Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 89

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 89
Áramótablað 30. desember 201670 Menning Það voru nokkrar hræringar á bókamarkaði í ár. Jóhann Páll Valdi- marsson, einn áhrifamesti einstak- lingur íslenska bókmenntaheimsins, seldi hlut sinn í Forlaginu. Sonur hans, Egill Örn Jóhannsson, stýr- ir nú skipinu einn, en Hólmfríður Úa Matthíasdóttir verður útgefandi þessa stærsta forlags landsins. Guðrún Vilmundardóttir sagði skilið við Bjart og stofnaði nýja bóka- útgáfu, Benedikt. Þá gaf Partus Press út sína fyrstu skáldsögu, en útgáfan hefur í nokkur ár fyllt í tómarúmið sem skapast hefur vegna áhugaleys- is stærri bókaútgefenda um ungskáld og -höfunda með Meðgönguljóða- seríu sinni. Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, nefnir breidd í bókaútgáfunni sem eitt það mark- verðasta í íslensku menningarlífi um þessar mundir: „Ég held það sé nokkuð ljóst, að bókmenntirn- ar – sem við byrjum alltaf á, „bók- menntaþjóðin“ – standa nokkuð vel hjá okkur um þessar mundir. Ég læt hugann reika til áranna eftir 1950, til gamans. Þá voru senni- lega fleiri tindar. Þó finnst mér eins og í dag sé meiri breidd.“ Laun listamanna í víglínunni Það er árlegur viðburður að fjall- að sé á einhvern hátt um fram- kvæmd listamannalauna. Í ár fjall- aði Fréttablaðið nokkuð um afköst listamanna sem hafa verið á full- um launum í áraraðir, sérstaklega var fjallað um afköst Andra Snæs Magnasonar, sem hafði gefið út eina bók á þeim tíu árum sem hann hafði fengið launin óslitið. Þá var bent á að öll stjórn Rithöfundasam- bandsins hlyti full laun árið 2016 og spurningar sett- ar fram um hvort armslengdarlög- mál réðu för – það er hvort sú staðreynd að stjórnin valdi sjálf fólk í úthlutun- arnefndina hefði áhrif á úthlutunina. Myndlistarmenn hafa svo verið einarðir í herferð þar sem þeir krefj- ast þess að listamenn fái borgað fyr- ir vinnu sína: Við borgum myndlist- armönnum. Þjóðin elskar Njálu Það leikhúsverk sem sameinaði þjóðina hvað mest á þessu ári var vafalaust Njála, sem var frumsýnd rétt fyrir síðustu áramót. Þorleif- ur Örn Arnarson bjó til hátíðardag- skrá í kringum þessa mestu klassík íslenskra bókmennta. Hann bjó til tilraunakennda en aðgengilega leikhúsupplifun með myndlistar- mönnum, dönsurum og leikhóp. Þræðirnir voru nægilega lausir svo leikhópurinn gat brugðist við mál- efnum líðandi stundar, til dæm- is sungið þjóðsönginn á sviðinu daginn sem Panamaskjölin voru gefin út. Þetta var sýningin sem fólk talaði um í fjölskylduboðum og flestir virtust hafa gaman af. Gagn- rýnendur hrópuðu húrra og sýn- ingin fékk nánast öll verðlaun sem hún gat mögulega fengið. Nokkrir álitsgjafar DV nefndu Njálu sem eftirminnilegustu list- upplifun sína á árinu. „Leiksýn- ingin Njála var eftirminnilegasta leiksýningin á árinu og eiginlega sú besta sem ég hef séð í leikhúsi,“ seg- ir Brynhildur Pálsdóttir hönnuður. Anna Marsibil Clausen blaðakona segir: „Minn persónulegi listahá- punktur á árinu átti sér líklega stað á Njálu þegar Haraldur Gráfeldur tók sig til og söng „Stairway to Heaven“ á dönsku. Ó, ef við gætum öll bara købt en trappe til himmelen.“ Lifandi listdanssena Listdanssenan hefur verið gríðar- lega lifandi á Íslandi í ár, atorkusöm, samheldin, konseptdrifin og nýjungagjörn. Reykja- vík Dance Festival og Íslenski dansflokk- urinn eru þar innsti kjarninn og drif- kraftur. Íslensk- ir danslistamenn eru einnig að gera það gott erlendis, og hefur Katrín Hall til að mynda verið ráð- in listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróp- erunnar. „Það er frábært að sjá hvernig ís- lenskir danshöfundar hafa blómstrað á árinu. Bæði hafa þeir fengið tækifæri til að skapa fyrir Íslenska dansflokk- inn en einnig sett upp sínar eigin sýn- ingar. Fjöldi þeirra sem sett hafa upp verk á árinu telur á annan tuginn sem er frábært. Sýningar þessara höfunda hafa einnig verið mjög fjölbreyttar,“ segir Sesselja G. Magnúsdóttir, dans- fræðingur og einn álitsgjafa DV. Umræður og áhyggjur af túrisma Umræður um áhrif ferðamanna- iðnaðarins á náttúru, samfélag og menningarlífið voru áberandi í öllu samfélaginu í ár. Í menningarheimin- um heyrðist gagnrýni á gullæði túris- mans og söluvöruvæðingu landsins, til að mynda á hinu listræna sviði í leikritunum Extravaganza og Aug- lýsing ársins, en einnig jákvæðnis- raddir. Þar á milli eru þeir sem reyna að finna praktískar lausnir á vanda- málunum sem fylgja sprengingunni. Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt og einn álitsgjafa DV, nefnir til dæm- is málþing Arkitektafélags Íslands, Ferðamannastaðir 360°, og verk- efnið Destination: Iceland unnið af Nohnik arkitektum frá Hollandi: „Það er mikilvægt að við förum að skoða landsvæði í heild sinni, þvert á milli sýslna, og nú er tími til að framkvæma langtímaáætlun til að varðveita en einnig tryggja það að komandi kyn- slóðir geti áfram nýtt og notið staðar- einkenna á hverjum stað.“ Reykjavíkurborg er einnig að breytast með auknum straumi ferðamanna. Brynhildur Pálsdótt- ir hönnuður segir þannig að hús- næðismálin hafi einkennt árið 2016: „Hækkun á leiguverði í miðbænum hefur valdið því að sérverslanir og gallerí hafa þurft að færa sig og loka en það jákvæða við þróun borgarinn- ar er að sjá þéttingu byggðar- innar, að sjá ný verkefni og svæði byggjast upp eins og til dæmis Hafnartorg og Alþingisreitinn.“ Þá nefnir Ewa Marcinek skáld nokk- ur áhugaverð við- brögð við þróuninni: „Ferðamannaiðnaður- inn er að éta Reykjavík og ný nálgun á rýmið er nauðsynleg, sérstaklega frá sjónarhorni listar og menningar. Fullkomið dæmi um framtak sem tókst á við þetta á uppbyggilegan hátt var Ferðasendiráð Rockall (e. Travell- ing Embassy of Rockall) sem tók yfir Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn í þrjá mánuði síðasta sumar.“ Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.