Norðurslóð - 27.01.2005, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 27.01.2005, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 29. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 1. TÖLUBLAÐ Fjölmenni var á skíðum í Böggvisstaðafjqlli um síðustu helgi enda veður og skíðafæri'eins og best verður á kosið.'Eitt óhapp varð þegarpiltur á snjóbretti viðbeinsbrotnaði þegar hann renndi sér ofan í slóð eftir vélsleða. Vildu starfsmenn í fjallinu koma því áframfœri við vélsleðamenn að þeir héldu fararskjótum sínum í hœfilegri fjarlœgð frá skíðasvœðinu. Nóg er plássið fyrir alla. Norðurslóð og Bæjar- pósturinn í eina sæng Utgáfufélagið Rimar ehf. sem gefur út Norðurslóð hefur tekið yfir útgáfu á Bæjarpóstinum á Dalvík. Bæj- arpósturinn hætti sem kunnugt er að koma út í desember sl. og kvaddi lesendur sína með virkt- um. Þótti mörgum hér um slóðir súrt að horfa á eftir vikulegum frétta- og auglýsingamiðli. Eftir nokkra skoðun var ákveðið að taka við útgáfunni með þeim hætti að Bæjarpósturinn kemur út þrisvar í mánuði en síðustu viku hvers mánaðar fá áskrifend- ur hans Norðurslóð í stað Bæj- arpósts. Áskrifendur Norðurslóð- ar verða ekki svo ýkja mikið varir við breytingar og halda áfram að fá sína mánaðarlegu Norðurslóð nema þeir óski eftir að fá Bæjar- póstinn að auki. Mánaðaráskrift að Bæjarpóst- inum + Norðurslóð kostar 1200 kr. sé borgað með vísa eða ann- arri greiðsluþjónustu en kr 1400 með gíró. Halldór Ingi Ásgeirsson hef- ur verið ráðinn blaðamaður og mun skrifa jöfnum höndun í bæði blöðin. Við bjóðum hann velkominn til starfa. Þess má og geta að útgáfufélagið Rimar ehf. hefur opnað skrifstofu á annarri hæð Ráðhúss Dalvíkur og síminn þar er 466 1300. Ætlun okkar sem að útgáf- unni stöndum er fyrst og fremst að bæta úr brýnni þörf en löng hefð er orðin fyrir útgáfu vikulegs frétta- og auglýsingamiðils í Dal- víkurbyggð. I framhaldinu er svo ætlun okkar að styðja enn frekar undir útgáfuna með netmiðli, rimar.is og mun hann væntanlega líta dagsins ljós innan tíðar. Það er hins vegar ljóst að áskrifendum þarf verulega að fjölga og auglýsendum einnig ef reksturinn á að bera sig svo við- unandi sé. Á næstunni verður farið í áskriftarátak og vonumst við til að það skili þeim árangri að framhald verði á útgáfunni um ókomna tíð. hjhj Síðustu sýningar á Kvenfélaginu Arnar Símonarson formaður Leikfélagsins Nú um helgina verða síðustu sýningar hjá Leikfélagi Dalvíkur á Kvenfélaginu. Að sögn Arnars Símonarsonar, formanns LD verð- ur skólasýning fimmtudagskvöldið 27. janúar kl. 20:00. Föstudags- kvöldið 28. janúar verður almenn sýning kl. 21:00 og sunnudags- kvöldið 30. janúar verður sýning kl. 20:00. Miðapantanir eru hjá Sólveigu í síma 868 9706. Á aðlfundi Leikfélagsins sem haldinn var fyrir skömmu gengu Dana Jóna Sveinsdóttir og Eyrún Rafnsdóttir úr stjórn, en nýja stjórn skipa; Arnar Símonarson, formaður, Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, Sólveig Rögnvaldsdóttir, Olga Albertsdóttir og Lárus Heiðar Sveinsson. Aðspurður um frekari verkefni félagsins sagði Arnar að það væri ekkert frágengið enn. - Nýja stjórnin er búin að ræða aðeins saman og við ætlum að Ijúka þessum sýningum á Kvenfélaginu áður en ákvarðanir verða teknar um hvort og þá hvaða verkefni verður tekið fyrir í vetur. Fuglafréttir Hin venjubundna fuglatalning fór fram þann 8. janúar sl. um allt land. Hér um slóðir töldu þeir Þórarinn Hjartarson í miðsveit Svarfaðardals og Júlíus Kristj- ánsson á Dalvík og nágrenni. Vegna flensu verður skýrsla Júlí- usar að bíða næsta blaðs en hér skýrsla Þórarins er stutt og lag- góð. Talningarsvæði: