Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 67
Áramótablað 30. desember 201648 Fólk Viðtal „Ég sagði honum frá því að ég ætlaði að ferðast til Kenía eftir ráðstefnuna og þá vildi hann ólmur taka á móti mér og sýna mér landið sitt.“ Katrín Sif þáði boðið með þökkum og þegar hún kom í rútu til Naíróbí beið mað- urinn eftir henni á umferðarmiðstöð- inni. Fagnaðarfundir urðu við komu Katrínar og fyrsti viðkomustaður var heimili mannsins á verndarsvæði Massai-fólks. „Frændi hans var með í för og hann færði mér rauðan kjól og skart- gripi sem ég var hvött til þess að klæða mig í þegar við komum á áfanga- stað,“ segir Katrín Sif. Hún hlýddi því en tvær grímur fóru að renna á hana þegar glæsilegt dansatriði hófst og hún var kynnt fyrir móður mannsins og systur. „Í lok atriðisins var síðan tilkynnt hátt og snjallt að ég og mað- urinn værum nú gift,“ segir Katrín Sif og hlær að minningunni. Hún steig fast til jarðar í framhaldinu og kippti lukkulegum eiginmanninum til hlið- ar þar sem viðræður um tafarlausan skilnað hófust. „Það tók smá tíma að útskýra fyrir honum að ég ætlaði ekki að gerast eiginkona hans. Hann vildi endilega að ég íhugaði málið og gisti í herbergi hans um nóttina. Hann skildi þetta þó að lokum og vildi síð- an meina að þetta hafi nú bara verið grín,“ segir Katrín Sif. Vélarvana úti á ballarhafi Öllu hættulegri uppákoma átti sér stað þegar Katrín Sif ferðaðist um Gíneu-Bissá á Vesturströnd Afríku. „Ég skellti mér í ferð á litlum fiski- báti út í nærliggjandi eyju þar sem við vörðum deginum. Báturinn var alveg að verða eldsneytislaus þegar við komum að eyjunni og þar keypti eigandi bátsins viðbótareldsneyti. Við héldum síðan til baka seinnipart dagsins og einhverra hluta vegna ákvað eigandinn að setja eldsneytið á tankinn þegar hann var orðinn gal- tómur. Þegar hann var búinn að tæma brúsann þá áttaði hann sig á því að þetta var dísilolía sem var ekkert sér- staklega heppilegt því um bensínvél var að ræða,“ segir Katrín Sif. Vélin fór því ekki meira í gang þann daginn og báturinn því vélarvana úti á ball- arhafi. „Við sáum ekki til lands og gát- um ekki sent nein skilaboð frá okkur. Við hírðumst því þarna á pinkulitlum bátnum í steikjandi hita,“ segir Katrín Sif. Níu manns voru um borð, sex innfæddir og þrír ferðamenn, og að- eins tvær vatnsflöskur til skiptanna. Klukkutímarnir liðu og kolniðamyrk- ur skall á. „Við vorum búin að dúsa þarna í átta klukkustundir þegar bát- ur kemur að fyrir algjöra tilviljun,“ segir Katrín Sif. Um var að ræða Breta sem gerði út á sjóstangaveiði á svæð- inu. Báturinn hans var mun stærri, en sá hængur var á að hann bauðst aðeins til þess að taka túristana þrjá með um borð en ætlaði að skilja heimamennina eftir. „Þeir rökræddu málið fram og til baka en skipstjórinn á okkar bát vildi alls ekki leyfa okkur að fara í fyrstu því að við vorum í raun lykillinn að björg- un hans,“ segir Katrín Sif. Úr varð að ferðamennirnir fengu að fara um borð gegn því að litla vélarvana kæn- an yrði dregin til lands auk þess sem björgunarmaður þeirra greiddi skip- stjóranum á fiskibátnum pening fyrir Katrínu Sif og hina tvo ferðamennina. „Ég skildi nú ekkert í því en var ekki að velta því of mikið fyrir mér. Ég var alveg búin að fá nóg af sjóferðum og því voru það mikil vonbrigði þegar björgunarmaður okkar sigldi aftur út í eyjuna sem við vorum að koma frá. Þar fengum við að borða og síðan næturgistingu en fyrir það vorum við rukkuð um 400 dollara, sem er stór- fé á þessum slóðum. Þá skildi ég bet- ur þessa upphaflegu greiðslu,“ segir Katrín