Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 49
Áramótablað 30. desember 20164 Völvuspáin 2017 Umdeildir borgar- fUlltrúar Borgarfulltrúar Framsóknarflokks- ins munu taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í umdeildum um- mælum um aðkomu borgarinnar að innflytjendamálum. Munu um- mæli annars borgarfulltrúans valda mikilli úlfúð og svo mikilli raunar að flokksforystan fer langt með að afneita þessum félaga sínum. líf stígUr fram Líf Magneu- dóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, mun stíga fram í blaðaviðtali á árinu og segja sögu um sam- skipti sín við áhrifafólk í flokknum. Þetta mun valda miklum titringi innan VG en um leið mun hlakka í andstæðingum flokksins. ÓlafUr vekUr heims- ath ygli Völvan segir að Ólafur Ragn- ar Grímsson muni hafa hægt um sig fram eftir ári. Það vek- ur síðan heimsathygli þegar hann tekur við nýrri stöðu sem völvan sér ekki betur en tengist Rússlandi. Völvan segist sjá ein- hvers konar tengsl Ólafs Ragnars við Pútín Rússlandsforseta. Hún bætir við að það muni vekja spurningar að Dorrit virðist ekki standa við hlið Ólafs Ragnars í hinu nýja embætti. bjart yfir forsetanUm Það er bjart yfir Bessastöðum og forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson, er og verður ástsæll meðal þjóðar- innar. Hann mun reyndar njóta fá- dæma mikilla vinsælda meðal al- mennings. Í opinberri heimsókn á erlendri grundu mun hann stíga fast niður fæti í samskiptum við þjóðarleiðtoga svo aðdáun og eftir- tekt mun vekja bæði hér og annars staðar. Forsetinn á til að tala nokkuð frjálslega og fær á sig gagnrýni frá stjórnmálamönnum á hægri væng fyrir að vera of opinskár á Facebook- síðu sinni. Leiðaraskrif Morgun- blaðsins, þar sem hann er harðlega gagnrýndur, munu vekja athygli og kalla fram fjölmiðlaumræðu þar sem menn verja forsetann hraust- lega og vanda Mogganum ekki kveðjurnar. Forsetinn hristir þetta af sér eins og ekkert sé. Nokkuð kæruleysislegur klæðn- aður forsetans við opinbera athöfn mun valda deilum og kalla fram gagnrýni, sérstaklega munu menn í netheimum verða harðorð- ir, eins og gjarnan tíðkast á þeim slóðum, segir völv- an. Hún bætir við að þetta muni ekki hafa nein áhrif á vinsæld- ir forsetans. Þjóðinni falli það einmitt alveg sérstaklega vel hversu alþýðlegur forsetinn sé. Nú lítur völvan upp úr kristalskúlunni, brosir og segir að forsetafrúin Eliza Reid muni einnig vinna hug og hjörtu landsmanna. „Mikil öðlingskona þar á ferð,“ segir hún. Átök í Undir- heimUm Völvan verður alvarleg í bragði þegar hún segir að almenning- ur geri sér litla sem enga grein fyrir undirheimalífinu í Reykjavík. Þar verða mikil átök á árinu, hópar tak- ast á með tilheyrandi ofbeldi. Hand- rukkarar munu ekki draga af sér við að innheimta skuldir og ekki sýna neina miskunn. Við munum heyra ófagrar sögur þetta árið af fólki sem verður fyrir ofbeldi af hálfu glæpagengja í undir- heimunum. Nokk- ur þessara mála munu rata í fjöl- miðla. Af einhverj- um ástæðum geng- ur lögreglunni ekki vel að hafa hendur í hári þessara ofbeld- ismanna. Mér finnst ég skynja ákveðna uppgjöf inn- an lögreglunnar. Hún mun kvarta mjög undan manneklu og fjársvelti. Nokkrir Kastljósþættir munu fjalla um þetta mál en allt kemur fyrir ekki, staðan mun ekkert breytast. nýjar Upp- lýsingar í geirfinns- mÁlinU Nýjar upplýsingar koma fram í Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu sem leiða til þess að líkamsleifar Geir- finns finnast. Sá sem ábyrgð ber á dauða hans er látinn en málið þykir upplýst. Munu margir fá uppreisn æru en aðrir hljóta skömm fyrir framgöngu sína. hæt tUr Á þjÓðvegUm Völvan segir að ekkert lát verði á alvarlegum slys- um á þjóðvegum landsins. Völvan segir að hörmuleg slysahryna snemm- sumars muni skilja marga eftir sára en jafnframt leiða háværs ákalls um mikilvægar vega- bætur í námunda við höfuðborgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.