Gullbringa- Laugarsteinsvolgrur-trjáreitur við Laugahlíð-Húsabakki- Hánefsstaðaskógur-Tjörn. Auðnutittlingur 4 Snjótittlingur 2 Hrossagaukur 1 Rjúpa 19 Hrafn 2 Brandugla 1 Branduglan og hrossagauk- urinn sæta hér mestum tíðindum. Hrossagaukur þessi hefur haft hér fasta vetursetu til margra ára og heldur sig mest til í volgrunum umhverfis Sundskála Svarfdæla. Branduglan er einnig góðkunningi fuglatalningar- manna. Halldórlngi verður áfram blaða- maður Bœjarpóstsins og bœtir við sig skrifum fyrir Norðurslóð. Óskar Óskarsson ráðinn framkvæmdastjóri innan- landssviðs Samskipa Dalvíkingurinn Óskar Óskars- son hefur verið ráðinn fram- kvæmdstjóri innanlandssviðs hjá Samskipum. I fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu segir að í kjölfar vaxandi starfsemi inn- anlandssviðs Samskipa hafi ver- ið gerðar skipulagsbreytingar hjá félaginu og fjölgað í fram- kvæmdastjórn þess. Ný staða, framkvæmdastjóri innanlands- sviðs Samskipa, hefur verið sett á laggirnar til að styrkja starf- semi innanlandssviðs enn frekar og gera stjórnun þjónustunnar við viðskiptavini enn markviss- ari. Innanlandssvið Samskipa sér um rekstur landflutninga- kerfis undir vörumerkinu Land- flutningar - Samskip. Land- flutningar - Samskip sjá um áætlunarakstur til 75 áfanga- staða á landsbyggðinni. Undir starfsemina heyrir allur akstur innanlands, rekstur afgreiðslu- staða á landsbyggðinni svo og afgreiðslur fyrir farþega- ferjurnar Herjólf og Sæfara. Starfsmenn innanlandssviðs eru um 200 talsins. Óskar hefur starfað við flutn- inga frá unga aldri og má segja að hann hafi fæðst inn í greinina því faðir hans, Óskar Jónsson, rak um árabil flutningafyrirtæki á Dalvík. Óskar hefur starfað hjá Samskipum frá árinu 1995, fyrst sem framkvæmdastjóri Flutningamiðstöðvar Norður- lands, síðar á aðalskrifstofu fé- lagsins og á skrifstofu félagsins í Bandaríkjunum. Undanfarin fjögur ár hefur Óskar gegnt stöðu deildarstjóra innanlandsdeildar félagsins, Landflutninga-Samskipa. sœplast , W_ yg- IgÆIARPÓSTURINNl 0&ív ^ Itit j;ti pósturlnn birtist á ný ; JrÍÉÍ \ - /¦ íl •I íí ' mtt ss^^sssrssssssssssssssss - Bæjarstjórn vill heildarsameiningu Síma oo Övuftónustan tÍUSs Umuttur, «if iokcHMi rí «11 mib.í,. Illl Fyrirlestrar um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana í samvinnu við Eyjafjarðarprófastsdæmi mun Húsabakkaskóli bjóða uppá þrjá fyrirlestra um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana í febrúar. Enginn aðgangseyrir er að fyrirlestrunum og getur fólk mætt á þá alla eða einungis þá sem þeir velja úr. Ahugasamir eru beðnir um að skrá sig í síma 466-1551 eða á netfanginu husabakki@dalvik.is í síðasta lagi mánudaginn 31. janúar. Eftirtaldir fyr- irlestrar verða í boði: Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Ólafs- firði fjallar um ævi og starf Hallgríms Péturssonar fimmtudaginn 3. febrúar kl. 20:30 að Rimum. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur Eyja- fjarðarprófastsdæmis fjallar á myndrænan hátt um Passíusálmana og píslarsöguna fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:30 að Rimum. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur sem m.a. hefur skrifað Reisubók Guðríðar Símonardóttur, fjallar um skáldið Hallgrím Pétursson fimmtudag- inn 17. febrúar kl. 20:30 að Rimum. í framhaldi af þessum fyrirlestrum er hugmynd- in að koma saman hópi fólks sem er tilbúið að lesa Passíusálmana í kirkjunum í Svarfaðardal og á Dalvík á föstudaginn langa. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202 úrval STÓRMARKAÐUR

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.