Norðurslóð - 27.01.2005, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 27.01.2005, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 UUiVIU L /\lJul>l/\DLlI\ Þær eru orðnar býsna margar ljósmyndirnar frá Jóni Baldvins- syni sem birst hafa hér í Norðurlóð undir heitinu „Gömul augn- ablik“. Eitt safn mynda hefur hann aldrei hleypt okkur í þar til nú. Jón var á sínum tíma fyrsti ljósmyndari Bæjarpóstsins og á þeim árum tók hann margar myndir sem í safni hans eru merktar Bæjar- póstinum. Nú þegar Rimar ehf útgáfufélag Norðurslóðar er farið að gefa líka út Bæjarpóstinn bauð Jón okkur aðgang að þessum mynd- um. Hér á síðunni eru myndir frá útgáfu fyrsta Bæjarpóstsblaðsins og nokkrar myndir sem teknar vorur árin 1985 og 1986: •í' Mynd tekin í setustofunni á Dalbœ. Hér eru aö spjalla saman talið frá vinstri Aöalbjörg Jóhannsdóttir (Alla í Sogni), Steinunn Siguröar, Rannveig Stefánsdóttir sem á sínum tíma átti heima í Haukafelli, Frið- rikka Jónsdóttir í Víkurhóli og Bára Elíasdóttir. Hér bíða aöstandendur fyrsta tölublaðs Bœjarpóstsins eftir aö lokið verði við prentun blaðs- ins. Frá hœgri Kristján Róbert Kristjánson sem var blaðamaður í upphafi, Jón Baldvinsson Ijós- myndari, Kristján Þór Júlíusson ritstjórinn, Hjalti Haraldsson var blaðamaður og sömuleiðis Jón Helgi Þórarinsson. Nœst á mynd- ini til vinstri eru síðan þáverandi eigendur Víkurprents og þeir sem sáu um prentunina Sigmar Sœ- valdsson og Guðmundur Ingi Jónatansson. Slegið upp balli á þinghúsinu á Grund líklega eftir að framsóknarvist hafði verið spiluð. Hafliði Ólafs þenur nikkuna upp á senu. Þarna á myndinni má þekkja Vilhelm Þórarins, Hrein á Klaufabrekkum, Árna Óskars- son, Gunnstein á Sökku og Júlla Steingríms. Hér erfyrsta blaðið komið úr prentun. Frá vinstri Jón Helgi Þórarins- son nú prestur Langholtssafnaðar, Hjalti lieitinn Haraldsson, Kristj- án Þór Júlíusson núverandi bœjarstjóri á Akureyri, Kristján Róbert Kristjánsson nú fréttamaður á Ríkisútvarpinu og yfir þeim stendur Guðmundur Ingi Jónatansson sem sér um prentun Bœjarpóstsins enn þann dag í dag þótt hann hafi nú hœtt öðrum afskiptum af útgáfunni. Skemmtileg mynd sem tekin er framan við Ungó. Þarna má sjá bíóút- stillingar í kössunum sitt hvoru megin við dyrnar. Ekki treystum við okkur að nafngreina krakkana sem þarna eru eit gjarnan mœtti einhver glíma við þá þraut og senda okkur lausnina. Einhver hlýtur að þekkja þetta flotta hjól. Ljósmyndarinn var líka niður við liöfn. Hér klofast Stefán Stefánsson eða Stebbi Gren yfir rekkverkið á bátnum sínum með tvo flatta stórþoska. Margar myndir eru til af Stebba við sjó- inn. Frœgust er mynd afhonum sem Sœplast notaði á auglýs- ingaspjaldi sem meðal annars gnœfði hátt á sjávarútvegssýn- ingum víða um heim. Hópmynd af starfsmönnum Tréverks hf sumarið 1986 Lengst til vinstir eru þeir brœður Ingólfur og Júlíus Magnússynir síðan Birkir Bragason, Óskar Pálmason, Ingvar Engilbertsson, Arna Hafsteinsdóttir, Sigurpáll Gestsson, Björn Björnsson, Óntar Arnbjömsson, Svanfríður Jónsdóttir, Bragi Jónsson, Björn Friðþjófson, Guðmundur Ingvason og Arnar Snorrason. Hér er Kristinn Jónsson í Nesi eða Kiddi Rommel að brasa við grá- sleppunetin líklega vorið 1986. Kiddi gat lífgað upp á umhverfið sitt með athugasemdum og sögum. Eins liafa menn sagt ýmsar góðar sögur af honum sem vert vœri að rifja upp síðar í góðu tómi.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.