeir verða margir æfir, enda er margt sem þarna kemur fram þeim ekki til mik- ils sóma. Sumir þeirra sem þarna er fjallað um munu stinga niður penna og saka Össur um ósannindi og ýkjur en málsvörn þeirra mun ekki verða sannfærandi. Bók Össurar verður ein af metsölubókum ársins. Völva segist sjá bókina í stöðugri endurprentun. ölVaður þingmaður Veldur ónæði Ölvaður þingmað- ur ónáðar farþega í millilanda- flugi og verður myndefni dreift víða af þeim at- burði og fram- kalla almenna fordæmingu. Þingmaðurinn biðst auðmjúk- lega afsökun- ar, fer í áfengis- meðferð og snýr hvítþveginn og reynslunni ríkari aftur á þing. dagur nær VoPnum sínum Í borginni munu Dagur B. Eggerts- son og Samfylkingin undir hans stjórn verða í vandræðum fram eftir ári, gjaldskrárhækkanir og erfið- ur rekstur borgarinnar mun kalla á gagnrýni bæði pólitískra sam- herja og andstæðinga. Hins vegar sér völvan Dag ná vopnum sín- um að nokkru leyti þegar líður á ár og er það ekki síst sökum þess að hann situr í miklum friði fyr- ir minnihlutanum. Minnihlutinn mun fá á sig harkalega gagnrýni frá áhrifa- fólki af hægri vængn- um sem sakar hann um skort á ákveðni og festu í samskiptum við meirihlutann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.