Norðurslóð - 24.02.2005, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 24.02.2005, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær Sameiningarkosn ingum frestað? ,ARGANGUR Fevimtudagur 24. febrúar 2005 2. TÖLUBLAÐ Mótmæla undanþágu frá banni við dragnóta- veiðum á Exjafirði Sjávarútvegsráðuneytið hefur veitt Brimi undanþágu til að stunda dragnótaveiðar á Eyja- firði. Klettur sem er svæðisfélag Landssambands smábátaeigenda á Norðurlandi vill að leyfið verði nú þegar afturkallað. Samkvæmt ákvörðun ráðu- neytisins má dragnótabáturinn Sólrún veiða þorsk til áframeldis í kvíum Brims innan ákveðinnar línu í Eyjafirði og inn að Hjalt- eyri og er tilgangur veiðanna að afla þorsks í tilraunaeldi. Smábátasjómenn eru alls ekki sáttir við þessa ákvörðun ráðu- neytisins og kemur fram í álykt- un frá Kletti að félagið hafi sent Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra áskorun um að fella þessa undanþágu nú þegar úr gildi. Segir félagið að það sé með ólfkindum að sjávarútvegsráðu- neytið veiti slíkt leyfi án nokk- urs samráðs við útgerðaraðila á svæðinu, ekki síst með tilliti til þess að útgerð Sólborgar hafi á sl. misserum orðið uppvís að því að fara á svig við gildandi reglur um svæðisbundnardragnótaveið- ar með „útflöggun". „Fiskgengd í Eyjafirði hefur verið í örum vexti á undanförn- um árum og hafa útgerðarmenn smábáta með kyrrstæðum veið- arfærum getað nýtt sér þessa auknu fiskgengd í sinni útgerð. Það er því með mikilli skelfingu sem þessir sömu útgerðarmenn horfa upp á stórvirkt veiðiskip skarkandi með togveiðarfæri á veiðislóð sem jafnvel hefur verið friðuð í áratugi, eða aldrei verið leyfð dragnótaveiði á," segir í til- kynningu Kletts. í yfirlýsingu frá Brimi segir að það sé stefna fyrirtækisins að stuðla að ábyrgri nýtingu náttúru- auðlinda, meðal annars með því að þróa fiskeldi sem raunhæfan valkost til viðbótar við veiðar á nytjastofnun sjávar. Meirihlutinn leggur til lokun Meirihluti bæj arstj órnar hefur nú lagt fram tillögu um að allir skólar Dalvíkurbyggðar verði sameinaðir í áföngum og að nýr sameinaður skóli taki til starfa haustið 2006. Gert er ráð fyrir að kennsla leggist af á Húsabakka og skólabörn þaðan fari í Dalvíkurskóla strax í haust. Skólastjórum Dalvíkur og Árskógarskóla verði sagt upp frá og með 1. ágúst 2006 en þess í stað ráðinn einn skólastjóri fyrir báða kennslustaðina og tveir aðstoðarskólastjórar, annar með aðsetur í Árskógarskóla. Tillögunni var vísað til Fræðsluráðs sem falið var að kynna hana foreldraráðum allra skólanna en væntanlega verður hún endanlega borin undir atkvæði á bæjarstjórn- arfundi l.marsnk. Líklegt er að kosið verði um sameiningu sveitarfélaga á Eyja- fjarðarsvæðinu í október, en ekki í lok aprfl eins og stefnt hefur ve- rið að til þessa. Astæðan er sú að ekki hefur náðst samkomulag um tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Á næstu dögum verður reynt til þrautar að ná samkomulagi um verkefna- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Nefnd sem fjallar um málið hefur fundað stíft að undanfömu þar sem sveit- arstjómarmenn telja kosningar um sameiningu sveitarfélaga í uppnámi ef þessi mál liggja ekki fyrir. Samkvæmt lögum sem sam- þykkt voru á síðasta vorþingi á að kjósa um sameiníngu sveit- arfélaga 23. apríl nk. Nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins hefur unnið að mótun tillagna til að kjósa um. Frumdrögin voru send sveitarstjómum í haust og þau hafa skilað inn athugasemd- um sem tekið hefur verð tillit til í mörgum tilvikum. Nefndin er tilbúin með sínar tillögur, en bíður með að kynna þær þar til niðurstöður liggja fyrir hjá þeirri nefnd sem fallar um verk- efna- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarélaga. Vonir standa til að samkomulag geti náðst á næstu dögum, enda síðustu forvöð, ef kosningar eiga að fara fram í vor. Takist það ekki verður kosning- um frestað fram á haustið. Tveir karlakórar á Svarfdælskum mars Svarfdælskur mars fer fram helgina 11.