Sif. Hún komst loks á meginlandið aftur daginn eftir og forðast í hvívetna bátsferðir eftir þessa reynslu. „Ég reyni að halda mig við flugið eða rút- urnar eftir fremsta megni,“ segir hún og hlær. Íslenska vegabréfið er frábært Tvöfalt ríkisfang Katrínar Sifjar hef- ur komið sér vel á öllum ferðalögun- um. „Ég er með íslenskt og kanadískt vegabréf sem ég nota jöfnum hönd- um eftir því hvað hentar best. Ís- lenska vegabréfið er frábært vegna þess að við erum með svo fá sendi- ráð og því get ég yfirleitt sótt um vega- bréfsáritanir til vissra landa í því landi sem ég er stödd. Eina vandamálið sem ég hef lent í er að komast til Al- sír. Ég hef nokkrum sinnum reynt að ferðast þangað en hef rekið mig á að ég þarf að sækja um áritun til sendi- ráðs í Stokkhólmi og það hefur ekki gengið upp. Ég á því enn eftir að heimsækja Alsír en ég mun gera það fljótlega,“ segir Katrín Sif. Íslenskan er ekki eins hjálpleg á ferðalögunum en alþjóðlegur bakgrunnur ævintýra- konunnar gerir að verkum að hún er vel vopnum búin á þeim vígvelli. „Ég tala ensku, spænsku og frönsku vel og með þessi tungumál get ég bjargað mér nánast alls staðar. Franskan hef- ur til dæmis komið sér afar vel í Afr- íku,“ segir Katrín Sif. Ætlar að halda áfram að ferðast Framtíðin er óráðin hjá Katrínu Sif en hún sér fyrir sér að halda áfram að ferðast. Fjölskyldan hefur líka tek- ið lífsstílinn í sátt og því enginn að þrýsta á hana um að skipta um stefnu. „Mamma var fyrst um sinn að tuða í mér að ég þyrfti að verða lögfræðing- ur eða læknir og eignast hús, mann og börn en hún er hætt því núna. Hún var ansi ákveðin og stjórnsöm, að mér fannst, og kannski er þessi lífs- stíll einhvers konar uppreisn. Pabbi segir að ég hafi alltaf verið einstak- lega ákveðin og sjálfstæð. Eftir því sem árin líða þá upplifi ég ekki ann- að en að ættingjar og vinir séu stoltir af mér þó svo að þetta sé öðruvísi lífs- stíll en margir velja sér,“ segir Katrín Sif. Hana dreymir um að vinna við einhvers konar ferðatengda blaða- mennsku í framtíðinni að því gefnu að það sem er henni kærast – frels- ið – sé ekki skert. „Ég er að spá í að taka Georg Bjarnfreðarson á þetta og skella mér aftur í skóla, kannski í fjöl- miðlafræði eða einhvers konar dokt- orsnám. Ég spái stundum í hvort að mér muni leiðast ef ferðalögin verða líka vinnan mín. Ég vil geta hagað hlutunum eftir mínu höfði og sé ekki fyrir mér að vinna einhvers staðar frá 9–5. „Ég kann að meta frelsið og ein- veruna“,“ segir ævintýrakonan Katrín Sif Einarsdóttir. Hægt er að fylgjast með ævintýr- um hennar á Instram og Facebook. n Japan Það var í fyrsta skipti sem ég ferðaðist einsömul og í fyrsta skipti sem ég upplifði algjört menningarsjokk. Ekkert var eins og heima hjá mér og ég elskaði þennan framandi stað og líka að vera sjálf framandi. Fólk starði á mig á götum úti því ég var óvenjuleg og síðan þá hefur mig alltaf langað til þess að upplifa þessa tilfinningu á öðrum stöðum á hnettinum. Tuvalu Ég heimsótti aðeins Fongafale og hvet fólk til að skoða myndir þaðan á Google. Þetta er í raun bara örmjótt 12 kílómetra strik úti í miðju Kyrrahafi. Hæsti punktur Fongafale er aðeins um fjóra metra yfir sjávarmáli. Eina flugbrautin á eyjunni er afar fyrirferðarmikil og þegar hún er ekki í notkun þá breytist hún í völl fyrir margvíslegar íþróttir. Tvisvar í viku lenda flugvélar þarna og þá keyrir bíll eftir flugbrautinni og rýmir hana af fólki og svínum. Argentína Hér er allt í boði. Frum- skógar, vötn, snjór, jöklar, eyðimerkur, fjöll, strendur, heit sumur og kaldir vetur. Matar- og