Norðurslóð - 27.01.2005, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 27.01.2005, Blaðsíða 7
Norðurslóð - 7 Veðráttan 2004 Árið 2004 var óvenjulegt að mörgu leyti, umhleypingasamt, úrkomuríkt, sumarið hlýtt og gott og hitabylgja í ágúst. Ársúr- koman mældist 686,5 mm sem er það næst mesta sem orðið hefur frá 1970. Árið 1983 á metið með 695,7 mm. En ýmis met féllu samt eins og greint verður frá hér að neðan. Mánaðarúrkoman 2004 Mánuður Úrkoma mm Janúar 92,5 Febrúar 32,8 Mars 22,2 Apríl 19,2 Maí 57,0 Júní 15,3 Júlí 16,1 Ágúst 13,0 September 123,7 Október 142,4 Nóvember 91,4 Desember 60,9 Alls 686,5 Janúar gekk í garð með hné- djúpum snjó. Skíðasvæðin á Dalvík voru opin ef þegar leyfði. Frostlítið var framan af mánuði en dagana 12-14. jan. var hvass- viðri með tölverðri ofankomu. Snjóspýjur hlupu víða fram í bröttum hlíðum og brutu m.a. háspennustaura á Karlsárdal. í þessu veðri hljóp snjóflóð á íbúðarhúsið á Bakka í Olafsfirði með þeim afleiðingunt að bónd- inn lést. Þnjóþyngsi jukust held- ur er á leið mánuðinn svo fyrir- hafnarsamt var að halda vegum opnum. Febrúar var rysjóttur nokkuð. Stórhríð gekk yfir Norðurland þann 6. feb. svo allt varð ófært. Um miðjan mánuð skipti um tíð- arfar og hlýnaði svo snjó tók ört upp. í mánaðarlok var jörð mjög auð á láglendi þótt enn væru stórir skaflar við hús og í lautum og giljum. Marsmánuður var snjólétt- ur og mildur unt land allt enda í hópi hlýjustu marsmánuða. Á Akureyri hófust samfelldar veð- urathuganir 1881. Einungis tvisv- ar hefur mars verið hlýrri en nú, þ.e. 1929 og 1964. Apríl var einnig snjóléttur en þó var hægt að renna sér í skíða- brekkunum í Böggvisstaðafjali um páskana. Seinnihluti mán- aðarins var hlýr svo allur snjór hvarf af láglendi og úr neðri hlíð- um fjalla. Þann 1. maí snarkólnaði eftir hlýindin í apríl og gerði sann- kallað vorhret. Daginn eftir var komin norðanátt með slyddu sem gekk yfir í snjókomu og 10 cm snjódýpt að morgni 3. maí. Næstu dagar voru úrkomusamir. Frost var þó vægt og brátt hlýn- aði á ný. Snjórinn var horfinn þann 8. viku eftir að hretið hófst og jörð grænkaði á ný. í mánað- arlok voru kartöflur víða komn- ar í mold og gróður allur á góðri þroskabraut. Vegna mikillar úr- komu í hretinu varð þetta úr- komumesti maímánuður í Svarf- aðardal frá því mælingar hófust á Tjörn fyrir 30 árum. í júní var blíðutíð, heyskap- ur hófst sumsstaðar fyrir miðj- an mánuð og margir voru langt komnir með fyrri slátt um má- naðarmót en það er afar óvenju- legt ef ekki einsdæmi. Júlí var óvenju hlýr og fremur úrkomurýr. Hitinn var 15-20 stig dag eftir dag. Hlýindin héldu áfram í ágúst íþróttir Kjartan sigraði á bikarkeppni SKÍ í Bláfjöllum Bikarkeppni SKÍ í flokkum 15 ára og eldri fór fram í Bláfjöllum um helgina, og tóku þrír keppendur frá Skíðafélagi Dalvíkur þátt í mótinu. í stórsvigi sigraði Kjartan Hjaltason í stórsvigi í flokki 15-16 ára. í flokki 17-19 ára varð Kári Brynjólfsson í 4. sæti og Snorri Páll Guðbjörnsson í 5. sæti og í karlaflokki varð Kári í 7. sæti, Snorri Páll í 8. sæti og Kjartan í 9. sæti. Snorri Páll Guðbjörnsson varð í 7. sæti í svigi í karlaflokki og 2. sæti í flokki 17-19 ára. en Kári og Kjartan luku ekki keppni. Tvær sveitir frá BDÓ áfram Tvær sveitir frá Bridgefélagi Dalvíkur og Ólafsfjarðar komust áfram í undankeppni fyrir Islandsmótið í bridge (sveitakeppni) fór spilað var á Akureyri um helgina. Átta sveitir af Norðurlandi eystra tóku þátt í mótinu og komust fjórar efstu sveitirnar áfram í milliriðla sem spilaðir verða 11.-13. mars. Þar verður efstu sveitum úr hverjum lands- fjórðungi raðað saman í riðla eftir styrkleika og komast 12 sveitir áfram í sjálfa úrslitakeppnina, sem spiluð verður 23.