-13. mars. Að vanda hefst hátíðin með heimsmeistarakeppni í brús að Rimum. Húsið verður opnað kl. 20 og er stefnt að því að spilamennskan geti hafist kl. 20:30. Eins og áður verða kennslu- og æfingabúðir starfræktar í hliðarsal og þar verður einnig haldin keppni fyrir börn og skemmra komna. Ekki verður nein skráning fyrirfram. Keppendur eru beðnir að taka með sér spil. Laugardaginn 12. mars verður sannkallaður tónlistarviðburður í Dalvfkurkirkju kl. 16. Þar leiða saman hesta sína Karlakór Reykja- víkur og Karlakór Dalvíkur og munu eflaust margir vilja heyra það samspil. Kl. 21 verður svo hinn árvissi dansleikur að Rimum. Þar verður stiginn hinn svarfdælski mars við harmónikkuundirleik eins lengi og stætt er og stuðið stendur. Aðgangseyri á alla við- burðina verður stillt í hóf. Framfarafélag Dalvíkurbyggðar Málþing um líftækni, fiskirækt og sjávarnytjar Málþing um líftækni, fiskirækt og sjávarnytjar verður haldið í Ar- skógi Iaugardaginn 19. mars, kl. 13 30. Framfarafélag Dalvíkurbyggð- ar efnir til þingsins í samvinnu við Háskóla íslands, Hólaskóla og Háskólann á Akureyri. Meðal málshefjenda verða Hjörleifur Einarsson prófessor við Háskólann á Akureyri, Skúli Skúlason rektor Hólaskóla, Bjarni Óskarsson athafnamaður og forstjóri, Völlum, og Guðmundur H. Guðmundsson prófessor við Háskóla Islands. Að loknum framsögum verða almennar umræður og f rummælendur svara fyrirspurnum fundarmanna. Eflaust fýsir marga að fræðast um möguleika fiskeldis í Eyjafirði sem er í fréttum hér á síðunni. Síðari hluta fuglatalningarskýrslu Hin venjubundna fuglatalning fór fram þann 9. janúar sl. um allt land. Hér um slóðir töldu þeir Þórarinn Hjartarson í miðsveit Svarfaðardals og Júlíus Kristj- ánsson og Sveinbjörn Steingríms- son á Dalvík og nágrenni. Skýrsla Þórarins birtist í síðasta blaði en hér kemur skýrsla Júlíusar og Sveinbjarnar. Raunar kom óveður í veg fyrir að þeir gætu talið fugla þann 9. svo talningin fór fram þann 17. Talningasvæði þeirra var frá ósum Svarfaðardalsár norður yfir Brimnesá og út að Sauðanes- íendingu. Veðurskilyrði voru sæmileg, þó gekk á með éljum öðru hverju. Göngufæri var erfitt vegna fannfergis og sums staðar illfært. Niðurstaða talningarinnar var þessi: Stokkönd 87 Hávella 200 Æðarfugl 320 Rjúpa Sendlingur 7 25 Svartbakur 8 Hvítmáfur 30 Bjartmáfur Hettumáfur 25 100 Músarrindill 1 Snjótittlingur 25 Auðnutittlingur 1 Hrafn 4 Dvergmáfur 1 Samtals eru þetta 834 fuglar af 14 tegundum. í skýrslu þeirra Júlíusar og Sveinbjamar segir að helftin af fuglunum hafi verið við Dalvík- urhöfn. Þar var verið að landa loðnu og fuglinn sótti í ætið. Töluvert brim var við fjöruborð og þar af leiðandi fátt um fugla nærri landi. Þeir láta þess einnig getið að þeir treysti sér ekki til að kyn- og aldursgreina fuglinn eins og eyðublaðið gerir ráð fyrir. Innbrot í Árskógarskóla Um síðustu helgi var brotist inn í Árskógarskóla og þaðan stolið tveimur myndavélum, þremur fartölvum, glænýjum skjávarpa og einhverju fleiru. Að sögn lögreglu voru nokkr- ar skemmdir unnar, m.a var gluggi brotinn og tvær hurðir voru spenntar upp. Lögregla segir að innbrotið hafi átt sér stað einhvem tíma frá því kl. 14 á föstudag fram á mánudags- morgun. Eru þeir sem hafa orðið mannaferða varir beðn- ir um að láta lögreglu vita. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202 Samkaup lCtrval

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.