vínmenningin í landinu er svo kapítuli út af fyrir sig auk þess sem útivist- armöguleikarnir eru endalausir. Að mínu mati er ferðalag til Argentínu eins og að bragða á öllum hornum heimsins. Frakkland Ég elska mat, vín, súkkulaði, listir og sögu. Í Frakklandi er ofgnótt af öllu þessu. Gæði menn- ingarlífsins þar eru svo mikil að stundum óska ég þess að ég gæti varið dögunum í að hjóla um frönsku Rívíeruna með bagette og osta í körfu framan á hjólinu og íklædd sumarkjól. Namibía Þetta er líklega einmana- legasti staðurinn sem ég hef ferðast til. Ég fór þar um svæði þar sem villt dýr réðu ríkjum, eyðimerkur ná svo langt sem aug- að eygir og skipsflök eru á víð og dreif við strendur landsins. Þetta er töfrandi ævin- týraland, sérstaklega fyrir ljósmyndara og útivistarfólk. Dularfull blanda af Afríku, Hollandi og Þýskalandi. Suðurskautslandið Ímyndaðu þér að ferðast að endimörkum jarðar og koma á stað sem er svo ósnortinn og nátt- úrulegur að það eina sem verður á vegi þín- um er ógrynni mörgæsa af öllum stærðum og gerðum. Síðan er það sjávarlífið. Pirruð sæljón, hlébarðaselir með blóðuga skolta, háhyrningar og ógnarstórar steypireyðar. Í bakgrunni eru snæviþaktir fjallgarðar og jöklar. Ef fólk heimsækir staðinn yfir sum- armánuðina er sólarljós allan sólarhringinn sem eykur á upplifunina. St. Vincent og Grenadíneyjar Þetta er sú eyja í Karíbahafinu sem erfið- ast er að heimsækja. Sú staðreynd gerir það að verkum að minna er um túrista þar og upplifunin verður sérstakari. Maður kemst betur í samband við heimamenn og upplifir menningu þeirra í stað þess að vera fastur á hóteli sem gæti verið hvar sem er í heiminum. Það er líka mun minna um rusl á eyjunni og strendurnar eru ótrúlega fallegar. Líbanon Þetta land kemur ótrúlega á óvart. Þegar ég lenti þá vissi ég varla hvort ég var stödd í Evrópu eða Mið-Austurlönd- um. Þarna ægir öllu saman, kristnum og múslimum og allir tala ensku, arabísku eða jafnvel frönsku. Maturinn er stórkostlegur og nóg af góðu líbönsku víni. Þarna er hægt að skemmta sér þar til sólin kemur upp, liggja á ströndinni allan daginn, ganga á fjöll eða skella sér á skíði yfir vetrar- mánuðina. Þetta allt er hægt að gera í örlitlu landi sem er umkringt löndum þar sem ofbeldi og voðaverk eru daglegt brauð. Egyptaland Algjört öngþveiti ríkir þar en á skemmtilegan og spennandi hátt. Saga landsins er ótrúleg og nánast erfitt að meðtaka hana alla. Kaíró er hávær borg og lyktin þar er afar framandi en eyðimerkurnar endalausu og sú draumsýn að ríða á arabískum hesti út í sólsetrið hefur alltaf dregið mig aftur til landsins. Að stinga sér til sunds í Rauðahafinu er önnur heillandi minning. Ég íhugaði einu sinni að fara að læra arabísku og magadans, bara til þess að hafa ástæðu til þess að ílengjast í Egyptalandi. Þar ríkir hins vegar talsverður órói nú um stundir þannig að sá draumur er á ís. Ísland Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og það á við um samband mitt við Ísland. Mér finnst landið verða fallegra í hvert skipti sem ég sný aftur heim og ég kann hvergi betur við mig en við að kanna hálendi Íslands, helst á hest- baki. Þá líður mér eins og raunverulegum landkönnuði. Uppáhaldslönd Katrínar SifjarÁ Páskaeyju Hér er Katrín Sif við stóran gíg á Páskaeyju sem tilheyrir Síle. Í Norður-Kóreu Hér sést Karen Sif ásamt vini sínum við „The Hope of Reunification Monument“ í höfuðborginni Pyongyang. Enn á baki Karen reynir að komast á hestbak hvert sem hún fer. Þessi mynd er frá sléttum Mongólíu. Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.