-26. mars nk. íundankeppninniumhelginasigraðisveitSparisjóðsNorðlendinga, en í 2. sæti varð sveit Norðurstrandar en sveitina skipuðu; Hákon Sigmundsson, Kristján Þorsteinsson, Sigurbjörn Þorgeirsson auk þess sem þeir fengu tvo Akureyringa til liðs við sig. Sveit Ingvars Páls Jóhannssonar varð svo í 4. sæti, en sveitina skipuðu auk Ingvars, Jóhannes Tryggvi Jónsson, Gústaf Þórarinsson, Jón A. Jónsson og Stefán Sveinbjörnsson. Einingar-lðjufélagar Dalvíkurbyggð Aöalfundur svæóisráðs Einingar-lðju verður haldinn þriðjudaginn 1. febrúar kl. 19:30 í Mímisbrunni. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Flutt verður erindi um einelti á vinnustað 3. Önnur mál Félagar, mætum vel og sýnum samstöðu, framtíð svæóisráðsins getur ráðist af fundarsókn. Stjórnin en þá gekk nánast hitabylgja yfir landið. Hitamælar sýndu oft yfir 20°C og fóru sjaldan undir 12°C. Veður var jafnframt tiltölu- lega kyrrt og þurrt og sólríkt svo mörgum fannst sem landið hlyti að hafa færst suður í höf. Berja- spretta var allgóð og uppskera garðávaxta. í september fuku tvö veður- met. í fyrsta lagi var þetta vætus- amasti september í Svarfaðardal frá upphafi mælinga með 123,7 mm úrkomu. I öðru lagi gerði slíkt úrfelli dagana 20-21. að elslu menn mundu ekki annað eins. Að morgni hins 21. sept mældust 57.3 mm. Þar með féll metið frá 22. janúar 1983 sem var 55 mm. í það sinn var það snjór en nú regn. í þessu veðri urðu miklar skemmdir á Múlavegi er átta aur- skriður féllu á hann. Á Ólafsfirði urðu mikil flóð og skriðuföll sem ollu stórtjóni.Veðrátta var þó hlý og sjaldan næturfrost fyrr en síðustu daga mánaðarins. Hægt var að týna ber fram eftir öllu, gróður sölnaði seint og haustlitir seinna á ferð en oft áður. Október var afar úrkomu- 10 11 12 Mánuóir ríkur þótt engin slægi hann met- in. Tíðin var umhleypingasöm með stormum og rigningum og snjókomu er á leið mánuðinn. Þann 5. kom þriðja mesta sólar- hringsúrkoman sem mælst hef- ur á Tjörn, 48,0 mm að afloknu norðan áhlaupi. Þann 17. gerði aftur norðan slydduhríð sem gekk yfir í hreinrækraða stór- hríð með stormi í þrjá daga. Þótti mönnum þá sem raunverulegur vetur með gamla laginu væri að ganga í garð. í mánaðarlok brá þó til hlýinda svo snjór seig mi- kið og hvarf að mestu á láglendi. Nóvember var rysjóttur og frost fór niður í -15°C um miðjan mánuð. í desember var áframhald- andi óstöðug tíð og eftir miðj- an mánuð snjóaði dag hvern en þó áberandi mest á aðfangadag en þá gekk stórhríð yfir landið. Snjóflóð Iokuðu Múlavegi. Mess- ufall varð í kirkjum dalsins á jól- adag og næstu daga var ýmsum samkomum frestað. Um áramót var einnig hálfgert vonskuveður. Nægur snjór var til skíðaiðkana og færi gott sem margir nýttu sér þegar veður leyfði. ÁH Lífsval Sparnaðarform 21. aldarinnar » Séreign sem erfist Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og verðbóta.Við fráfall sjóðfélaga gengur séreign í erfðir. » Viðbót á lífeyri Allir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. » Skattalegt hagræði Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekjuskatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. » Sveigjanlegur útgreiðslutími Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs.Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef óskað er. Sífellt fjölgar þeim er tengjast heimabankanum Ert þú einn af þeim? Áskriftarreikningur Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og njóta góðrar ávöxtunar - án nokkurs kostnaðar. Askrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhaid við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerðar um lágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. Sparisjoður Svarfdæla Dalvík 460 1800 Hríse 466 17 7l0

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.